Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 41

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 41
BÖKMENNTIR 39 felli“ og ,,Suðursveit“, þá hefur þetta samíslenzka baksvið cnarkað lífsbrag beggja. Upp af samvinnu klerks og rit- höfundar spratt þetta einstæða ævi- sögurit. Svið ævisögu Árna Þórarinssonar er ekki ýkjavítt, enda var hann ekki víð- förull maður: suður og suðvesturland- ið. Hann er alinn upp í Hreppunum, cneð stutta viðdvöl í Flóa, síðan í Reykjavík, þar se>m hann settist í lærða skólann. Frá prófborði prestaskólans lá síðan leið hans á Snæfellsnes og þar ól hann allan sinn embættisaldur. Hann tók andvörpin í Reykjavík, elli- móður og dálítið ruglaður. En Árnes- sýsluna elskaði hann mest, smalinn og fjósastrákurinn í Miðfelli, og síðustu stundirnar sem hann lifði og önd hans blakti veikburða í sjúkrahúsinu á Sól- heimum, reikaði hugur hans til bernsku- sveitarinnar: ,,Þjórsá rennur hér fyrir utan gluggann. Það vill enginn ferja mig yfir hana. . . ‘, sagði hann við Þórberg Þórðarson síðasta daginn sem Peir hittust. Séra Árna Þórarinssyni var ekki að- eins gefið undarlegt minni, heldur einnig krítísk athyglisgáfa og óseðjandi forvitni um hagi manna og byggðar- ^aga bæði þes sa heims og annars. Ævi- saga hans er því óþrjótandi hafsjór af fróðleik um sögu samtíðar hans og Þjóðlíf þess íslands, sem nú er að m.estu sokkið í sæ. En því fer fjarri, ^ þetta sé dauður fróðleikstíningur, ''augur af samhengislausum staðreynd- urn. Ævisagan bregður upp máttugri T>ynd af þjóðarhögum og mannlífi á slandi um daga höfundarins. Mér ur til mikils efs, að til sé á einum stað 1 bókmenntum vorum slíkur urmull af , arplega teiknuðum manngerðum og 1 þessari ævisögu. Og hér er ekki ver- ið að fara í manngreinarálit, nema síð- ur sé. Á saima hátt og hver mannssál er annarri jöfn fyrir drottni dregur séra Árni upp myndir af samreiðarmönnum ævi sinnar með sama listræna hand- bragðinu, sýslumaður, prestur eða biskup skipa þar ekki hærri sess en umrenningurinn, nafnlaus niðursetn- ingurinn eða fjósastelpan. Þættirnir af Guðmundi dúllara og heilagri Signýju, sem talaði aldrei ,,um annað en Jesú Krist og dálítið um hesta“ eru dæmi um dráttlist höfundarins á sviði mann- fræðinnar, eða smámyndin af Einari Benediktssyni, hinum unga tann- hvassa, þrjózkulega snilling, er fund- uim þeirra bar fyrst saman. Þótt Árni Þórarinsson gengi mennta- veginn gleymdi hann aldrei uppruna sínum: ,,fjósinu í Mi8Jelli“. Hann var borinn í íslenzkri alþýðufátækt 19. aldar, lífsörbirgð, sem hélzt fraim á 3. áratug hinnar 20., en stríðsárakynslóð- in fær vart skilið. Með einni setningu er brugðið ljósi á þessa öreign íslenzkr- ar alþýðu: ,,í Miðfelli þótti svo mikið fataslit að leika sér, að það var bannað að fara í leiki“. En þótt flíkurnar væru fáar var fjörefnaskorturinn enn sárari: „Bjarna var falinn sá starfi, þegar við áttum heima á Stórahrauni að lesa á kvöldin Faðirvorið með yngri börnun- um. 1 því að hann hafði haft yfir fyrir þeim setninguna: ,,Faðir vor . . . gef oss í dag vort daglegt brauð“, þá gullu þau við: ,,Og smjör líka, pabbi, og smjör líka pabbi!“ Við þessa efnalegu örbirgð bættist bókaskorturinn hjá hinni bókglöðu þjóð, sem átti sínar sælustu stundir í félagsskap við hið ritaða orð. 1 bernskuminningu séra Árna um vökulesturinn er fólgin heil menningarsaga íslenzku þjóðarinnar: ,,Njálu sá ég fyrst á Sóleyjarbakka. . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.