Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 73

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 73
LISTIR 71 Lárus Pálsson hefur unnið með því að koma svo óhönduglegu verki á leik- svið. Víst mætti benda á, eins og tæpt hefur verið á, að ý.rds atriði mættu missa sig og önnur styttast, en spurn- ingin er þá, hvort leikritið hefði þá ekki srr.ám sacr.an lent í pappírskörf- unni. Armað rmál er það, að líklegast hefði mátt gera þokkalegasta leikrit úr efninu með því að leggja áherslu á rétt- arfarsatriðin, halda sig við hefðbundið form sjónleiksins, sleppa heiLmörgum aukapersónum og láta skáldsöguna al- veg eiga sig. Gremja höfundar út af réttarfarsástandinu í landinu, sem er látin réttlæta þennan reyfara, hefði ef leiksins og leggur hana á breiðar herð- ar tveggja eða þriggja aðalleikenda. I því ferst honum líkt og Henry Irving, sem tók á sínar herðar að gera skap- legt leikhúsverk úr reyfaranum ,,The Bells“, sem raunar minnir á ,,Valtý“, aðeins er þar borgarstjóri, sem kallað- ur er fyrir dómstól sinnar eigin sam- vizku en ekki sýslumaður. En því mið- ur, leikendur eru upp undir það 50 og ekki allir jafn herðabreiðir og Valur Gíslason, Jón Aðils og Gestur Páls- son. Skaplegasta persóna kvöldsins var klerkurinn, bæði frá hendi höfundar og í meðferð Jóns Aðils, skapgerð sýslumannsins er eins og glompótt flík, en Valur bar hana vel uppi og hafði aðferð Don Ranudos til að leyna gloppunum. Erfiðast átti Gestur Páls- son með hrúgald sitt, bóndann Val- tý á grænni treyju, slapp þó með skrekkinn í 14. atriði og var laus mála úr því. Það ærir óstöðugan að þylja upp leikendaskrána með einkunnar- gjöfuim, hér verður að nægja að segja, að feikna kröftum var eytt á algjör aukahlutverk. Þannig lék Haraldur Björnsson einhvern gamlan umrenn- ing, svo dúðaðan í skegg, smink og larfa, að maðurinn þekktist ekki á öðru en röddinni, Ævar Kvaran lék nafntogaðan sýslumann Wium, raun- ar ein betri og skemmtilegri frammi- staða kvöldsins, en hefði ef til vill grætt á svolítið kynfarinni og ísmeygi- legri mannvonzku. Strangt tekið er öðrui.m leikendum hollast, að ekki sé farið út í þetta frekar, að einum und- anteknum þó. Ungur leikandi, Helgi Skúlason, lék böðulinn Jóak'm Jóa- kimsson. Dæmi hans sýnir Ijóslega, hve höfundur á leikendum og leikstjóra mikið að þakka. An þess að hafa nokkuð verulegt að segja í leiknum, með nærveru sinni einni, skapaði þessi ungi leikari bráð-óhugnanlega stemn- ingu, sem fór eins og gustur um áhorf- endasalinn. Hann ýkti ekkert, af- skræmdi sig ekki í framan með smink- klessum né hafði lafandi hárlubba, og hvort tveggja þó á næstu grösum við hann, beitti aðeins andlitsfalli og lík- amsvexti. Hjá þessum unga manni eru fyrirheit, ef hann hefur fundið þetta af sjálfum sér. Nú hafa nokkur leikritaskáld reynt lukkuna á sviði Þjóðleikhússins og sitt hvað orðið uppi á teningum þeirra. Jón Björnsson kastaði að sinni daus og ás. Bakkus karlinn HARVEY, gai.manleikur í þrem þáttum eftir Mary Chase. Þýð- andi: Karl Isfeld. Leikstjóri: Indri&i Waage. Smástrákar hafa gaman af því að gera at í drukknum mönnum. Mér datt það ekki í hug fyrr en eftir sýningu á Harvey, að ódrukkið, fullorðið fólk og meira að segja góðtemplarar gætu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.