Helgafell - 01.12.1953, Page 49
BÓKMENNTIR
47
línu húsfreyju, unz hún féll í ó'.r.egin,
og reið loks heim að Hofgörðum til
Finnboga goða. Þar drakk Starkaður
brúðkaup sitt til Grírru Loftsdóttur í
óleyfi Finnboga bróður hennar.
Erpur og ísarr afráða þegar að fara
til íslands og jafna mábn, en verða þó
að bíða til vors. Fær þá Isarr föður
sinn lausan undir því yfirskyni, að
hann þurfi á liðveizlu hans að halda,
°g siglir hann með þeim til Islands.
Koi.r.a þeir við í Reykjavík og fá liðs-
auka hjá Má Hamalssyni, secn nú er
orðinn allsherjargoði, og einnig hjá
Hallveigu systur hans, sem gift er
Föfðingja austanfjalls, en ísarr hafði
áður átt vingott við. Ríður nú liðið
fyrst að Hofgörðum til þess að tryggja
ser liðveizlu Finnboga goða, og síðan
Fefst aðförin að Starkaði á Mánafelli.
Verður þar harður bardagi. Starkaður
Vegur Dagfer cnac Roth og heggur
Fönd af Vilmundi, áður en hann fell-
ur sjálfur fyrir sverði Isarrs. Eftir
það horfir friðvænlega í héraði, að
onnnsta kosti fyrst ucn sinn. Kvænist
nu Isarr Sunnefu frá Bárðarkoti, sem
raunar hefur heldur lítið komið við
S°8U, en birzt eins og ljósgeisli við og
við gegnum bókina alla. Ragnarök eru
liðin hjá, og getur nú skáldið lokið
Verki sínu.
Eins og sjá cr.á af þessu lauslega
a§ripi, er hér um spennandi og við-
Furðaríka skáldsögu að ræða, og er
Þú sjálfur söguþráðurinn cniklu flókn-
ari en hér hefur verið lýst, og persón-
ur fleiri. Allt er þetta gert af mikilli
unnáttu, eins og við írr.átti búast af
Þessum höfundi. Atburðarásin virðist
sjálfsögð, þótt ævintýraleg sé, og
n,annlýsingar eru ágætar — og þó
annske einkum kvenlýsingar. Aðal-
lnntak verksins er þó þroskasaga Is-
arrs, ganga hans gegnum þokuna
rauðu til bjartari heima, baráttan við
hin illu öfl í umhverfi hans og hans
eigin sál, og hin þrotlausa leit að skiln-
ingi og kærleika. Þeirri sögu verða
ekki gerð skil í stuttri grein. Hana
þarf að lesa orði til orðs, og hygg ég
að sá lestur verði mörgum minnisstæð-
ur.
Kristmann Guðmundsson gat sér
ungur frægð fyrir skáldsögur þær, sem
hann reit á norska tungu, enda fóru
þær víðar en títt er ucn íslenzka höf-
unda. Hinsvegar brestur enn nokkuð
á, að Islendingum hafi í heild gefizt
kostur þess að kynnast bókum þessa
öndvegishöfundar á hans eigin máli.
Nú mun þó senn verða úr þessu bætt
og er ekki vonum fyrr. Hefur nýlega
verið stofnað til heildarútgáfu á verk-
um skáldsins og er þess að vænta, að
henni verði haldið áfram. með verðugri
rausn og myndarbrag. Mun þá almenn-
ingi skiljast enn betur en áður, hver
hlutur Kristmanns er orðinn í íslenzk-
um nútíðarbókmenntum, og er þó
cr.est um það vert, að enn er hann í
stöðugri framför og vaxandi að ábyrgð-
artilfinningu og mannviti.
Svalt og bjart I og II
— Hrímnætur
Jakob Thorarensen — Helgafell
1946 og 1951.
Heimsstyrjaldarárin 1914-18 marka
nokkur skil í íslenzkri ljóðagerð, þótt
ekki sé það neitt í líkum mæli og þær
stórbreytingar, sem á þeim árum verða
í erlendum bókmenntum. Hér á landi
er ekki um að ræða neinar „eftir-
stríðs“-bókmenntir í þeim skilningi,
sem lagður er í þetta nafn erlendis.