Helgafell - 01.12.1953, Síða 57

Helgafell - 01.12.1953, Síða 57
BÖKMENNTIR 55 ungsbókar ásamt orðamun úr Hauks- bók og Snorra-Eddu. Er hver vísa kvaeðisins prentuS sérstaklega og fylg- ir nákvaamur skýringartexti hverri vísu. Þá er kvaeSiS prentaS allt í heild, ,,lagfaer3i textinn". f merklegri rit- gerS um skáld Völuspár gerir Nordal grein fyrir hugimyndu.Ti sínum um til- orSningu kvæSisins, lífsskoSun skálds- ins og hinum sögulega jarSvegi, sem kvæSiS er sprottiS úr. Vís’ndaleg glöggskyggni og listræn djúpsýn Nor- dals hafa sjaldan notiS sín betur né náS betri árangri í niSurstöSum en í þessari stuttu ritgerS. Framan viS textaútgáfuna skrifar Nordal um feril kvæSisins og rann- sóknir annarra á gerS þess og eSli. Þar deilir hann harSlega á ,,tmold- vörpu-hugsunarhátt“ margra ritskýr- enda Völuspár, sem cr.eð smásmugul- se.T.i og ofgagnrýni hafa nagað allt hold af beini kvæðisins, hirða ekkert um anda þess, en nota það eins og óbreytt lík á skurSæfingastofu gagn- rýninnar. Textagagnrýni er ekki Sig- urði Nordal takmark í sjálfu sér, held- ur aðeins leiS að því marki að öðlast gleggri skilning á kvæðisheildinni og sögulegu samhengi þess við samtíð sína. Útgáfa Nordals ber þess glögg cnerki, að hann hefur ekki aðeins vilj- að birta vísindalega óaSfinnanlegan texta af Völuspá, heldur sýna íslenzkri alþýðu eina fegurstu perluna úr þjóð- ararfi hennar. Þegar SigurSur Nordal vann að þess- ari útgáfu gerði hann sér ljósa grein fyrir þeirri hættu í nútíðarmenningu vorri, að biliS breikki milli vísinda- legra rannsókna og almennrar mennt- unar. (Sjá Völuspá, bls. 31). Öll fræSimannsstarfsemi Nordals hefur verið mörkuð þeirri viðleitni að brúa þetta bil. Vonandi munu lærisveinar hans í íslenzkum fræSum feta í fótspor hans í þessu efni, því að oft var þörf en nú er nauðsyn á að reisa aftur upp þaS merki, er SigurSur Nordal hóf ungur á loft og treysta bönd þjóðarinn- ar við bókmenntaarf sinn og sögu. ÞaS er því mikiS fagnaðarefni, að ís- lenzkum almenningi gefst nú aftur kostur á að eignast þetta öndvegisrit SigurSar Nordal á einhverjum mestu hættutímum, er steðjað hafa að ls- lenzkri menningu. Ljóð Halldóra B. Björnsson — Helgafell 1949 LítiS og látlaust ljóðakver, kvenlegt, smekklegt og snoturt bæði um ytri frá- gang og innihald. Helztu fyrirmyndir höfundar eru Jónas og DavíS. Fjórtáu fyrstu ljóðin eru ort á árunum 1928— 30. Flest eru þau léttvæg, falla undir þann dóm, er höfundur sjálfur felldi um eitt ljóð í kvæði sínu: Fyrst er allt frægast: ÞriSja sinn las ég ljóðið lagfært og breytt. Eg hvíslaði örlágt: það er ekki neitt. Þó er í sumum þessara kvæða ljóð- ræn mýkt, sbr. kvæðin Tregi og Handan við hamarinn gráa. Næsti flokkur kvæða er uppgefinn vera ort- ur áratug síðar og meir, eða 1940— 1946. Hér er um mikla framför að ræða, tónninn orðinn dýpri og fyllri, án þess að minnkað hafi hans mýkt. Stundum bregður fyrir glampa af hú- mor:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.