Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 28
26
HELGAFELL
staðreynda. Við þurfum að eignazt
staðreyndabók (source-book) íslenzkr-
ar sögu. í því riti á að vera úrval heim-
ilda um sögu þjóðarinnar og gerð grein
fyrir því, hvernig við vitum það, sem
við vitum. Síðan maetti gefa út hug-
leiðingabók með yfirliti um kenningar
þeirra andans manna, sem alltaf vilja
barna söguna. 1 ættfræði þurfum við
að eignast ættfræðirit, þar sem ein-
ungis eru birtar óyggjandi ættaskrár,
og í bókmenntasögunni er nauðsynlegt
að halda áfram á sömu braut og Jón
Helgason fetar í ritgerðinni um skáld-
skapinn. Hingað til hafa fáir íslenzk-
ir fræðimenn tamið sér ströng vísinda-
leg vinnubrögð; þess vegna m. a. geta
alls konar loddarar riðið hér húsum og
orðið spámenn lýðsins. Rit Jóns
Helgasonar þyrfti að koma sem fyrst
út á íslenzku, til þess að áttaviltir
fræðimenn eignuðust glæsilega fyrir-
m.ynd við störf sín.
Nú skal ég sýna þér nokkuð,
sem nýtt er svo litlum kút.
Við skulum ganga fram göngin
og gægjast um dyrnar út.
Þeir geta þröskuldinn sigrað,
sem þrauka fast við sinn keip.
En vertu aðgætinn, vinur,
því varinhellan er sleip.
Og svo koma þyngri þrautir.
Sko, þetta er nú, kútur minn,
hin viðsjála, stóra veröld.
Æ, við skulum koma inn.
Kristján Einarsson
jrá Djúpalœk