Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 73
LISTIR
71
Lárus Pálsson hefur unnið með því að
koma svo óhönduglegu verki á leik-
svið. Víst mætti benda á, eins og tæpt
hefur verið á, að ý.rds atriði mættu
missa sig og önnur styttast, en spurn-
ingin er þá, hvort leikritið hefði þá
ekki srr.ám sacr.an lent í pappírskörf-
unni. Armað rmál er það, að líklegast
hefði mátt gera þokkalegasta leikrit úr
efninu með því að leggja áherslu á rétt-
arfarsatriðin, halda sig við hefðbundið
form sjónleiksins, sleppa heiLmörgum
aukapersónum og láta skáldsöguna al-
veg eiga sig. Gremja höfundar út af
réttarfarsástandinu í landinu, sem er
látin réttlæta þennan reyfara, hefði ef
leiksins og leggur hana á breiðar herð-
ar tveggja eða þriggja aðalleikenda. I
því ferst honum líkt og Henry Irving,
sem tók á sínar herðar að gera skap-
legt leikhúsverk úr reyfaranum ,,The
Bells“, sem raunar minnir á ,,Valtý“,
aðeins er þar borgarstjóri, sem kallað-
ur er fyrir dómstól sinnar eigin sam-
vizku en ekki sýslumaður. En því mið-
ur, leikendur eru upp undir það 50 og
ekki allir jafn herðabreiðir og Valur
Gíslason, Jón Aðils og Gestur Páls-
son. Skaplegasta persóna kvöldsins var
klerkurinn, bæði frá hendi höfundar
og í meðferð Jóns Aðils, skapgerð
sýslumannsins er eins og glompótt flík,
en Valur bar hana vel uppi og hafði
aðferð Don Ranudos til að leyna
gloppunum. Erfiðast átti Gestur Páls-
son með hrúgald sitt, bóndann Val-
tý á grænni treyju, slapp þó með
skrekkinn í 14. atriði og var laus mála
úr því. Það ærir óstöðugan að þylja
upp leikendaskrána með einkunnar-
gjöfuim, hér verður að nægja að segja,
að feikna kröftum var eytt á algjör
aukahlutverk. Þannig lék Haraldur
Björnsson einhvern gamlan umrenn-
ing, svo dúðaðan í skegg, smink og
larfa, að maðurinn þekktist ekki á
öðru en röddinni, Ævar Kvaran lék
nafntogaðan sýslumann Wium, raun-
ar ein betri og skemmtilegri frammi-
staða kvöldsins, en hefði ef til vill
grætt á svolítið kynfarinni og ísmeygi-
legri mannvonzku. Strangt tekið er
öðrui.m leikendum hollast, að ekki sé
farið út í þetta frekar, að einum und-
anteknum þó. Ungur leikandi, Helgi
Skúlason, lék böðulinn Jóak'm Jóa-
kimsson. Dæmi hans sýnir Ijóslega,
hve höfundur á leikendum og leikstjóra
mikið að þakka. An þess að hafa
nokkuð verulegt að segja í leiknum,
með nærveru sinni einni, skapaði þessi
ungi leikari bráð-óhugnanlega stemn-
ingu, sem fór eins og gustur um áhorf-
endasalinn. Hann ýkti ekkert, af-
skræmdi sig ekki í framan með smink-
klessum né hafði lafandi hárlubba, og
hvort tveggja þó á næstu grösum við
hann, beitti aðeins andlitsfalli og lík-
amsvexti. Hjá þessum unga manni
eru fyrirheit, ef hann hefur fundið
þetta af sjálfum sér.
Nú hafa nokkur leikritaskáld reynt
lukkuna á sviði Þjóðleikhússins og sitt
hvað orðið uppi á teningum þeirra. Jón
Björnsson kastaði að sinni daus og ás.
Bakkus karlinn
HARVEY, gai.manleikur í þrem
þáttum eftir Mary Chase. Þýð-
andi: Karl Isfeld. Leikstjóri:
Indri&i Waage.
Smástrákar hafa gaman af því að
gera at í drukknum mönnum. Mér datt
það ekki í hug fyrr en eftir sýningu á
Harvey, að ódrukkið, fullorðið fólk og
meira að segja góðtemplarar gætu