Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Ólafur Bernódusson Skagaströnd Í haust verður boðið upp á dreifnám á Blönduósi í samvinnu við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki, FNV. Um er að ræða fyrsta ár framhald- náms en strax á næsta ári verður hægt að taka tvö fyrstu árin á Blönduósi. Þessi dreifnámsdeild er hugsuð fyrir nemendur frá Blöndu- ósi, Skagaströnd og Húnavöllum en ekið verður með nemendur á stað- inn. Í dreifnámi mæta nemendur í kennslustundir á sama tíma og aðrir en í stað þess að vera í kennslustofu hjá kennaranum fylgjast þeir með kennslunni gegnum fjarfundabúnað. Með því móti geta nemendurnir tek- ið fullan þátt til jafns við þá sem mæta í kennslustofuna. Verkefnavinna dreifnámsnema fer fram rafrænt og til þeirra eru gerðar sömu kröfur og annarra nema. Á hverri önn þurfa nemendur svo að mæta tvisvar til þrisvar í vikulangar innilotur í skólann á Sauðárkróki. Dreifnám með ofangreindu sniði hófst á Hvammstanga síðastliðið haust. Foreldrar og nemendur eru afar ánægð með dreifnámið sem ger- ir m.a. ósjálfráða unglingum kleift að sækja skóla heiman frá sér þar til þeir verða sjálfráða við 18 ára aldur. Auk þess felst í þessu fyrirkomulagi mikill sparnaður fyrir nemendur og forráðamenn þeirra því ætla má að það kosti 6-800 þúsund að senda ungling í heimavist í framhaldsskóla einn vetur. Að sögn Rakelar Runólfsdóttur, umsjónarmanns dreifnámsins á Hvammstanga, hefur þetta fyr- irkomulag haft jákvæð áhrif á bæj- arbraginn á Hvammstanga. Í stað þess að aldurhópurinn 16-18 ára hafi nánast horfið úr þorpinu til náms í skólum annars staðar sé þessi hópur nú sýnilegur og kraftmikill heima- fyrir og hafi mikil áhrif á hvernig hlutunum er fyrir komið þar því 17 nemendur eru nú í dreifnámi. Þorkell Þorsteinsson, aðstoð- arskólameistari FNV, sagði að einn- ig yrði komið á fót dreifnámsdeild á Hólmavík í haust. Boðið upp á dreifnám á Blönduósi  Nýr valkostur í framhaldsnámi  Góð reynsla á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Í dreifnámi Nemendur framhaldsdeildar FNV á Hvammstanga í dreifnámi með fjarfundabúnaði. Rektor Coastal Carolina University í Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum er staddur hér á landi og skrifar á laugardag undir samning um að á hverju ári eigi allt að fimm nýir ís- lenskir nemendur þess kost að fá endastyrk í formi helmingsafsláttar af skólagjöldum við skólann að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samningurinn er milli skólans og Icelandic Whale Alumni Association, sem er félag Íslendinga sem útskrif- ast hafa úr skólanum á undanförnum þremur áratugum. Fram kemur í til- kynningu, að einnig séu möguleikar á íþróttastyrkjum fyrir fjölmargar íþróttagreinar. Skólinn hafi á að skipa mjög sterku liði í ýmsum greinum en sé ef til vill þekktastur fyrir sterk lið í knattspyrnu, hornabolta, golfi og körfubolta. David A. DeCenzo, rektor skólans, og fleiri starfsmenn hans eru hér á landi m.a. í þeim erindagjörðum að kynna starfsemi skólans fyrir nem- endum framhaldsskóla, nýta sam- starfsvettvang með íslenskum há- skólum og fyrirtækjum vegna stúdendaskipta og hitta íslenska fyrr- verandi nemendur skólans sem eru yfir 70 talsins. Boðið er til kynningar þar sem hægt er að fræðast betur um skólann og styrkina á Hótel Sögu laugardaginn 16. mars frá kl. 9. Bandarískir nem- endastyrkir í boði  Fimm íslenskir námsmenn geta fengið styrk David A. DeCenzo Háskóli Aðalbygging Coastal Carolina University í Suður-Karólínuríki. Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is framúrskarandi ítölsk hönnun Vínupptakari 7.850,- Rifjárn 12.950,- Ávaxtakarfa 19.800,- Sítrónupressa 12.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.