Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 40

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 40
KMENNTIR Ævisctga Árna prófasts Þórarinssonar I—VI Fært hefur í letur Þórbergur ÞórSarson — Helgafell — Rvík 1945—1950 Ævisögurit Árna Þórarinssonar pró- fasts er í 6 bindum — 2084 blaðsíður prentaðs tnáls. Höfundarnir unnu báð- ir saman að hinu tröllaukna riti frá 6. febr. 1943 til 20. marz 1944, og enn aftur frá 20. okt. 1945 til 1. cnarz 1946. Fyrsta bindiö — Fagurt mannlíf — kom út árið 1945, en síÖan rak hvert bindiÖ annaÖ á ári hverju unz lokið var útgáfunni árið 1950. Komu þau í þess- ari röð: í sálarháslia — 1946, Hjá vondu jólhi — 1947, Á Snœfellsnesi — 1948, Með eilífóarverum — 1949 og .í4ð œvilokum — 1950. Á titilblaði hvers bindis er rit þetta kallaÖ œvisaga og má það til sanns vegar færa, en aðeins með töluverð- um herkjum. RitiÖ er að vísu ofiÖ um lífsþráö manns, sam bæði var langlíf- ur og langminnugur, en þó kemst hver sá í mikinn vanda, sem ætti að skipa ritinu í bókfræðilegan flokk. ,,Ævi- sagan“ spriklar í reipum venjulegrar bókfræðiskráningar. Hún er spunnin úr mörgum og sundurleitum þáttum ís- lenzkrar þjóðtilveru — æviþræði eins manns, þjóðsögum, skemmtifrásögn- um, kynjasögum, andatrúarsögum og kraftaverka, þjóðlífslýsingui.m og mannfræði um þann urmul af fólki, so.m Árni Þórarinsson kynntist á langri lífsleið eða hafði spurnir af. Oft tekur höfundurinn svo langa spretti af alfara- leið ævisögunnar, að lesandinn áttar sig ekki alminlega á því, hvar hann er staddur, og heldur, að hann hafi villzt í ævisögur allt annarra manna — þaö minnir dálítið á miðilsfundi, þegar ó- skyldir andar hlaupa á þráðinn og trufla sambandið — en óðar en varir er hann kominn aftur, leiðsögumaður- inn okkar, glettinn og hýr, og snýr okkur á rétta leiÖ unz áfangastað er náð. Og þegar ritinu er lokið hefur les- andinn verið á yndislegum útreiðartur um íslenzka þjóðtilveru í átta tugi ára, og ekki alltaf farnar reiðgötur. Það var hamingjudagur í sögu rs- lenzkra bókmennta, er fundum þeirra Árna prófasts Þórarinssonar og Þor- bergs Þórðarsonar bar sa.man, og matti þó ekki seinna verða. Sjaldan hafa samhentari menn mætzt í túni íslenzkr- ar frásagnarlistar. Báðir eru mennirnir svo congenial, að furSu sætir, og giH" ir það jafnt um skaplyndi þeirra, hugs- unarhátt og hugðarefni. Báðir eru jafn hagvanir í öðrum heimi sem á hinu grófgerðara síldarplani jarðneskrar til- veru, gamansami þeirra og fyndni af sama rammíslenzka toga. Þótt margar þingmannaleiðir skilji ,,fjósiS í Mið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.