Morgunblaðið - 26.05.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 26.05.2012, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 „Við erum með fjölbreytt og öflugt starf. Æskulýðs- og ungmenna- nefndin er með hluta af tíma hall- arinnar og kennarar eru með ein- staklinga og hópa. Hér verður svo reiðskóli Sleipnis yfir sumartímann. Síðan geta einstaklingar keypt sér lykil og notað höllina þegar hún er ekki upptekin vegna hópastarfs.“ Uppbyggingu ekki lokið Kjartan segir Sleipnisfélaga vera búna að bíða eftir reiðhöll lengi og það sýni kraftinn og áhugann í félag- inu að það sé hægt að reisa svona mannvirki á sjálfboðavinnu einni saman. Mikil uppbygging hefur orðið í hesthúsahverfinu á Selfossi und- anfarin ár, hestahúsabyggðin hefur stækkað og fyrir nokkrum árum var keppnisvöllurinn, Brávellir, tekinn í notkun. „Völlurinn þykir einstaklega góður og gott að hafa reiðhöllina al- veg við hann. Það eru búin að vera sex mót hér í vetur og vor og núna er hálfs mánaðar törn í kynbótadóm- um. Aðstæðan er frábær fyrir minni mót og sýningar,“ segir Kjartan. Uppbyggingunni á svæðinu er þó ekki lokið. „Í framtíðinni verður byggt hesthús við reiðhöllina til að geyma tiltekinn fjölda hesta í þegar það eru keppnir eða sýningar. Síðan er markmiðið að félagsheimilið okk- ar, Hliðskjálf, færist hingað og verði byggt við reiðhöllina.“ Kjartan tók við formennsku í Sleipni eftir síðustu áramót, á tíma- punkti þegar er gríðarlega mikið að gera í félaginu. Hann segir starfið þó vera mjög skemmtilegt enda sam- takakrafturinn mikill á öllum sviðum félagsins. Fyrst til að æfa hópreið Hestamannafélagið Sleipnir var stofnað árið 1929 og þá sem hesta- mannafélag fyrir alla Árnessýslu. Það þótti of víðfeðmt svæði og því voru stofnuð önnur félög í upp- sveitum sýslunnar og í Ölfusinu. Á vígsluhátíð reiðhallarinnar er stefnt að því að fara í mikla hópreið um Sel- fossbæ og er það líka gert til að heiðra sögu félagsins að sögn Kjart- ans. „Sagan segir að Sleipnir sé fyrsta hestamannafélagið í landinu sem fer að æfa hópreið og efnir til hópreiðar, eða skrautreiðar, árið 1950. Það var talið að það væri góð hlýðniæfing fyrir ung hross. Á landsmótinu 1958 er búið að koma á hópreið við upphaf móts og Sleipnismenn fá þá verðlaun fyrir sitt atriði, enda vel æfðir og knaparnir í fatnaði í stíl. Því viljum við fá stóran hóp á laugardaginn til að fara í skrautreið í gegnum bæinn. Í ágúst 2013 eru heimsleikar ís- lenska hestsins í Berlín og þeir ætla sér að láta þúsund íslenska hesta fara í gegnum Brandenburger- hliðið. Við ætlum ekki að gera minna,“ segir Kjartan glettinn. Hópreiðin fer af stað kl. 14 í dag frá hesthúsahverfinu, riðinn verður hringur um Selfoss og endað á því að ríða í gegnum reiðhöllina út á Brá- velli. Sjálf vígsluathöfnin hefst klukkan þrjú. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í dómi Kynbótadómar voru í gangi í reiðhöllinni á Selfossi alla vikuna og vikuna þar á undan. Hér er verið að byggingardæma gráan hest sem er látinn hlaupa höllina langsum. Reiðhöll reist í sjálfboðavinnu  Ný reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis verður vígð í dag  Stefnt á þúsund hesta hópreið um Selfoss  Höllin öll reist í sjálfboðavinnu félagsmanna  Skapar hestamennskunni ný tækifæri Formaður Kjartan Ólafsson, formað- ur Hestamannafélagsins Sleipnis. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis verður vígð á Selfossi í dag við mikla viðhöfn. Félagssvæði Sleipnis er Árborg, Flóahreppur og hluti af Ölfusi, félagar eru um fimm hundruð talsins og það er þeim að þakka að reiðhöllin er risin. „Höllin er reist í sjálfboðavinnu. Það var fenginn verktaki til að steypa sökklana undir húsið sem er límtréshús frá Flúðum. Svo hafa fé- lagar í Hestamannafélaginu Sleipni unnið að því núna á annað ár að reisa þetta hús í sjálfboðavinnu. Það var einvörðungu keypt vinnan við sökkl- ana,“ segir Kjartan Ólafsson, for- maður Sleipnis, og er augljóslega ánægður með sitt fólk. Hestamannafélagið fékk úthlut- aðar 25 milljónir til verkefnisins úr svokölluðum reiðhallasjóði sem land- búnaðarráðuneytið setti á laggirnar 2006. Þá voru settar um 350 milljónir úr sölu á Lánasjóði landbúnaðarins til að styrkja uppbyggingu reiða- halla víða um land. Tuttugu og fimm reiðhallir hafa risið vegna styrkja úr þessum sjóði. Fjölbreytt og öflugt starf Skóflustungan að reiðhöll Sleipnis var tekin haustið 2009 og nú er loks- ins komið að vígslu. Kjartan segir að það hafi mikla þýðingu fyrir hesta- mannafélagið að fá reiðhöll. „Þetta er bylting í hestamennsku gagnvart ungmennastarfi og fyrir tamn- ingafólkið. Hér voru tugir ungmenna að æfa í vetur þó að veður væru vá- lynd úti. Húsið gefur tækifæri sem hafa aldrei gefist fyrr og svo er það með reiðhallir úti um allt land.“ Um er að ræða æfingahöll sem tekur um 350 manns á áhorf- endabekki. Kjartan segir að höllin sé búin að vera fullnýtt síðan í vetur. Hinn landskunni knapi Þórður Þorgeirsson var að sýna hross í kynbótadómum á Selfossi þegar blaðamaður og ljósmyndari áttu leið um. Tími kynbótasýninganna stendur nú sem hæst. Á Selfossi voru sýnd 440 hross á tveimur vikum og í næstu viku tekur við sýning á Hellu með um 500 hross og þar á eftir á Miðfossum. Það er gríðarleg þátttaka í kynbótasýn- ingum núna að sögn Þórðar, enda landsmótsár. Sjálfur sýndi hann þrjátíu hross á Selfossi. Þau sem ná tilsettum mörkum fara flest á Landsmót hestamanna sem fer fram í Reykjavík í sumar. Þórður segir vera háannatíma hjá hestamönnum núna. Sjálfur býr hann á hestabúgarði rétt utan við Köln í Þýskalandi en kom til landsins til að taka þátt í kynbóta- sýningunum. Aðstæður á reiðvellinum á Sel- fossi eru mjög góðar að mati Þórðar. Hann segir þær reiðhallir sem hafa risið á Íslandi síðustu ár hafa breytt öllu fyrir hesta- mennskuna í landinu. „Það er nánast ekki hægt að reka tamn- ingarstöð á Íslandi án þess að hafa inniaðstöðu. Reiðhallirnar efla allt starf. Framtíð hesta- mennskunnar byggist á því að fá unga fólkið til að taka þátt og þá verður að hafa aðstæður góðar til æfinga, eins og með annað íþróttastarf,“ segir Þórður. Morgunblaðið/Styrmir Kári Háannatími Þórður Þorgeirsson ásamt tamningagenginu á Blesastöð- um 1A. F.v. Elínrós Sverrisdóttir, Helena Aðalsteinsdóttir, merin Lyft- ing, Þórður, Karen Hauksdóttir og Helga Una Björnsdóttir. Reiðhallirnar hafa breytt öllu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.