Helgafell - 01.12.1953, Page 41

Helgafell - 01.12.1953, Page 41
BÖKMENNTIR 39 felli“ og ,,Suðursveit“, þá hefur þetta samíslenzka baksvið cnarkað lífsbrag beggja. Upp af samvinnu klerks og rit- höfundar spratt þetta einstæða ævi- sögurit. Svið ævisögu Árna Þórarinssonar er ekki ýkjavítt, enda var hann ekki víð- förull maður: suður og suðvesturland- ið. Hann er alinn upp í Hreppunum, cneð stutta viðdvöl í Flóa, síðan í Reykjavík, þar se>m hann settist í lærða skólann. Frá prófborði prestaskólans lá síðan leið hans á Snæfellsnes og þar ól hann allan sinn embættisaldur. Hann tók andvörpin í Reykjavík, elli- móður og dálítið ruglaður. En Árnes- sýsluna elskaði hann mest, smalinn og fjósastrákurinn í Miðfelli, og síðustu stundirnar sem hann lifði og önd hans blakti veikburða í sjúkrahúsinu á Sól- heimum, reikaði hugur hans til bernsku- sveitarinnar: ,,Þjórsá rennur hér fyrir utan gluggann. Það vill enginn ferja mig yfir hana. . . ‘, sagði hann við Þórberg Þórðarson síðasta daginn sem Peir hittust. Séra Árna Þórarinssyni var ekki að- eins gefið undarlegt minni, heldur einnig krítísk athyglisgáfa og óseðjandi forvitni um hagi manna og byggðar- ^aga bæði þes sa heims og annars. Ævi- saga hans er því óþrjótandi hafsjór af fróðleik um sögu samtíðar hans og Þjóðlíf þess íslands, sem nú er að m.estu sokkið í sæ. En því fer fjarri, ^ þetta sé dauður fróðleikstíningur, ''augur af samhengislausum staðreynd- urn. Ævisagan bregður upp máttugri T>ynd af þjóðarhögum og mannlífi á slandi um daga höfundarins. Mér ur til mikils efs, að til sé á einum stað 1 bókmenntum vorum slíkur urmull af , arplega teiknuðum manngerðum og 1 þessari ævisögu. Og hér er ekki ver- ið að fara í manngreinarálit, nema síð- ur sé. Á saima hátt og hver mannssál er annarri jöfn fyrir drottni dregur séra Árni upp myndir af samreiðarmönnum ævi sinnar með sama listræna hand- bragðinu, sýslumaður, prestur eða biskup skipa þar ekki hærri sess en umrenningurinn, nafnlaus niðursetn- ingurinn eða fjósastelpan. Þættirnir af Guðmundi dúllara og heilagri Signýju, sem talaði aldrei ,,um annað en Jesú Krist og dálítið um hesta“ eru dæmi um dráttlist höfundarins á sviði mann- fræðinnar, eða smámyndin af Einari Benediktssyni, hinum unga tann- hvassa, þrjózkulega snilling, er fund- uim þeirra bar fyrst saman. Þótt Árni Þórarinsson gengi mennta- veginn gleymdi hann aldrei uppruna sínum: ,,fjósinu í Mi8Jelli“. Hann var borinn í íslenzkri alþýðufátækt 19. aldar, lífsörbirgð, sem hélzt fraim á 3. áratug hinnar 20., en stríðsárakynslóð- in fær vart skilið. Með einni setningu er brugðið ljósi á þessa öreign íslenzkr- ar alþýðu: ,,í Miðfelli þótti svo mikið fataslit að leika sér, að það var bannað að fara í leiki“. En þótt flíkurnar væru fáar var fjörefnaskorturinn enn sárari: „Bjarna var falinn sá starfi, þegar við áttum heima á Stórahrauni að lesa á kvöldin Faðirvorið með yngri börnun- um. 1 því að hann hafði haft yfir fyrir þeim setninguna: ,,Faðir vor . . . gef oss í dag vort daglegt brauð“, þá gullu þau við: ,,Og smjör líka, pabbi, og smjör líka pabbi!“ Við þessa efnalegu örbirgð bættist bókaskorturinn hjá hinni bókglöðu þjóð, sem átti sínar sælustu stundir í félagsskap við hið ritaða orð. 1 bernskuminningu séra Árna um vökulesturinn er fólgin heil menningarsaga íslenzku þjóðarinnar: ,,Njálu sá ég fyrst á Sóleyjarbakka. . .

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.