Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 15
ISLANDSFERÐ
13
flaum, sem steypist þarna fram af og dreifist, að því er virðist, í örsmáa
dropa, áður en botni er náð. Þannig hagar til, að fossinn hvorki sést né
heyrist fyrr en komið er að honum, en yfir honum svífur léttur úði, sem
sjá má úr nokkrum fjarska. Umhverfis er allt vafið grængresi og gulum
sóleyjum.
Til Reykjavíkur fórum við syðri leið en við höfðum komið. Urðum við
að ríða þrjár straumharðar ár og reyndust þær fulldjúpar, þótt á grynn-
mgiun væri. I höfuðstaðnum bið'um við tvo daga eftir danska gufuskipinu
frá Akureyri, sem er næst-stærsti bærinn — 300 íbúar — og er í norður-
hluta landsins. Þegar það loksins kom, stigum við á skipsfjöl, en kvöddum
áður þá fáu góðkunningja, sem við höfðum eignazt, með orounum: „Sjáumst
síðar“. Það fylgir ekki mikill hugur máli í svona kveðjum!
Veð'ur var hið ákjósanlegasta og skyggni gott, svo að á leiðinni út
Faxaflóa gátum við virt Snæfellsjökul vel fyrir okkur. Snævi þakinn fjalls-
tindurinn naut sín vel á dökkum grunni himins og hafs. Þarna í flóanum
sáum við til hvalatorfu, sem lék sér í haffletinum og blés strókunum í
allar áttir.
Margir farþegar voru á skipinu, og ætluðu flestir til Kaupmannahafnar.
Meðal þeirra voru fjórar eða fimm konur, dálítið léttúðarlega klæddar, eins
og íslenzkum stúlkum er títt. Á þilfarinu var líka íslenzk refafjölskylda í
stíu, bersýnilega mestu grimmdarseggir, því að færi einhver hjá, skein óð-
ara í vígtennurnar. En ekki minnist ég þess, að á vegi mínum yrði hinn
„standeyrði íslenzki hundur“, sem Shakespeare talar um.
Einn farþeganna ætlaði til Vestmannaeyja, sem er dálítill eyjaklasi,
viðbjóo’slegur útlits. Þegar skipið nálgaðist, kom bátur fram undan klett-
unum, sem skyggðu á strönd aðaleyjunnar, og í honum fór maðurinn í
land. Þarna er nokkur byggð, en undarlegt er að nokkur skuli eyða ævinni
á þessu gróðurlausa skeri úti í Norður-Atlantshafi!
Síðla næsta dags komum við í nánd við Færeyjar, en þoka huldi eyj-
arnar, svo að skipstjórinn, nei, stýrimaðurinn, sem hafði skipstjórnina á
hendi (skipstjórinn hafði verið skilinn eftir í Þórshöfn vegna lasleika),
hægði ferðina. Brátt létu mávarnir til sín heyra og voru heldur stúrnir í
rómnum. Þeir voru vissulega ekki að spóka sig þarna, heldur í ströngustu
heimilisönnum. Það var okkur bending um að fara varlega.
Félagi minn horfði áhyggjufullur í kringum sig, en varð svo litið upp
og hrópaði: „Sko hvað er þetta?“ og ekki bar á öð'ru, þarna uppi sást þoku-
laus brún á kletti, sem hlaut að vera þverhníptur sjávarhamar. En stýri-
maðurinn þaut að talpípunni og kallaði: „Hálfa ferð“, og litlu síð'ar: „Fulla
ferð aftur á bak“. Þarna skall hurð nærri hælum. Nú kom fiskimaður á
báti, sem mjög líktist eintrjáningi villimanna, og spurði stýrimaðurinn
hann, hvar við værum staddir, en ekki veit ég, hvort hann græddi mikið á
því, þar sem orðaskipti þeirra fóru fram á dönsku.
Og hvort sem það var ætlunin eða einungis tilviljun, þá komumst við
að lokum til Klaksvíkur. Þorp þetta er nokkur lagleg en lítil hús, sem minna