Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 16

Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 16
14 HELGAFELL á svissneska fjallakofa, og stórir steinar á þekjunni. Snoturt kirkjukríli stendur þar á bjargi, sem af náttúrunnar höndum er rennislétt og álíka breitt og væn gata í stórborg, en til beggja hlið'a rísa töluvert háar kletta- borgir. llm nóttina sváfum við í skipinu og hvorki áhyggjur né annað raskaði ró okkar. Árla næsta morguns lögðum við af stað til Þórshafnar, en hún er sú eiria mannabyggð, sem kalla mætti bæ, og þar eiga dönsku yfirvöldin heirna. Skipinu tókst blessunarlega að þræða leiðina og lagðist að bryggju undir kvöldið. Við gengum á land og reyndum að' litast um, þótt þoka væri all- dimm. Þetta var óhreinn bær; alls staðar var fiskur og margs konar af- brigði fisklyktar — fiskur í körfum, fiskur í keröldum, fiskur hangandi til þerris, fiskhrúgur í ámum, stráðar grófu salti. Við fórum inn í veitingahúsið til þess að losna við óþefinn. Það virtist vera samkomustaður og drykkju- krá embættsmannanna og þeirra, sem höfðu póstskipin og veiðiflotann á sínum vegum. Þarna rákumst við á skipstjórann, sem skilinn hafði verið eftir vegna sjúkleika. Hann var glaðlegur maður og lék nú við hvern sinn fingur. Skæð- ar tungur töldu sjúkdóm hans löngun í brennivín, og lét hann vissulega ekk- ert tækifæri ónotað til þess að færa sönnur á þann orðróm. Morguninn eftir fórum við frá Þórshöfn; eins og við höfðum vænzt, tók nú hinn óþreytti og endurnærði skipstjóri til við sína fyrri iðju, og að skammri stundu liðinni renndi hann skipinu upp á klettana við Straumey. Á var þessi eilífa þoka, sem grúfir yfir Færeyjum, þegar ekki er ofsarok til þess að feykja henni burtu. Að vísu var í þetta skipti fremur um mistur að ræða en myrkvaþoku, og sjórinn var sléttur eins og tjörn. Skipið hafði lent í hallandi urð við rætur lítils kletts og lá dálítið á þá hliðina, sem vissi til hafs. Það var undir eins Ijóst, að hvað sem í skærist, gæfist þó tóm til að setja bátana á flot. Þetta var gert, en reyndist óþarft, þar eð nokkrir fiskibátar komu á vettvang og buðu aðstoð sína, og til allrar hamingju var aðfall. Á þilfarinu var því líkast um að litast sem nú ætti að sýna skipreikann í „Storminum“ eftir Shakespeare, og vil ég taka fram, að ég átti engan þátt í þessum leiksviðsútbúnaði. Nú gekk mikið á; kaðlar voru leystir, björgunarbeltum útbýtt, en skipstjóri og stýrimaður helltu skömmunum hvor yfir annan og viðhöfðu bersýnilega þau orð, sem dönsk tunga átti kröftugust í fórum sínum. Við bjuggumst við pústrum, en af þeim varð þó eigi. Þegar þeir voru orðnir þreyttir á bölbænunum, gengu þeir undir þiljur og drekktu fjandskapnum í dýrum veigum. Mitt í öllum þessum gauragangi sátu íslenzku konurnar hinar rólegustu í reyksalnum og skröfuðu hver við aðra eða þá við þernuna og skozka sam- ferðamanninn okkar. Skipstjóranum var nú runnin reiðin og í augnabliks- léttúð settist hann á hné Skotans, en Skotinn reis þá svo snöggt á fætur, að skipstjórabjáninn datt kylliflatur á gólfið. Meðan á þessum smáskemmtunum stóð, hafði ástand skipsins verið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.