Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 61

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 61
BÓKMENNTIR 59 Hún móðir þín megnar svo lítið að mýkja og græða sár. En bænir í einrúmi ber hún fram og blessun og þökk og tár. Og í Ijóði eftir manninn hennar, Þorlák Jónsson frá Helluvaði, eru þessar vísur: Gafstu mér hlut í sælu sumranna, sýndir mér kosti og fegurð allra manna. Lék ég \dð minjar, óm frá okkar vori, angandi rós í hverju spori. Engu er lokið, ástin þín sem fyrrum umvefur mig á heiðum aftni kyrrum. Maetumst í bæn við barna okkar rekkjur, brostinn er hvorki stór né lítill hlekk- ur. Bókin er hollur lestur ungum og gömlum vegna hins andlega andrúms- lofts, sem um hana leikur við' lsetur- inn. Ég er þakklátur að hafa komizt í kynni við þessa ágætu bók. Gestaboð um nótt Einar Bragi — Prentsmiðjan Hól- ar 1953 Það er gax.an að fá nýja íslenzka kvæðabók til ui.nsagnar og geta sagt að lestri loknum: Þetta er góð bók. Einar Bragi kann að yrkja ljóð, og hann er það gagnrýninn og það mik- ill smekkmaður á kveðskap, að hann lætur ekki frá sér fara lélega kveðin kvæði. Kvæði hans bera flest vott um nostursama vandvirkni og strangar hröfur til máls og forms. Hann er ljóð- rænt skáld, hrynjandi kvæða hans nijúk og músik er þar í. Honum hef- ur verið borið á bryn, að hann íðkaOi um of list sína listarinnar vegna í stað þess að skipa ser a bekk striðandi skálda, en ég held, að það sé mis- skilningur bæði a skaldskap Einars Braga og skáldskap yfirleitt að heimta af honucn, að hann yrki öðruvisi en gerir. ICvæðið Haustljóð á vori 1951 byrj- ar svo : Ein flýgur sönglaust til suðurs, þótt sumartíð nálgist, lóan frá litverpu túni og lyngmóa fölum, þytlausum vængjum fer vindur um víðirunn gráan. — Hvað veldur sorg þeirri sáru, svanur á báru ? Sársaukinn í þessu litla, mjúka ljóði snertir mig dýpra en stuðluð storyrði um landsölu og landráð. Létt og leik- andi er fyrsta ljóð bókarinnar. Gesta- boð um nótt, er endar svo : Ó ég legði allt að veði til að líf af þessu tæi færi eldi um allar jarðir allar sveitir alla bæi þótt ég dæi síðan dæi. Vel ort eru Haustmynd, Sumarvísa, Jólaljóð og Heim, en nokkur rímuðu ljóðanna eru léttmeti, og yfirleitt eru þau ekki stórbrotin. Kvæðið Hestavísur er ort undir greinilegum áhrifum frá hinu fræga Vögguljóði García Lorca, og víðar gætir erlendra áhrifa í kvæðabokinm, enda ekki furða um ungt skáld, sem dvalizt hefur langdvölum erlendis. Nokkrar ljóðaþýðingar eru í bokinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.