Morgunblaðið - 15.03.2013, Page 23

Morgunblaðið - 15.03.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Ólafur Bernódusson Skagaströnd Í haust verður boðið upp á dreifnám á Blönduósi í samvinnu við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki, FNV. Um er að ræða fyrsta ár framhald- náms en strax á næsta ári verður hægt að taka tvö fyrstu árin á Blönduósi. Þessi dreifnámsdeild er hugsuð fyrir nemendur frá Blöndu- ósi, Skagaströnd og Húnavöllum en ekið verður með nemendur á stað- inn. Í dreifnámi mæta nemendur í kennslustundir á sama tíma og aðrir en í stað þess að vera í kennslustofu hjá kennaranum fylgjast þeir með kennslunni gegnum fjarfundabúnað. Með því móti geta nemendurnir tek- ið fullan þátt til jafns við þá sem mæta í kennslustofuna. Verkefnavinna dreifnámsnema fer fram rafrænt og til þeirra eru gerðar sömu kröfur og annarra nema. Á hverri önn þurfa nemendur svo að mæta tvisvar til þrisvar í vikulangar innilotur í skólann á Sauðárkróki. Dreifnám með ofangreindu sniði hófst á Hvammstanga síðastliðið haust. Foreldrar og nemendur eru afar ánægð með dreifnámið sem ger- ir m.a. ósjálfráða unglingum kleift að sækja skóla heiman frá sér þar til þeir verða sjálfráða við 18 ára aldur. Auk þess felst í þessu fyrirkomulagi mikill sparnaður fyrir nemendur og forráðamenn þeirra því ætla má að það kosti 6-800 þúsund að senda ungling í heimavist í framhaldsskóla einn vetur. Að sögn Rakelar Runólfsdóttur, umsjónarmanns dreifnámsins á Hvammstanga, hefur þetta fyr- irkomulag haft jákvæð áhrif á bæj- arbraginn á Hvammstanga. Í stað þess að aldurhópurinn 16-18 ára hafi nánast horfið úr þorpinu til náms í skólum annars staðar sé þessi hópur nú sýnilegur og kraftmikill heima- fyrir og hafi mikil áhrif á hvernig hlutunum er fyrir komið þar því 17 nemendur eru nú í dreifnámi. Þorkell Þorsteinsson, aðstoð- arskólameistari FNV, sagði að einn- ig yrði komið á fót dreifnámsdeild á Hólmavík í haust. Boðið upp á dreifnám á Blönduósi  Nýr valkostur í framhaldsnámi  Góð reynsla á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Í dreifnámi Nemendur framhaldsdeildar FNV á Hvammstanga í dreifnámi með fjarfundabúnaði. Rektor Coastal Carolina University í Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum er staddur hér á landi og skrifar á laugardag undir samning um að á hverju ári eigi allt að fimm nýir ís- lenskir nemendur þess kost að fá endastyrk í formi helmingsafsláttar af skólagjöldum við skólann að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samningurinn er milli skólans og Icelandic Whale Alumni Association, sem er félag Íslendinga sem útskrif- ast hafa úr skólanum á undanförnum þremur áratugum. Fram kemur í til- kynningu, að einnig séu möguleikar á íþróttastyrkjum fyrir fjölmargar íþróttagreinar. Skólinn hafi á að skipa mjög sterku liði í ýmsum greinum en sé ef til vill þekktastur fyrir sterk lið í knattspyrnu, hornabolta, golfi og körfubolta. David A. DeCenzo, rektor skólans, og fleiri starfsmenn hans eru hér á landi m.a. í þeim erindagjörðum að kynna starfsemi skólans fyrir nem- endum framhaldsskóla, nýta sam- starfsvettvang með íslenskum há- skólum og fyrirtækjum vegna stúdendaskipta og hitta íslenska fyrr- verandi nemendur skólans sem eru yfir 70 talsins. Boðið er til kynningar þar sem hægt er að fræðast betur um skólann og styrkina á Hótel Sögu laugardaginn 16. mars frá kl. 9. Bandarískir nem- endastyrkir í boði  Fimm íslenskir námsmenn geta fengið styrk David A. DeCenzo Háskóli Aðalbygging Coastal Carolina University í Suður-Karólínuríki. Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is framúrskarandi ítölsk hönnun Vínupptakari 7.850,- Rifjárn 12.950,- Ávaxtakarfa 19.800,- Sítrónupressa 12.900,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.