Helgafell - 01.12.1953, Síða 58

Helgafell - 01.12.1953, Síða 58
56 HELGAFELL Skemmdarverkum linnir ennþá eigi í Indó-Kína. Og litlu betra er hér: Grænklæddur dáti á labbi á Laugavegi tók lítiS meyjarhjarta á brott með sér. Kvæðin Kaþólskt ljóð og Á Þjóð- minjasafninu eru bæði vel ort, það síð- arnefnda það vel að ekki skyldi geng- ið fram hjá því ef tekiS yrði saman safn úrvalskvæða íslenzkra frá síðustu tveimur áratugum. SíSasta kvæði bókarinar er ort 1949 og er órímað ljóð. ÞaS byrjar svo: I heitu myrkri líkamans byrjar ferð vor án þess vér vitum hvert vegurin liggur. og lokaorð þess eru: 1 köldu myrkri jarðarinnar endar ferð vor og vér vitum ekki lengur að þessi ferð var farin. Halldóra B. Bjömsson virðist enn vera vaxandi skáld. Maður og mold Skáldsaga. Sóley í Hlíð — Bóka- útgáfan Norðri. Höfundurinn gefur til kynna snemma í bókinni, hvaða stjórnmála- skoðun maður eigi ekki að hafa, eða réttara sagt bendir á það, hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyra, sem ráðast alltént á „saklaust“ fólk. Það fyrsta, sem maður kemur auga á er það, hvað málið' á bókinni er lip- urt. Stíllinn er hvergi glæsilegur eins og eðlilegt er í sögu, sem eltki rís hærra en Maður og mold. Sagan er um hversdagslíf í sveit. A bænum Fellsási er auðvitað sími og sagan hefst á því að bóndasonurinn, Einar Pálsson, er á leið heim til sín í nýjum jeppa. Lýsingin á bænum minnir á hús í kaupstað. Einar er stúdent úr Reykjavík, en vill heldur búa í sveit, en fara á Háskólann. Páll bóndi er kominn að fótum fram, en Asta kona hans er enn á bezta skeiði þegar sagan hefst. Spennandi þríleikur er á milli Einars, Ingu og Gríms. Leikurinn er ójafn, því að Grímur er fylliraftur, en Einar stúdent. Lýsingin á Ástu hús- freyju á Fellsási finnst mér bezta per- sónulýsingin. Mikið ber á því að per- sónur sögunnar tjái sig um of í sam- tölunum, það' gerir söguna óeðlilegri en efni standa til. Þessi saga gæti vel gengið sem fram- haldssaga í Hjemmet eða Tímanum. Eg vil að lokum geta þess, að sagan er laus við humor. Steingerður Elinborg Lárusdóttir — Bókaút- gáfan Norðri 1947. Hér er vel sögð saga, þótt ekki sé hún ákaflega uppbyggileg né lær- dómsrík. Maður minnist gamallar konu, sem dillaði manni á hné sínu og reyndi að hafa af fyrir manni, þeg- ar maður var óþægur. Þá var líka eig- inlega sama, hvað sagt var — maður sefaðist og róaðist og sofnaði að lok- um. Nokkuð' er líkt um þessa bók. Frásögnin er mjög geðþekk og hisp- urslaus, en bókin er of löng, og loks fer manni að leiðast þessi Steingerður þar, Steingerður hér og Steingerður hvar sem er. Steingerður er auðvitað prýðiskona, en að endingu verður les- andi þreyttur á heimilislífinu í Norð- urhlíð, og Símon, sem stakk af, verð- ur manni skiljanlegur. Ég hefði farið líka. Þessi bók er yfirleitt engan veginn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.