Helgafell - 01.12.1953, Síða 51

Helgafell - 01.12.1953, Síða 51
BÓKMENNTIR 49 Loks þegar rauk og reiddist sjór, — risu við borðin hrannir stríðar, steðjuðu’ að norðan hörkuhríðar, þá hentaði ei neinum dorg og slór Oft mátti þá ei sigla síðar, svo var hinn krappi vegur mjór. En þama var ófalskt íslenzlct blóð, orka í geði’ og seigar taugar. Hörkufrostin og hrannalaugar hömruð'u’ í skapið dýran móð. — Orpnir voru þeim engir haugar, en yfir þeim logar hróðurglóð. Eitt af kraftmcstu og beztu kvæð- unum í þessari bók er kvæðið Hann stal. Næsta bókin, Sprettir kom út 1919 og síðan: Kyljur 1922, Stillur 1927, Heiðvindar 1923 og Haustsnjó- ar 1942. í þessum bókum birtist vel aðdáun skáldsins á karlmennsku og mikilli skapgerð, hvar sem hún fyrir- finnst, hvort sem er hjá háum eða lág- um. Kímni hans, kaldhæðni og glettni koma vel fram í mörgum kvæðum. Til dæmis mætti nefna Seinni kona og Kvennaþing, en þar segir m. a.: Þegar rætt er þarna þjóðarinnar sjúkdómsböl, fellir, nekt og fátækt, falla tár á þingsins skjöl; unz drósum rökstudd dagskrá dugir móti að vega salt: „Vísað frá og falið frelsarans í hendur allt“. Jakob er sjaldan beiskur í máli, bótt stundum sé hann nokkuð hrjúf- Ur °g kuldalegur á yfirborðinu, enda ■^kopast hann oft að' sjálfum sér. Und- lr niðri slær líka hlýtt hjarta, sem ekki slær rólega, þegar einhver lítil- magninn er grátt leikinn. Að jafnaði lætur þó skáldið fátt raska ró sinni svo, að þess gæti í ljóðum þess, að snert hafi kviku. Þó bregður því fyrir, t. d. í kvæðinu Skaflar, sem endar svo: Ó, líkn og miskunn, mikla haf, tak mold í faðm þinn alla. Kom fölskvan lífs að færa’ í kaf og fönnum jörð að skola af. Vík öllu’ á eina leið og yfir fjöllin breið. Svæf jarl og maðk og minning hverja deyð. Eitt af tilþrifamestu kvæðum Ja-k- obs, Hrossa-Dóra, birtist 1 Kyljum. Það, sem einkennir Dóru, er ekki mjúklátur yndisþokki, eða venjuleg- ar kvendyggðir, heldur hinn villti og ótamdi kraftur og glæsileiki: „Harðbrýn var og hvasseyg Dóra, hvöt í máli og spunastutt.--■“ En hún vekur þó aðdáun og hrifn- ingu í brjóstum ungra sveina: „En innsta hug við ótemjuna að orða þótti fáum dælt.-----“ Hún er: „-----í ætt við byl og blossa og baldinæðlið trylltra hrossa,---■“ og þegar elskhuginn svíkur hana, gn'p- ur hún hann í fang sér og fleygir sér með hann út í árhyl, heldur honum lengi í kafi, slengir honum síðan upp á bakkann, en lætur strauminn taka sig. Kvæðið Hinzti dagur, sýnir vel að- dáun Jakobs á karlmennsku og hetju-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.