Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 1

Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 6. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  122. tölublað  100. árgangur  CHRISTOPH PRÉGARDIEN SYNGUR Í HÖRPU SKAGAMAÐUR OG TRÚR UPP- RUNANUM MY BUBBA & MI Á TÓNLEIKUM Í REYKJAVÍK SUNNUDAGSMOGGINN TILVILJANAKENNT ÆVINTÝRI 49KRAFTMIKILL TENÓR 48 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Grípi Seðlabankinn til þess ráðs að hækka vexti frekar gæti það haft veruleg áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði af óverðtryggðum fasteignalánum. Á þetta er bent í nýrri greinargerð Fjármála- eftirlitsins og tekið dæmi af því hvernig afborg- anir af 20 milljóna króna jafngreiðsluláni hækki um 25.503 krónur ef vextirnir hækka úr 6% í 8%. Á heilu ári jafngildir það um 300.000 kr., eða ríflega tveimur mánaðargreiðslum fyrir vaxtahækkun. Telur FME söguna benda til vaxtahækkana. að endurákvörðun vaxta. Það er ljóst að yfirgnæf- andi líkur eru á því að þeir verði hærri og í mínum huga gætu vextir vel orðið 1-3% hærri en í dag.“ Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá eigna- stýringarfyrirtækinu Júpíter, telur „ekki loku fyr- ir það skotið að Seðlabankinn hækki stýrivexti í 7-8%“. „Það gæti þýtt um og yfir 10% nafnvexti af óverðtryggðum lánum. Ég myndi telja að skýr minnihluti lántakenda myndi ráða við slíka vexti.“ Styrmir telur að þessi hópur gæti þurft ný úrræði. MFari varlega í óverðtryggð lán »23 Lántakendur varaðir við  Fjármálaeftirlitið hvetur neytendur til að fara gætilega í óverðtryggðum lánum  Sagan bendi til vaxtahækkana  Sérfræðingur telur líkur á nýjum skuldavanda Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs, telur miklar líkur á að vextir hækki. „Yfirgnæfandi líkur“ á vaxtahækkun „Miðað við þau vaxtakjör sem bjóðast í dag eru allar líkur á því að vextir verði hærri þegar kemur „Miðað við þau vaxtakjör sem bjóðast í dag … gætu vextir vel orðið 1-3% hærri en í dag.“ Sigurður Erlingsson Heildarútlán óverðtryggðra lána til heimila í milljónum kr. 2009 2010 2011 99 .0 4 8 13 4. 0 0 4 21 9. 75 4 Heimild: Seðlabanki Íslands Áttunda og nýjasta plata Sigur Rósar, Valtari, kom út í gær en hún er fyrsta breiðskífa sveit- arinnar frá því Með suð í eyrum við spilum endalaust kom út fyrir fjórum árum. Platan kemur út á heimsvísu á mánudag, fyrir utan Bandaríkin, þar sem hún kemur í verslanir á þriðjudag. Að sögn Kára Sturlu- sonar, sem starfar fyrir hljóm- sveitina, var ákveðið að flýta út- gáfu plötunnar hér á landi vegna annars í hvítasunnu, sem er á mánudag. Afrituð ólöglega í flugvél Sjóræningjaútgáfu af plötunni var lekið á netið fyrr í vor og var uppruni hennar rakinn til flugvéla Icelandair, en farþegar félagsins gátu fyrstir hlustað á plötuna í af- þreyingarkerfi þess. „Svo virðist sem einhver farþegi hafi einhvern veginn náð að taka plötuna upp og lekið henni svo á netið,“ segir Kári. Lekinn hafi hins vegar ekki ver- ið alvarlegur eða líklegur til að hafa áhrif á sölu plötunnar þar sem upptakan hafi verið hræðileg og endurspegli ekki plötuna í raun. „Gott ef það voru ekki flugvélar- drunur inni á upptökunni líka! Í raun vorum við ekkert að æsa okk- ur eftir að við heyrðum upptök- urnar,“ segir Kári. Meðlimir Sigur Rósar eru í við- tali við Sunnudagsmoggann í dag í tilefni af útgáfu Valtara. Flugfarþegi lak plötu á netið  Nýjasta plata Sigur Rósar komin út  Platan afrituð í vél Icelandair og lekið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íslensk stjórnvöld hafa komið al- varlegum athugasemdum á fram- færi við sendiherra Rússlands á Ís- landi vegna karfaveiða Rússa á Reykjanes- hrygg. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, og sagði að verið væri að íhuga frekari aðgerðir. Sigurgeir sagði að í undirbúningi væru viðræður á milli ríkjanna um lausn málsins. Vonast væri til að fundur yrði haldinn innan tveggja vikna. Ekki aðilar að samkomulagi um stjórnun veiðanna Karfastofnar á Reykjaneshrygg hafa minnkað mjög á síðustu árum og hafa Ísland, Færeyjar og Græn- land, ásamt Evrópusambandinu og Noregi, gert með sér samkomulag um verulegan samdrátt á veiðum úr þessum stofnum. Rússar hafa ekki gerst aðilar að þessu sam- komulagi og hafa tekið sér rúmlega 29 þúsund tonna kvóta á svæðinu í ár. Ef þeir væru aðilar að sam- komulagi um stjórnun veiðanna hefðu um 6.700 tonn komið í þeirra hlut. Íslenskir útvegsmenn sendu sjávarútvegsráðherra tilmæli í fyrrasumar um að rússneskum frystiskipum yrði bannað að landa karfa af Reykjaneshrygg og um- skipa í flutningaskip í Hafnarfirði. Athuga- semdir við Rússa  Karfaveiðar rædd- ar við sendiherrann Umferð var áberandi meiri um Borgarnes síðdegis í gær í aðdraganda hvítasunnuhelgar en verið hefur undanfarnar helgar, að sögn lögregl- unnar. Umferðarstraumurinn lá að sunnan og norður og vestur á land. Veður var þó fremur leiðinlegt þar um slóðir, rok og rigning. Umferð um Selfoss gekk greiðlega í gær, að sögn lögreglunnar þar í bæ, og ekkert um- ferðaröngþveiti eins og stundum vill myndast á Austurvegi. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Margir á leið út á land um hvítasunnuhelgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.