Helgafell - 01.12.1953, Síða 79
LISTIR
77
Prýðilega á þessu.Ti tónleikum. Blásara-
kvintettinn var einnig enjög vel sam-
kæfður, enda eru fyrstu blásararnir úr
Sinfoníuhljómsveitinni afbragðs hljóð-
faeraleikarar. Kvintettinn eftir Carl
Nielsen, sem nú mun hafa verið flutt-
Ur hér í fyrsta sinn, er áheyrilegt verk
en fremur losaralegt í byggingu.
Á síðari tónleikunui.-n léku þeir Ein-
ar Vigfússon og Jón Nordal sónötu
fyrir celló og píanó í g-moll, op. 5 nr.
2, eftir Beethoven, Árni Kristjánsson
Pianóleikari og blásarar úr Sinfóníu-
frljcwnsveitinni léku kvintett í Es-dúr,
°P- 16, eftir Beethoven, og loks léku
strengjahljóðfæraleikarar úr hljóm-
svertinni Concerto grosso í d-moll eft’r
Hándel. Þessir tónleikar voru allir
'-"Ujög ánægjulegir, ekki síður en h’nir
fyrri, en hámarki náðu þeir í konsert-
iuum eftir Hándel. Björn Ólafsson
stjornaði flutningnum og lék jafnframt
fyrstu fiðlu, og varð verkið þrungið
lífi og þrótti í höndum Björns og félaga
f>ans.
Hvorugur staðurinn, þar sem þessir
tonleikar hafa verið haldnir, Listasafn
ríkisins og útvarpssalurinn, er hentug-
Ur til þessara nota. Forsalur listasafns-
lr,s er að vísu sviphreinn og þokkaleg-
Ur> en ekki hlýlegur, og hljómskilyrði
eru þar ekki ákjósanleg. Hljómur í
utvarpssalnum er betur fallinn til út-
VarPs, en þó mjög daufur og ólífrænn,
°g salurinn sjálfur er fremur óvistleg-
Ur- Utvarpið er því á algerum hrakhól-
urn cneð þessa tónleika eins og líka.
'"neð tónleika Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar og væntanlega fleiri þætti starfsemi
S1nnar. Þess er að vænta að hinn nýi
utvarpsstjóri snúi sér að því af alhug
a^ fá bætt úr þessum vandræðum, og
þá helzt svo myndarlega, að jafnframt
Verði bætt úr brýnni vöntun höfuð-
borgarinnar á hentugu húsnæði fyrir
tónleika yfirleitt.
Tvær erlendar
„menningarsendinefndir"
hafa gist Island nú í haust. Frá Ráð-
stjórnarríkjunum komu hingað á veg-
um MÍR þrír tónlistarmenn og tveir
ballettdansarar, og frá Vestur-Þýzka-
landi komu á vegum félagsins Ger-
mania strengjakvartett frá Flensborg
og tveir píanó-leikarar.
Rússnesku listamennirnir voru Vera
Firsova söngkona, Rafael Sobolewski
fiðluleikari, Alexander Jerokin píanó-
leikari og dansararnir Israeleva og
Kutsnetsov. Allt voru þetta ágætir
listamenn, sem komu hér víða fram og
hlutu forkunnargóðar viðtökur. En
verkefni þeirra virtust yfirleitt ekki
vera valin fyrir þroskaða tónlistarhlust-
endur, og mun listafólkið því naumast
hafa getað sýnt til fulls, hvað í því
býr. En ekki verður það með réttu sak-
að um að hafa haldið hinni nýju sovét-
tónlist að íslenzkuma hlustendum, því
að lítið heyrðist af henni á þessum
MÍR-tónleikum.
Þýzku tónlistarmennirnir fluttu hér
á vegum Tónlistarfélagsins og í sam-
bandi við þýzka myndlistarsýningu
ýimis öndvegistónverk eftir hina gömlu
þýzku meistara, og var tónlistarflutn-
ingur þeirra traustur og virðulegur, án
þess að hafa á sér sérstakan glæsibrag.
Mestan fögnuð áheyrenda vakti mjög
vandaður flutningur á „Silungakvint-
ettinum" eftir Schubert, með aðstoð
dr. Steiner, sem lék á píanó, og Einars
Waage, kontrabassaleikara.
Þýzki píanó-leikarinn Willy Piel hélt
hér sérstaka tónleika á vegum Tónlist-
arfélagsins fyrir styrktarfélega þess.