Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Útivist Sumt ungt fólk þarf ekki sérstakt átak til að hjóla, það bara hjólar, jafnt á Austurvelli sem annars staðar. Ómar Allt of fáir hafa talað um umsókn okkar að ESB af reynslu og þekkingu og eru því margir óvitandi um það sem bíður þjóðarinnar ef hún gerist aðili að þessu sambandi. Upp- haflega var það stofnað til þess að koma í veg fyrir styrjaldir milli grannþjóða sem út af fyrir sig er göfugur tilgangur. En Ís- lendingar eru svo lánsamir að hafa aldrei áreitt aðrar þjóðir og er gæfa okkar meðal annars fólgin í því. Auk þess hefur forsjónin gefið okkur land sem er auðugt af náttúrugæðum og fagurt. Margir Íslendingar hafa í áranna rás fórnað lífsstarfi sínu til þess að við mættum öll öðlast það sjálfstæði sem allir frjálsbornir menn þrá, en sumir kunna ekki að meta fyrr en það hefur glatast. Það er því líklegt að aðild að Evrópusambandinu, þar sem hinir stóru og sterku ráða því, sem þeim þóknast, muni snúast upp í nýja sjálf- stæðisbaráttu. Sagði ekki pilturinn forðum: „Hann pabbi minn er stór og sterkur og ræður.“ Þetta eru einföld og algild sannindi, sem blasa við hvert sem litið er. Spurning sem er of- arlega í huga mínum er sá kostnaður sem við mundum hafa af þátt- töku í Evrópusamband- inu. Ef menn vita það hefur því mjög lítið eða ekkert verið haldið á lofti en ef menn vita það ekki ættu þeir sem fyrst að afla sér upplýsinga um það. Mig grunar að sú upphæð gæti verið allmyndarleg, ekki síst vegna þess að fjár- málavit á evrusvæðinu virðist því miður ekki vera upp á marga fiska. Gamla góða fjármálaregla forfeðra okkar að eyða ekki peningunum fyrr en þeirra hefur verið aflað virðist allt of mörgum fjötur um fót. Stundum hefur verið látið í veðri vaka, án þess að nefna dæmi, að verð- lag á nauðsynjavöru muni lækka ef við gerumst aðilar. Ensk kona, sem stundar viðskipti, fullyrðir að reynsla hennar sé að verðlag muni hækka mikið. Ég held að reynslan sé ólygn- ust í þessu tilviki eins og svo mörgum öðrum. Þá bendir hún á að flóð reglu- gerða og tilskipana muni berast frá Brussel. Þessar reglugerðir munu sumar falla í góðan jarðveg en aðrar í grýttan. Með öðrum orðum munu stjórnendur Evrópusambandsins í Brussel segja okkur fyrir um hvernig við eigum að haga okkur í okkar eigin landi. Örlagarík áhrif Enski sjóliðsforinginn og land- könnuðurinn James Cook (1728-1779) var framsýnn og ötull vísindamaður sem tókst einna fyrstum manna að sigrast á skyrbjúgi meðal skipverja sinna í leiðöngrum sínum. Hann lét eftirfarandi orð falla, þegar hann minntist sjóferða sinna til Pólýnesíu á seinni hluta átjándu aldar: „Það hefði verið betra fyrir þessar þjóðir, að þær hefðu aldrei kynnst okkur.“ Þarna á hann við að frumstæð og brothætt menn- ing frumbyggjanna hafi ekki þolað samskiptin við Evrópubúa. Í merkri bók sinni, Valdhroka, greinir höfundurinn J. William Ful- bright, sem var einn merkasti stjórn- málamaður Bandaríkjanna á tutt- ugustu öld, frá þeirri skoðun sinni að það sem hann kallar trúboðahæfi- leika, sé ríkur þáttur í eðli allra manna. „Við erum öll haldin þeirri ár- áttu að vilja segja öðrum fyrir verk- um sem er allt í lagi nema að flestir vilja ekki láta segja sér fyrir verkum. Ég hef gefið eiginkonu minni nokkrar frábærar tillögur um heimilishald, en hún hefur verið að staðaldri svo van- þakklát fyrir ráðleggingar mínar, að ég er hættur að bjóða henni þær“. Þetta fyrirbrigði hefur kanadíski sálfræðingurinn og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, Brock Chis- holm, skýrt á eftirfarandi hátt: „Aðferð mannsins í fortíð að fást við erfiðleika hefur alltaf verið að segja öllum öðrum, hvernig þeir eigi að hegða sér. Við höfum öll gert það öld- um saman. Það ætti nú að vera orðið ljóst að þetta er gagnslaust. Öllum hefur, þegar hér er komið, verið sagt af öllum öðrum, hvernig þeir eigi að hegða sér … Gagnrýnin virkar ekki, hún hefur aldrei gert það og hún mun aldrei gera það.“ En saklausasta og skemmtilegasta dæmið um trúboða- eiginleikann er um þrjá skátadrengi, sem tilkynntu foringja sínum að til þess að uppfylla góðverk dagsins hefðu þeir hjálpað gamalli konu að komast yfir götuna. „Það er gott,“ sagði skátaforinginn, „en hvers vegna þurftuð þið að vera þrír?“ „Jú,“ sögðu þeir, „Hún vildi ekki fara yfir göt- una.“ Þessi eðlisþáttur getur verið sterkur bæði í einstaklingum og for- ystumönnum voldugra þjóðfélaga svo sem dæmin sanna og oft með voveif- legum afleiðingum. Þeir, sem eru eldri en tvævetur, muna eftir örlagaríkri uppreisn sem gerð var árið 1966 í Víetnam gegn bandaríska herliðinu og víetnamskur ræðumaður taldi að Bandaríkjamenn væru ógn við sjálfstæði Suður- Víetnama en Bandaríkjamenn voru einmitt að vernda þjóðfélag Suður- Víetnams gegn Viet Cong. Fulbright telur að þarna hafi verið birting- armynd örlagaríkra áhrifa hinna ríku og sterku á hina fátæku og veikburða. Með öðrum orðum, að öflugur efna- hagur og menning hafi áhrif sem veikari og fámennari þjóðfélög stand- ast ekki til lengdar Þriðja dæmið, sem virðist blasa við í dag, ef marka má fréttir að und- anförnu, er að sagan sé að endurtaka sig í Afganistan árið 2012. Ef Íslendingar gerast aðilar að Evrópusambandinu er ljóst að þjóð- félag okkar verður minnsta eða með minnstu þjóðfélögum þessa sam- bands og þar af leiðandi er veruleg hætta á að efnahagur og menning stóru og fjölmennu landanna hafi ör- lagarík áhrif á íslenskt þjóðfélag þeg- ar til lengdar lætur. Eftir Vilhjálm Skúlason » Það er því líklegt að aðild að Evrópusam- bandinu, þar sem hinir stóru og sterku ráða því sem þeim þóknast, muni snúast upp í nýja sjálf- stæðisbaráttu. Vilhjálmur G. Skúlason Höfundur er prófessor emeritus í lyfjaefnafræði í HÍ. Um aðild að ESB Það er með blend- inni tilfinningu sem ég hugsa til þess að for- veri minni á forseta- stóli á Alþingi, Hall- dór Blöndal, sitji yfir sjónvarpsútsendingum frá Alþingi og ergi sig yfir „fundarstjórn for- seta“. Ég virði áhuga hans á störfum þings- ins en ég held að það sé margt annað holl- ara fyrir sálina en standa á þessum verði heima. Við á þinginu reynum að fara að þingsköpum í hvívetna. Okkur getur að vísu orðið á en það er sjaldan þjóðarvoði á ferðinni. Forsætisráðherra, sem hefur ver- ið í erindum erlendis undanfarið og haft varamann fyrir sig, átti þess þó kost að vera viðstaddur þing- fund í fyrradag og sté í pontu áður en löng atkvæðagreiðsla hófst og flutti yfirlýsingu, sem stóð í eina mínútu, um endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Þetta kom Halldóri Blöndal úr jafnvægi. Í 51. gr. stjórnarskrárinnar segir svo: „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. At- kvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþing- ismenn.“ Eins og sjá má er mál- frelsi ráðherra mjög rúmt á Alþingi og ákvæði þingskapa eru sniðin eft- ir fyrirmælum stjórnarskrárinnar. Það er óheimilt að skerða málfrelsi ráðherra í þingsköpum nema ein- hverjar sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Þessi réttur nær bæði til ráð- herra, sem er kjörinn þingmaður, og til utanþingsráðherra. Sama gildir um ráðherra, sem hefur fyrir sig varamann á þingi, en á þess þó kost að sækja þingfund. Eins og 51. gr. stjórnarskrár- innar hljóðar takmarkast þó réttur ráðherra við það að hann getur ekki gert grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslur nema hann hafi atkvæðisrétt. Það má öllum vera ljóst. Í þingsköpum er gerður greinarmunur á því hvort menn tala „um atkvæðagreiðsl- una“ áður en hún hefst eða „gera grein fyrir atkvæði sínu“ meðan á atkvæðagreiðslunni stendur. Sú venja hef- ur lengi verið á Al- þingi að þingmenn og ráðherrar geti flutt yf- irlýsingu „um at- kvæðagreiðslu“ áður en hún hefst. Byggist það á 7. mgr. 65. gr. þingskapa. Er það ýmist gert fyrir hönd þing- flokka eða til þess að lýsa viðhorfi þingmanns eða ráðherra til at- kvæðagreiðslunnar, efnis hennar, þýðingu hennar o.s.frv. Með þetta í huga gaf ég forsætis- ráðherra orðið á þingfundi á fimmtudaginn, enda voru engin rök til þess að forseti meinaði forsætis- ráðherra að gefa yfirlýsingu áður en atkvæðagreiðslan hófst. Því þarf enga „leiðréttingu úr forsetastóli“. Flest mál hafa spaugilegar hliðar þótt alvarleg séu. Ég hef verið þingmaður síðan 1995 og varð þess oft vör að forsætisráðherrann fram til 2004, núverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, gekk ríkt eftir rétti ráð- herra í umræðum. Þegar ég las pistil Halldórs Blöndals í Mbl. í gær, en hann var þingforseti 1999- 2005, var sem ég sæi forsætisráð- herrann fyrrverandi taka því þegj- andi að mega ekki flytja þinginu einnar mínútu langa yfirlýsingu áð- ur en mikilvæg atkvæðagreiðsla hæfist þótt fyrir hann sæti vara- maður. Málfrelsi ráðherra á Alþingi Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir » Sú venja hefur lengi verið á Alþingi að þingmenn og ráðherrar geti flutt yfirlýsingu „um atkvæðagreiðslu“ áður en hún hefst. Byggist það á 7. mgr. 65. gr. þingskapa. Höfundur er forseti Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.