Helgafell - 01.12.1953, Side 31

Helgafell - 01.12.1953, Side 31
GUNNAR GUNNARSSON 29 Þær gerast fremur í sveit en við sjó og sýna flestar líf og menningu sveitanna eins og hún var traustust, áður en kaupstaðir og sjávarþorp tóku verulega að stækka og draga til sín meginfjölda fólksins í landinu. Sögur þær, sem hér verða gerðar að umtalsefni eru einnig sveitasögur. En þær eru meira. Öðrum þræði sýna þær okkur hina fyrstu þætti þeirra þjóðfélags- og menningarlegu hreytinga, eða jafnvel byltinga, sem orðið hafa hér á landi síðustu þrjá aldarfjórðunga. Þó að það sé ekki að- alefni, þá sjáum við samt margar myndir, sem sýna þróunina, ef við að- ems lítum á þær í samhengi. Við sjá- um heiðabýlin leggjast í eyði af marg- víslegum orsökum. Fólkið flytur frá sveitunum, sumir flýja landið, en aðr- lr setjast að á mölinni. Nýjar hugsjón- lr stinga upp kollinucn, ungir menn leita sér menntunar erlendis og gerast boðberar nýrra tíma, kaupfélög eru stofnuð, sími lagður til landsins, túna- sléttun og jarðrækt ryðja sér til rúms. Þetta eru aðeins sundurlausar myndir Ur hinni ytri umgjörð sögunnar, en nægja þó til að sýna hvar hún er stað- sett í sögu þjóðarinnar. — Það er ætl- ur> Gunnars Gunnarssonar að sögurnar 1 þessum flokki, sem ber samheitið bJrðarfjötur verði fleiri en þær tvær, sem þegar eru komnar, en í þeim er sagan rakin fram undir heimstyrjöld- ina fyrri. Hér á eftir verður reynt að rekja lítil- Hga efni þessara sagna, þó að slíkt Verði aldrei að fullu gagni gert. Bæði er það, að í slíkum útdrætti hverfur stíll og handbragð höfundar, svo að efrir verður líflaus beinagrind og svo er bitt að erfitt er að gera slíkan út- J * j fatt ur sögucn, sem ofnar eru úr jafn- murgum þáttum sem þessar. Persón- urnar missa svip sinn og jafnvel hverfa í skugga ytri atburða. HeiSaharmur. Sagan hefst á ,,neyðar- og náðþrota- tímum, — náð- og ráðþrota", þegar allskonar óáran og harðindi herja, og fólkið flýr unnvörpum úr landi. Innst í dalnum, næst heiðinni hefur Brand- ur bóndi byggt myndarlegt býli úr fyrrverandi sumarseli og hjáleigu frá stórbýlinu Tindastóli. Mestu áhugamál lífs hans er að heiðin haldist í byggð, en þar er við margvíslega örðugleika að etja. Hann er hjálparhella heiðar- búa og hjá honum leita þeir halds og trausts. Á þessum ömurlegu tímum fæðist yngsta barn hans, dóttir, sem þarf að fá traust og gott nafn. Brand- ur fær því ekki ráðið að hún hljóti nafnið Bjargföst, en sættir sig við að hún sé heitin Bergþóra. Frá því fyrsta elzt hún upp við umræður og hanma- tölur yfir þeim fáráðlingum, sem gefast upp og flýja land þegar eitthvað bját- ar á, en geta ekki komið auga á þau gæði og þá möguleika, sem landið hef- ur upp á að bjóða. Hún kynnist í æsku erfiðleikum og áhugamálum heiðabú- anna og tekur af alhug þátt í kjörum þeirra. Fljótt kemur þar, að hún verður trúnaðarvinur þeirra; vinur sem segja má það, sem ekki er fært að segja öðr- um, hvort heldur er eitthvað sem gleð- ur eða hryggir hugann. Hún öðlast ó- sjálfrátt það traust, að hún tekur for- ystuna fyrir systkinum sínum þótt hún sé yngst og öllum finnst eðlilegt að leita til hennar og treysta á hana. Nafnið, sem hún ekki mátti skírast, verður hennar gælunafn að raunar einkennisheiti. Á fenmingardaginn hennar koma all- ir heiðabúar, sem með nokkru móti

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.