Helgafell - 01.09.1942, Side 32

Helgafell - 01.09.1942, Side 32
Jón Óskar: Symfonia pastorale Þessi litla hversdagslega saga er skrifuð til þess, að atburSur, sem skeSi einhvern tíma í vetur, sé ekki aS hring- sóla fram og aftur x höfSinu á mér og þvælast fyrir öSru. ÞaS var sem sé einn drottinsdag, er ég gekk um göt- urnar í ósjálegum frakka og fyrirleit sjálfan mig vegna tösku, sem ég hafSi undir handleggnum, en í henni voru reikningar á ýmsa kaupmenn í bæn- um, frá verksmiSju, sem ekki full- nægSi eftirspurninni og fékk þess- vegna okurreikninga sína greidda um- yrSalaust. Þá kynntist ég því, hvernig skrifstofur ýmissa stofnana fyllast af slíkum mönnum, sem koma meS út- troSnar töskur, draga upp úr þeim bréfsnepla og vilja fá peninga fyrir sneplana. — En sem ég er aS blaSa í töskunni minni, verSur fyrir mér reikn- ingur, stílaSur á forstjóra eins stærsta samkomuhúss bæjarins, þar sem haldnir eru dansleikir og allskyns samkomur, gleSiveizlur, kveSjusamsæti og móttökuhátíSir. — Og í hinum víSu sölum getur fólkiS setiS og drukkiS kaffi, eSa annaS, sem þaS kynni aS langa til aS drekka, og svo getur þaS hlustaS á leik hljómsveitarinnar og dansaS eftir vild. En þá er ég dreg reikninginn upp úr töskunni, sé ég, aS eitthvaS er páraS meS blýanti á ann- aS upphorniS. Þar stendur: Frá 5—6. ÞaS táknar, aS forstjóri þessi sé viS frá kl. 5 til 6. Ég sting þá reikningnum niSur í töskuna aftur og labba heim í hús mitt. FyrirgefiS! — ég á ekkert hús, en ég á píanó í húsinu, og þess vegna finnst mér þaS vera mitt hús. — Já, ég labba sem sé heim í hús mitt, fleygi töskunni út í horn og fer aS æfa Fantasíu eftir Hándel, sem kennari minn hafSi þrisvar látiS mig æfa upp aftur. Ég æfSi Fantasíuna, þangaS til ég var uppgefinn. En mér gekk erfiSlega; ég stóS upp í þungu skapi og sagSi viS móSur mína, sem stóS í dyrunum: Hvers vegna var ég ekki fyrr látinn byrja aS læra ? Ég ætla aldrei aS geta leikiS þessa Fanta- síu. En móSir mín hristi höfuSiS og benti mér á innheimtutöskuna, sem lá úti í horni. ÆtlaSi ég ekki aS hitta einhvern mann milli 5 og 6 ? Ég þreif töskuna og gekk út þungt hugsandi. ÞaS var ágætt veSur, og yfir bænum sveimuSu nokkrir fuglar, heldur silalega fannst mér. En ég var þungt hugsandi og gekk löturhægt. — Svo stend ég fyr- ir framan dyr forstjórans í hinni mynd- arlegu byggingu og ber kurteislega á dyr. — Kom inn! er sagt. — En þegar ég opna dyrnar líkt og

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.