Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 56

Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 56
54 HELGAFELL ar merkileg fyrir þá sök, að hún var eins konar stefnusl^rárrit hins unga vísindamanns og háskólakennara. Um það leyti er Sigurður Nordal kom að háskólanum var hann ekki aðeins einn snjallasti kunnáttumaður á nor- ræn fræði, þeirra er þá voru uppi, heldur um leið einn fjölmenntaðasti íslenlingur í humaniora. Sérhæfing hans bar aldrei menntun hans ofurliði, norræn fræði urðu ekki í höndum hans afgirt vé, sem engir máttu augum líta aðrir en goðar vísindanna. Hitt var öllu heldur, að hann vildi veita þjóð- inni allri hlutdeild í niðurstöðum vís- indalegra rannsókna á sviði norrænna fræða. Hann vildi koma íslenzkum fræðirannsóknum ,,heim á bóndans bæ“. Þetta stafaði ekki einvörðungu af alþýðlegu lítillæti, heldur af þjóðar- nauðsyn Islendinga, svo sem þá var komið hugum þeirra. Sigurður Nordal var einn af þeim fáu menntamönnum, seim gerðu sér það ljóst á morgni íslenzks fullveldis, að steðja mundu að þjóð vorri ýmis menningarleg vandamál, sem til þessa höfðu ekki knúið svo fast dyra. Is- lenzka þjóðin varð að gera sér nokkra grein fyrir því, hvernig sambúðin yrði með íslenzkri menningu og erlendri í þeim heimi, sem var að skríða saman eftir heimsstyrjöldina. Heimurinn flæddi eins og stríður foss yfir hina nÝvýgðu fullvalda þjóð, og þá hlaut sú spurning að vakna, hvort við ætt- um að varðveita sjálfgróið tún okkar eða breyta því öllu í flag og gera okk- ur sáðsléttu að erlendum sið. Sigurður Nordal var allra manna lærðastur í íslenzkum og norrænum fræðum, en hann hafði einnig átt kost á því að kynna sér evrópska menningu, forna og nýja. Af þessu hvoru tveggja mun hann hafa fundið sér skylt að leggja orð í belg þegar sambúðarvanda- mál íslenzkrar og erlendrar menning- ar komst á dagskrá þjóðarinnar, enda hafði hann allan róminn til þess að á orð hans væri hlýtt. SigurðurNordal varð málsvari Uið- námsins í íslenzkri menningu. Hann eggjaði þjóðina til að varðveita sjálfa sig og það sem hún átti bezt, þegar er- lend vötn brystu yfir hana. Hann tok sér það verkefni á herðar að túlka á nýjan leik þann arf norrænna bók- mennta og menningar, er íslendingar höfðu ýmist skapað eða varðveitt, hann reyndi að vekjja réttmætt stolt með þjóðinni, svo að hún beygði ekki kné sín of djúpt fyrir hinum steigur- láta stónxannlega erlenda heimi. Þetta var því meiri nauðsyn sem hin alþýðlega ástundun íslenzkra fræða, hinn meðfæddi skilningur almennings á íslenzkri bókmennt var í rénun i sama mund og hið fornfálega bænda- þjóðfélag Islands tók að liðast í sund- ur. Sigurður Nordal reyndi að gera rannsóknir sínar á íslenzkum bok- menntuim og menningu svo úr garði, að almenningur mætti skilja, að ástundun þessa þjóðlega arfs væri ekki vísinda- legur unaður örfárra fræðimanna, heldur málefni, er bundið væri is- lenzkri þjóðartilveru. Völuspárútgáfa Sigurðar Nordal er eitt glæsilegasta dæmið um viðleitm hans til að veita íslenzkri alþýðu sýn inn í fegurðarheima bókmennta vorra. Hún hefur alla þá kosti, sem Nordal hefur orðið ágætastur af sem rithöf- undur: strangt vísindalegt taumhald a ritskýringu í einstökum atriðum, and- ríki og skarpskyggni í túlkun kvæðis- heildarinnar. Meginmál bókarinnar er Völuspá sjálf, samkvæmt texta K°n'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.