Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 42

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 42
40 HELGAFELL Þá var ég í smalamennsku, fjórtán ára. Eg fékk hana léSa, og var hún lesin í Miðfelli. Einhverntíma rétt á eftir að búiS var aS lesa Njálu, hitti ég stelpu í Dalbæ og sagSi: ,,Er nú ekkert lesiS hjá ykkur núna?“ „Jú“, svaraði hún. „ÞaS er búið að lesa sögu af fornmanni. Hún var keypt í sumar af bóksölumanni, sem var á ferð“. „HvaS heitir hann, þessi fornmað- ur?“ spyr ég. „Hann heitir Egill Skallagrímsson“. Eg hafði aldrei heyrt hann nefndan fyrr og svara: „Hann hefur víst ekki verið mikill maður á móti Njálumönn- ?•• „Jú, hann var nú mikill maður“, svarar stelpan. „Jæja, ekki eins og Njálumenn“, segi ég. Þetta var að morgni dags. Eg flýtti mér heim og sagði: „ÞaS er kom- in saga að Dalbæ af einhverjum, sem heitir Egill Skallagrímsson. ÞaS er ný- búiS aS lesa hana“. Eftir morgunverS skreppur Einar fóstri minn að Dalbæ og kemur aftur meS Egilssögu. MeS honum kom maS- ur frá Dalbæ að fá Njálu“. Hjá þessari bókelsku þjóð, þar sem smalar og hlaupastelpur áttu saman bókmenntaviðræSur í hjásetunni, var bilið milli almúga og menntamanna ekki eins breitt né óyfirstíganlegt og með öðrum þjóðum. Hinir latínulærðu sveitastrákar BessastaSaskólans völdu að vísu ólærðum alþýðumönnuiai nafn- ið ,,dónar“, og sú nafngift fluttist með piltum' til Reykjavíkur lærða skóla. En þrátt fyrir þennan broslega latínuhroka menntamannanna, sem síðar elti þá inn í embættin og varð öllu hættu- legri þar, var hin lærða stétt Islands með alþýðlegri brag en í öðrum lönd- um. VirSingin fyrir mannviti og gáf- um er rík í íslenzkum kynstofni, svo að það þótti siðferðileg skylda að styrkja efnalitla en efnalega menn til mennta. Ógleymanleg er saga sú, sem séra Arni segir af því, er Hannes Þorsteins- son, síðar þjóðskjalavörður, kemur með fjárrekstur til Reykjavíkur, fátæk- ur og umkomulaus sveitamaður, en rekur ættir allra skólapilta á Mennta- skólablettinum: „Piltar gengu inn í bekkina. Þar varð þó ekkert af lestri. Allir hópuSust út í gluggann og horfðu á Hannes, sem hímdi eins og í leiðslu nokkur andartök aleinn eftir á blettin- um, norðan viS stíginn upp að skól- anum, nálægt miðja vega milli skóla- hússins og lækjarins. Svo gekk hann nokkur skref aftur og fram beint á móti 5. bekk, nam þá staðar eitt augnablik og leit í þungum þönkum upp til hins reisulega lærdómsseturs og hvarf síð- an niður stíginn og vestur skólabrú . MeS atfylgi skólapilta fékk Hannes síðan gengið menntaveginn, svo setn kunnugt er. Stundum bar það að vísu við, að menn sem brotizt höfðu til mennta úr mikilli fátækt gleymdu upp- runa sínuim og stétt, en séra Arni Þor- arinsson var ekki í þeim hópi. „Fjos- ið í MiSfelli“ fylgdi honum alla ævi. Af alþýðunni nam presturinn á Snæ- fellsnesi þá speki, er hann leitaði árang- urslaust aS í hópi stórmenna sögunnar. AlþýSuást séra Árna var þó jafnan laus viS þá tegund lítillætis, sem venjulega er ekki annað en dulbuinn hroki — hann snobbaði aldrei niður a við. Hann þekkti svo vel sálarlegar veilur síns alþýðlega upphafs, að hann gerði alþýðuna aldrei að skurðgoði sínu. En hann gerði sér ljósa grein fyr' ir mikilvægi hennar og stöðu í tilveru mannlegs félags. Því gat hann mælt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.