Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 9

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 9
W. L. Telbin: íslandsferð árið 1884 [Höfundur þessarar ferðasögu, Williani Lewis Telbin (1840—1931), var enskur leiktjaldamálari og maður víðförull. I eftirmælum um liann í The Times var m'. a. komi/.t þannig að orði, að hann hefði ferðast „frá Islandi til Tangier og Irlandi til Vín“. Grein þessi mun rituð árið 1925, en hefur ekki birzt á prenti fyrr en nú. Frændi höf., dr. W. D. Nicol yfirlæknir, lét mér góðfúslega í té eftirrit af handriti gamla mannsins og leyfði, að gTeinin yrði þýdd og birt á íslenzku. Eg hef leitazt við að brevta sem minnstu í þýðingunni, læt t. d. allar tölur standa óhaggaðar, þótt sjálfsagt megi um sumar þeirra deila. Þýð-). Undanfarna mánuði hafði ég unnið myrkranna milli og lítillar hvíldar notið, og lék því hugur á að breyta um viðfangsefni og umhverfi. Ég hafði nýlokið að mála tjöld fyrir ,J>rettándakvöld“ eftir Shake- speare, sem Henry Irving ætlaði að leikstýra. Hann lék sjálfur Malvolio í þetta skipti, og menn bjuggust við miklu, en öllum til mikillar furðu tókst honum hrapallega, og eftir nokkrar vikur var sýningum hætt. En nú var þessu verki mínu lokið og í bráðina kallaði ekkert að, svo að hér eygði ég möguleika á vinnuhléi. Við þetta bættist, að ég hafði leyft Sir Frederiek Leighton afnot vinnustofu minnar í Operu Hennar Hátignar, þai sem hann ætlað'i að fullgera myndina „Uppreisn dauðra úr djúpum haf sins“, en hún var svo stór, að hún komst ekki fyrir í vinnustofu hans. IMynd þessi er nú geymd í tiglaskrauti á einum boganna undir hvelfingu Fálskirkjunnar í London. Ég hafði ekki afráðið, hvert halda skyldi í þetta sinn, en þótt undar- legt megi virðast var mér mikil forvitni á að sjá Island, sem vissulega ligg- ur langt frá alfaraleiðum skemmtiferðamanna. Ég hafði lesið ýmislegt um landið, meðal annars skemmtilega lýsingu á því í bókinni „Sumar á Islandi“. Af þeim lestri varð mér ljóst, að' þar um slóðir var margt að sjá, sem ekkert annað land hafði upp á að bjóða. En þótt mér léki hugur á að sækja heim þetta eyland, sem hlaðizt hafði upp úr sævardjúpinu fyrir kraft eldgosa einna saman, var næsta ógirnilegt að fara þangað einn síns liðs og naumast auðfundinn félagi til svo langrar ferðar. En heppnin var með mér, og góð'ur kunningi minn, sem einnig langaði að breyta dálítið til, sagðist kæra sig kollóttan, hvert förinni yi'ði stefnt. Þegar hann heyrði um áform mitt, bauð hann mér samfylgd og varð það til þess, að ég tók endanlega ákvörðun og hlakkaði nú hálfu meira til en áð'ur. Við lögðum af stað frá London í byrjun júlímánaðar og gerðum ráð fyrir að dvelja aðeins tvo eða þrjá daga í Edinborg, en skipið, sem við (Nú fór að verða dálítið líf í tuskunum, svo að við tólcum okkur bessa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.