Helgafell - 01.12.1953, Page 40

Helgafell - 01.12.1953, Page 40
KMENNTIR Ævisctga Árna prófasts Þórarinssonar I—VI Fært hefur í letur Þórbergur ÞórSarson — Helgafell — Rvík 1945—1950 Ævisögurit Árna Þórarinssonar pró- fasts er í 6 bindum — 2084 blaðsíður prentaðs tnáls. Höfundarnir unnu báð- ir saman að hinu tröllaukna riti frá 6. febr. 1943 til 20. marz 1944, og enn aftur frá 20. okt. 1945 til 1. cnarz 1946. Fyrsta bindiö — Fagurt mannlíf — kom út árið 1945, en síÖan rak hvert bindiÖ annaÖ á ári hverju unz lokið var útgáfunni árið 1950. Komu þau í þess- ari röð: í sálarháslia — 1946, Hjá vondu jólhi — 1947, Á Snœfellsnesi — 1948, Með eilífóarverum — 1949 og .í4ð œvilokum — 1950. Á titilblaði hvers bindis er rit þetta kallaÖ œvisaga og má það til sanns vegar færa, en aðeins með töluverð- um herkjum. RitiÖ er að vísu ofiÖ um lífsþráö manns, sam bæði var langlíf- ur og langminnugur, en þó kemst hver sá í mikinn vanda, sem ætti að skipa ritinu í bókfræðilegan flokk. ,,Ævi- sagan“ spriklar í reipum venjulegrar bókfræðiskráningar. Hún er spunnin úr mörgum og sundurleitum þáttum ís- lenzkrar þjóðtilveru — æviþræði eins manns, þjóðsögum, skemmtifrásögn- um, kynjasögum, andatrúarsögum og kraftaverka, þjóðlífslýsingui.m og mannfræði um þann urmul af fólki, so.m Árni Þórarinsson kynntist á langri lífsleið eða hafði spurnir af. Oft tekur höfundurinn svo langa spretti af alfara- leið ævisögunnar, að lesandinn áttar sig ekki alminlega á því, hvar hann er staddur, og heldur, að hann hafi villzt í ævisögur allt annarra manna — þaö minnir dálítið á miðilsfundi, þegar ó- skyldir andar hlaupa á þráðinn og trufla sambandið — en óðar en varir er hann kominn aftur, leiðsögumaður- inn okkar, glettinn og hýr, og snýr okkur á rétta leiÖ unz áfangastað er náð. Og þegar ritinu er lokið hefur les- andinn verið á yndislegum útreiðartur um íslenzka þjóðtilveru í átta tugi ára, og ekki alltaf farnar reiðgötur. Það var hamingjudagur í sögu rs- lenzkra bókmennta, er fundum þeirra Árna prófasts Þórarinssonar og Þor- bergs Þórðarsonar bar sa.man, og matti þó ekki seinna verða. Sjaldan hafa samhentari menn mætzt í túni íslenzkr- ar frásagnarlistar. Báðir eru mennirnir svo congenial, að furSu sætir, og giH" ir það jafnt um skaplyndi þeirra, hugs- unarhátt og hugðarefni. Báðir eru jafn hagvanir í öðrum heimi sem á hinu grófgerðara síldarplani jarðneskrar til- veru, gamansami þeirra og fyndni af sama rammíslenzka toga. Þótt margar þingmannaleiðir skilji ,,fjósiS í Mið-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.