Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 53
BÓKMENNTIR
51
Mest er vert, að' vitið
vísu liverja treysti,
helzt þarf og frá hjarta
að hrökkva agnarneisti
inn í ljóðsins auga;
augað samt ei má
vökna, — því að vikna
vaskra rödd ei má.
Vera kann að ljóðagerð hans hafi
goldið þessa fjöturs, sem hann hefur
á tilfinningar sínar lagt. M. a. mun
það nokkru valda um það hvað hann
endurnýjar lítt ljóðaform sitt. Fyrsta
bók hans, Snæljós, gaf miklar vonir
um Jakob Thorarensen sem skáld.
Hann hefur uppfyllt þær vonir, en
ekki farið fram úr þeim. Á það að
nokkru rót sína í því, hve bundinn
hann hefur verið fortíðinni, eða þjóð-
skáldum 19. aldar, að efni og formi.
■Þetta veldur e. t. v. einnig nokkru um
þnð, hversu stirðmáll hann er stund-
nm. Hann er oft kjarnyrtur og oft
fornlegri í mál en flest önnur samtíma
Ijóðskáld.
Jakob Thorarensen hefur í ljóðum
sinum verið traustur stofn með rætur
Hjúpt í fortíðinni, vaxinn upp í beinu
h'amhaldi af bókmenntum 19. aldar-
mnar. Þess vegna, m. a. hefur hann
utt vinsældum að fagna meðal þjóðar-
mnar, ekki hvað sízt með'al eldri kyn-
slóðarinnar. En fleira kemur þar vit-
anlega til greina, svo sem glettni hans
°g kaldhæðni, hreystilegt lífsviðhorf,
þó ekki kuldalegt, nema stundum
a yfirborðinu, því að' undir slær alltaf
hlýtt hjarta. Hann velur sér líka al-
býðleg yrkisefni og hann fer ekki í
manngreinarálit. Höfðingjann metur
jiann ekki meira en húskarlinn og í
væðinu Forkólfur (í Hrímnætur)
regður hann upp mynd af forystu-
manni, slíkum sem við, því miður,
þekkjum allt of vel. Tvær síðustu vís-
urnar eru þannig:
Að lokum gliðnaði öll sýnin sundur,
þá sá þau undur,
að landið allt var í leiðum þústum
og ljótum rústum.
Þá gekk hann burt. — Hann var
greindur kveðinn.
En guð er beðinn
að ljá oss vernd fyrir voða sönnum
af vindgagnsmönnum.
Og þá væri kannske ekki heldur úr
vegi nú á tímum að minna á það, sem
hann segir í kvæðinu Bólstrar:
Þá er slakað á dáðum og slokknandi
heill,
ef að sljóvgast það arfgenga skap,
að kaupa hvern vinning með verðleik-
um hám,
en að' varast allt dreggjanna snap.
Vinnist lýðfylgið bezt, þeim sem Ijúga
hér mest,
þá mun lítið á djúpmiðin sótt.
Þegar fláttskapur hæst lyftir fyrðum
til vegs,
þá er framundan glötunar nótt.
Enda þótt Jakob Thorarensen hafi
hlotið vinsældir fyrir ljóð sín, þá hefur
hann samt hlotið sízt minni vinsældir
fyrir smásögur sínar. Fyrsta smá-
sagnasafn hans, Fleygar stundir, kom
út 1929. í því eru 6 sögur, sem eru
allmisjafnar að gæðum. Ilmur vatn-
anna er ágæt saga, en þó tæplega nógu
samþjöppuð. Ilið sama má segja um
Viðsjár talnanna, sem fjallar skemmti-
lega um efni það, sem í nafni hennar