Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 44

Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Tryggvi „Hringur“ Gunnlaugsson er 67 ára í dag. Hann segistekki ætla að gera neitt sérstakt á afmælisdeginum en stefniþó að því að fara á AA-fund í Héðinshúsinu eins og hann ger- ir þrisvar í viku. „Það eina sem breytist er að ég fer af örorku yfir á ellilífeyrisbætur,“ segir Tryggvi. Tryggvi var útigangsmaður í 17 ár en hefur verið edrú frá árinu 2000. ,,Ég er 12 ára 17. júní eins það er kallað í AA-samtökunum. Ég hætti þegar læknarnir pikkuðu í belginn á mér og sögðu mér að ég væri með lifrarbólgu. Jæja, sagði ég. Er ég þá ekki með brjósklos? Þeir neituðu því og sögðu að ég væri bara alkóhólisti. Í þann mund reið yfir jarðskjálfti upp á 7 á Richter og ég ákvað að nóg væri kom- ið,“ segir Tryggvi sem fór í kjölfarið í meðferð í Gunnarsholti þar sem hann var í 4 ár. „Ég var búinn að drekka í 400 sólarhringa í röð. Þeir sögðu að ég hefði drukkið um tonn af brennivíni.“ Hann fæddist í Vestmannaeyjum árið 1945. Hann flutti svo til afa síns og ömmu þegar hann var 6 ára og bjó með þeim á Fáskrúðsfirði fram á unglingsár. Hann vann á trillu og á togara sem stýrimaður og vélstjóri í fyrstu en starfaði svo við járnsmíði í 10 ár. ,,Mér gekk vel í skólanum. Ég var þriðji hæstur á miðsvetrarprófinu í unglinga- skólanum á Reyðarfirði. Strákurinn sem var hærri en ég, Árni Jens- son, er prófessor í háskólanum í dag. Þetta var á þeim tíma sem ég var uppnefndur dúxinn að austan,“ segir Tryggvi og hlær við. Tryggvi Gunnlaugsson er 67 ára í dag Edrú Tryggvi „Hringur“ Gunnlaugsson á afmæli í dag og er 67 ára. „Dúxinn að austan“ fer á AA-fund arbakka, byggingar á Hvolsvelli og byggingu Kjöríss í Hveragerði og í Reykjavík. Segja má að Sigfús hafi verið allt í öllu í eigin rekstri um langt árabil. S igfús fæddist í Litlu- Sandvík 27.5. 1932 en flutti á fyrsta ári á Sel- foss, þar sem hann hefur átt heima síðan. Hann byggði þar eigið hús, að Skólavöll- um 3, árið 1955, en festi kaup á húsi Einars heitins Pálssonar bankastjóra árið 1971, og býr þar enn. Það hús heitir Svalbarð og var einmitt reist af föður Sigfúsar 1931. Sigfús lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1950, lærði húsasmíði hjá föður sínum og tók sveinspróf 1954 og öðlaðist síð- an meistararéttindi. Stórhýsasmiður Suðurlands Sigfús hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur við byggingastarfsemi á Selfossi og nágrenni 1961. Heitir fyrirtækið Byggingafélagið Árborg ehf. frá 1997. Sigfús hefur reist fjölda stórhýsa sem hafa orðið áberandi í bæjar- mynd Selfoss og víðar á Suður- landi, s.s. Vöruhús KÁ, Sjúkrahús Suðurlands, Íþróttahús á Laug- arvatni, Fjölbrautaskóla Suður- lands og Laugardælakirkju. Auk þess má nefna Póst- og símahús á Selfossi, í Hveragerði og á Flúðum, lögreglustöðina á Selfossi, verk- stæði Kaupfélags Árnesinga, fisk- vinnsluhús í Þorlákshöfn og Eyr- Sigfús Kristinsson byggingameistari á Selfossi 80 ára Vanir menn Sigfús, (þriðji frá hægri) ásamt nokkrum starfsmönnum sínum 1972. Ekki urðu allir strákarnir húsa- smiðir. Sá sem er lengst til hægri er Guðni Ágústsson, síðar alþm., ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Smiðurinn á Selfossi Fjölskyldan Sigfús og Sólveig, ásamt börnunum sínum, frá vinstri: Aldísi, Guðjóni, Þórði, Kristni og Sigríði. Í bakgrunni er málverk Eiríks Smith af Sigfúsi og málverk Örlygs Sigurðssonar af Kristni, föður Sigfúsar. Reykjavík Brynhildur Klara fæddist 27. mars kl. 21.32. Hún vó 3.310 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru El- ín Rún Sizemore og Valbjörn Júlíus Þor- láksson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hólmfríður Ósk Þór- isdóttir í Egilsstaðaskóla og Sunneva Rós Björns- dóttir í Fellaskóla fengu það verkefni eins og fleiri nemendur skólanna í til- efni af umhverfisfræðslu í skólunum að safna tómum rafhlöðum á heimilum sín- um. Til þess höfðu þær með sér lítil pappabox. Þeim fannst þó að við svo búið mætti ekki standa og ákváðu að ganga í hús á Egilsstöðum og safna tóm- um rafhlöðum og árang- urinn lét ekki á sér standa. Þær söfnuðu rafhlöðum í þrjá innkaupapoka sem voru orðnir svo þungir að þær gátu varla borið fenginn heim. Á myndinn eru Hólmfríður Ósk og Sunneva Rós með rafhlöðurnar sem þær söfnuðu. Á milli þeirra má sjá pappaboxið sem þær fengu til að safna í. Söfnun Söfnuðu tómum rafhlöðum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SUMARIÐ ER KOMIÐ - Í ALVÖRUNNI! MAUI SÓLSTÓLL Verð frá 12.500 kr. FLAMINGO PÚÐI 3.500 KR. DELI SKÁL 1.900 KR. LIMONE-LÍNAN tveir frísklegir litir Kauptúni Kringlunni www.habitat.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.