Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 52

Helgafell - 01.09.1942, Qupperneq 52
280 HELGAFELL sér fara. Ég hef jafnvel heyrt getið þess, að menn hafi tekið Sult úr ,,heimilisbókasafninu“, af því að þeir vildu ekki, að unglingar á heimili þeirra næðu í bókina og læsu þessa frásögn. Með þessu eru auðvitað ekki bornar brigður á listgildi þessa skáld- verks, þótt vafi leiki á, hvort það eigi af þeirri ástæðu að liggja á glámbekk á hverju heimili fyrir unglingum af þessari ástæðu. Þýðingaval og þjóðmenning Mér finnst skortur á menningar- skilningi umræddrar útgáfustjórnar koma greinilegast fram í því, hve mjög henni hefur mistekizt í vali þeirra erlendra bóka, sem hún hefur látið þýða. Það er ekki eins vandalít- ið og sumir ætla, að velja heppilegar bækur til þýðingar, einkum þegar þær eru ætlaðar allri alþýðu manna. Það er engan veginn einhlítt að styðj- ast eingöngu við erlent mat á bókun- um í þessu efni. Þetta nær jafnvel til klassiskra eða sígildra rita, því að rit eru sígild af ýmsum ástæðum og í ýmsum skilningi. Mörg þeirra rita, sem sígild eru í raun og sannlejka, eru ekki við alþýðuhæfi. Ef lestur þeirra á að koma að notum, krefst hann meiri þekkingar og skilnings en al- menningur hefur til brunns að bera og meiri andlegrar áreynslu en hann er fær um að láta í té. Þótt t. d. eitthvert alþýðlegt fræðirit hafi náð miklum vinsældum erlendis, er alls ekki víst, eins og reynslan líka sýnir, að það sé vel fallið til þýðingar handa íslenzk- um almenningi. Fyrst og fremst ligg- ur til þessa sú ástæða, að erlend al- þýðumenning er talsvert ólík þjóð- menningu íslendinga. Franski eða þýzki alþýðumaðurinn hefur tileinkað sér ýmiskonar þekkingu, sem íslenzka alþýðumanninn skortir, og öfugt. Hinum erlenda manni eru töm mörg fræðileg hugtök, sem íslendingurinn hefur aldrei heyrt nefnd á nafn. Þetta er eðlilegt, þvx að tunga vor er enn næsta snauð af almennum fræðileg- um hugtökum. Á hinn bóginn stendur íslenzk alþýða sjálfsagt jafnfætis al- þýðu í flestum löndum að því leyti, að hún gerir ekki lægri kröfur til ljósrar efnisskipunar og framsetningar og hef- ur ef til vill þroskaðri málsmekk. Hinn erlendi alþýðumaður og hinn íslenzki alþýðumaður hafa því ekki sama grundvöll þekkingar og skilnings. Þexr hafa ef til vill sambœrilega menningu, en ekki sömu menningu. Þess vegna er ekki hægt að flytja menninguna landa á milli eins og dauðan hlut. Við þetta bætast svo þýðingarörðugleikar, sem stafa einkum af því, að íslenzkan á ekki orð yfir mörg algeng fræðileg hugtök. Þótt smíða megi nýyrði yfir mörg þessara hugtaka, eru þau al- menningi lengi ótöm og torskilin, enda sum óþjál og ósmekkleg. í mörg- um þýðingum kveður allmjög að mis- notkun nýyrða. Þegar til er í málinu gamalt og gott orð yfir hugtakið, er ný- yrðið óþarft. Sum slík nýyrði eru ein tegund málspillingar og eiga rót sína að rekja til vankunnáttu höfundar þeirra í móðurmálinu. Af öllu þessu leiðir, að oftast er miklu vænlegra til árangurs að frumsemja alþýðlegar fræðibækur en þýða. Hugsunin verð- ur frjálsari og skýrari og fellur betur við íslenzka tungu, menningu og stað- hætti en þýdda bókin. Frumsamdar fræðibækur, en ekki þýddar! Á vegum Menningarsjóðs hafa komið út tvær þýddar fræðibækur: MarkmiS og leiðir eftir Aldous Hux- ley og Um mannjélagsjrœÖi eftir J. Rumney. Um fyrrnefndu bókina hafa spunnizt allmikil skrif, og kom þar yf- irleitt fram talsverð óánægja. Að mín-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.