Helgafell - 01.12.1953, Síða 42
40
HELGAFELL
Þá var ég í smalamennsku, fjórtán ára.
Eg fékk hana léSa, og var hún lesin
í Miðfelli. Einhverntíma rétt á eftir að
búiS var aS lesa Njálu, hitti ég stelpu
í Dalbæ og sagSi: ,,Er nú ekkert lesiS
hjá ykkur núna?“
„Jú“, svaraði hún. „ÞaS er búið að
lesa sögu af fornmanni. Hún var keypt
í sumar af bóksölumanni, sem var á
ferð“.
„HvaS heitir hann, þessi fornmað-
ur?“ spyr ég.
„Hann heitir Egill Skallagrímsson“.
Eg hafði aldrei heyrt hann nefndan
fyrr og svara: „Hann hefur víst ekki
verið mikill maður á móti Njálumönn-
?••
„Jú, hann var nú mikill maður“,
svarar stelpan.
„Jæja, ekki eins og Njálumenn“,
segi ég. Þetta var að morgni dags. Eg
flýtti mér heim og sagði: „ÞaS er kom-
in saga að Dalbæ af einhverjum, sem
heitir Egill Skallagrímsson. ÞaS er ný-
búiS aS lesa hana“.
Eftir morgunverS skreppur Einar
fóstri minn að Dalbæ og kemur aftur
meS Egilssögu. MeS honum kom maS-
ur frá Dalbæ að fá Njálu“.
Hjá þessari bókelsku þjóð, þar sem
smalar og hlaupastelpur áttu saman
bókmenntaviðræSur í hjásetunni, var
bilið milli almúga og menntamanna
ekki eins breitt né óyfirstíganlegt og
með öðrum þjóðum. Hinir latínulærðu
sveitastrákar BessastaSaskólans völdu
að vísu ólærðum alþýðumönnuiai nafn-
ið ,,dónar“, og sú nafngift fluttist með
piltum' til Reykjavíkur lærða skóla. En
þrátt fyrir þennan broslega latínuhroka
menntamannanna, sem síðar elti þá
inn í embættin og varð öllu hættu-
legri þar, var hin lærða stétt Islands
með alþýðlegri brag en í öðrum lönd-
um. VirSingin fyrir mannviti og gáf-
um er rík í íslenzkum kynstofni, svo að
það þótti siðferðileg skylda að styrkja
efnalitla en efnalega menn til mennta.
Ógleymanleg er saga sú, sem séra
Arni segir af því, er Hannes Þorsteins-
son, síðar þjóðskjalavörður, kemur
með fjárrekstur til Reykjavíkur, fátæk-
ur og umkomulaus sveitamaður, en
rekur ættir allra skólapilta á Mennta-
skólablettinum: „Piltar gengu inn í
bekkina. Þar varð þó ekkert af lestri.
Allir hópuSust út í gluggann og horfðu
á Hannes, sem hímdi eins og í leiðslu
nokkur andartök aleinn eftir á blettin-
um, norðan viS stíginn upp að skól-
anum, nálægt miðja vega milli skóla-
hússins og lækjarins. Svo gekk hann
nokkur skref aftur og fram beint á móti
5. bekk, nam þá staðar eitt augnablik
og leit í þungum þönkum upp til hins
reisulega lærdómsseturs og hvarf síð-
an niður stíginn og vestur skólabrú .
MeS atfylgi skólapilta fékk Hannes
síðan gengið menntaveginn, svo setn
kunnugt er. Stundum bar það að vísu
við, að menn sem brotizt höfðu til
mennta úr mikilli fátækt gleymdu upp-
runa sínuim og stétt, en séra Arni Þor-
arinsson var ekki í þeim hópi. „Fjos-
ið í MiSfelli“ fylgdi honum alla ævi.
Af alþýðunni nam presturinn á Snæ-
fellsnesi þá speki, er hann leitaði árang-
urslaust aS í hópi stórmenna sögunnar.
AlþýSuást séra Árna var þó jafnan
laus viS þá tegund lítillætis, sem
venjulega er ekki annað en dulbuinn
hroki — hann snobbaði aldrei niður a
við. Hann þekkti svo vel sálarlegar
veilur síns alþýðlega upphafs, að hann
gerði alþýðuna aldrei að skurðgoði
sínu. En hann gerði sér ljósa grein fyr'
ir mikilvægi hennar og stöðu í tilveru
mannlegs félags. Því gat hann mælt