Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 58
56
HELGAFELL
Skemmdarverkum linnir ennþá eigi
í Indó-Kína. Og litlu betra er hér:
Grænklæddur dáti á labbi á Laugavegi
tók lítiS meyjarhjarta á brott með sér.
Kvæðin Kaþólskt ljóð og Á Þjóð-
minjasafninu eru bæði vel ort, það síð-
arnefnda það vel að ekki skyldi geng-
ið fram hjá því ef tekiS yrði saman
safn úrvalskvæða íslenzkra frá síðustu
tveimur áratugum.
SíSasta kvæði bókarinar er ort 1949
og er órímað ljóð. ÞaS byrjar svo:
I heitu myrkri líkamans
byrjar ferð vor
án þess vér vitum
hvert vegurin liggur.
og lokaorð þess eru:
1 köldu myrkri jarðarinnar
endar ferð vor
og vér vitum ekki lengur
að þessi ferð var farin.
Halldóra B. Bjömsson virðist enn
vera vaxandi skáld.
Maður og mold
Skáldsaga. Sóley í Hlíð — Bóka-
útgáfan Norðri.
Höfundurinn gefur til kynna
snemma í bókinni, hvaða stjórnmála-
skoðun maður eigi ekki að hafa, eða
réttara sagt bendir á það, hvaða
stjórnmálaflokki þeir tilheyra, sem
ráðast alltént á „saklaust“ fólk.
Það fyrsta, sem maður kemur auga
á er það, hvað málið' á bókinni er lip-
urt. Stíllinn er hvergi glæsilegur eins
og eðlilegt er í sögu, sem eltki rís
hærra en Maður og mold. Sagan er
um hversdagslíf í sveit. A bænum
Fellsási er auðvitað sími og sagan
hefst á því að bóndasonurinn, Einar
Pálsson, er á leið heim til sín í nýjum
jeppa. Lýsingin á bænum minnir á
hús í kaupstað. Einar er stúdent úr
Reykjavík, en vill heldur búa í sveit,
en fara á Háskólann. Páll bóndi er
kominn að fótum fram, en Asta kona
hans er enn á bezta skeiði þegar sagan
hefst. Spennandi þríleikur er á milli
Einars, Ingu og Gríms. Leikurinn er
ójafn, því að Grímur er fylliraftur, en
Einar stúdent. Lýsingin á Ástu hús-
freyju á Fellsási finnst mér bezta per-
sónulýsingin. Mikið ber á því að per-
sónur sögunnar tjái sig um of í sam-
tölunum, það' gerir söguna óeðlilegri
en efni standa til.
Þessi saga gæti vel gengið sem fram-
haldssaga í Hjemmet eða Tímanum.
Eg vil að lokum geta þess, að sagan
er laus við humor.
Steingerður
Elinborg Lárusdóttir — Bókaút-
gáfan Norðri 1947.
Hér er vel sögð saga, þótt ekki sé
hún ákaflega uppbyggileg né lær-
dómsrík. Maður minnist gamallar
konu, sem dillaði manni á hné sínu
og reyndi að hafa af fyrir manni, þeg-
ar maður var óþægur. Þá var líka eig-
inlega sama, hvað sagt var — maður
sefaðist og róaðist og sofnaði að lok-
um. Nokkuð' er líkt um þessa bók.
Frásögnin er mjög geðþekk og hisp-
urslaus, en bókin er of löng, og loks
fer manni að leiðast þessi Steingerður
þar, Steingerður hér og Steingerður
hvar sem er. Steingerður er auðvitað
prýðiskona, en að endingu verður les-
andi þreyttur á heimilislífinu í Norð-
urhlíð, og Símon, sem stakk af, verð-
ur manni skiljanlegur. Ég hefði farið
líka.
Þessi bók er yfirleitt engan veginn