Morgunblaðið - 15.03.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.03.2013, Qupperneq 34
Í fréttum RÚV sjón- varps 11. þ.m. var sagt að veðurfarsmæl- ingum vegna hugs- anlegs flugvallar á Hólmsheiði væri lokið, og að fréttastofan hefði undir höndum „kynningu á málinu sem ekki hefur verið gerð opinber“. Var þar vitnað í „minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits, sem hefur skoðað veð- urmælingarnar. Þar segir að veð- urfar á Hólmsheiði sé töluvert óhag- stæðara en á Reykjavíkurflugvelli. Mannvit telur þó að viðunandi nýt- ing náist á flugvellinum þó hún verði ekki jafngóð og á Reykjavík- urflugvelli“. Þessi tíðindi voru í fréttatímanum rædd við formann borgarráðs. Það vekur óneitanlega furðu að heyra slíkar yfirlýsingar þar sem umrædd gögn hafa ekki enn verið kynnt íslenskum flugrekendum, sem eru mun betur til þess bærir að meta „viðunandi nýtingu“. Meðal þeirra er Flugfélag Íslands, sem sinnt hefur áætlunarflugi til og frá Reykjavík í heil 75 ár. Samkvæmt vinnureglum ICAO og WMO er gert ráð fyrir 5-7 ára mælingum veðurþátta áður en hug- að er að gerð nýs flugvallar. Slíkt er m.a. forsenda þess að velja flug- brautum réttar stefnur. Veðurstofu Íslands var falin framkvæmd veð- urmælinga á Hólmsheiði, og voru Flugstoðir ohf. verkkaupi fyrsta áfanga. Skýrsla merkt „VÍ 2009- 016“ ber heitið „Veðurmælingar á Hólmsheiði 11. jan. 2006-31. okt. 2009“, og er birt á vefsíðunni www.vedur.is. Í niðurstöðum segir: „Stöðin liggur lengra inni í landi en Reykjavíkurflugvöllur og um 120 m hærra. Því var meðalhitinn 1,1°C lægri á Hólmsheiði, lægsti hiti lægri og hæsti hiti hærri en á Reykjavík- urflugvelli. Ennfremur mældist hiti við eða undir frostmarki mun oftar, í 48% tilvika yfir vetrarmánuðina en í 29% tilvika á Reykjavíkurflugvelli. Rakastig lofts var hærra á Hólms- heiði en á Reykjavíkurflugvelli, sem bendir til þess að tíðni þoku og súld- arveðurs sé hærri. Ætla má, í ljósi mæl- inga á hitafari og raka- stigi, að viðhalds- aðgerðir vegna hálku og ísingar á Hólmsheiði yrðu nokkru umfangs- meiri en á Reykjavíkurflugvelli. Meðalvindhraði var 1,1 m/s hærri og mesta vindhviða 7 m/s hvass- ari. Úrkoma mældist 100 mm meiri en í Reykjavík. Tíðni lítils skyggnis og lágrar skýjahulu er hærri á Hólmsheiði en á Reykjavíkurflugvelli. Mat á not- hæfisstuðli fyrir fyrirhugaðan flug- völl er lægra en sambærilegt mat fyrir Reykjavíkurflugvöll. Því má draga þær ályktanir af þeim veð- urgögnum sem tiltæk eru að það séu líkur á því að nothæfi flugvallar á Hólmsheiði yrði nokkru minna en nothæfi núverandi flugvallar í Reykjavík.“ Af lestri framangreinds er ljóst, að með hliðsjón af veðurfarslegum þáttum einum saman kæmi Hólms- heiði ekki til álita sem sá flugvöllur, sem þjóna ætti sem miðpunktur inn- anlandsflugs Íslands. Á vefsíðu Veð- urstofu kemur fram að í lok árs 2012 hafi verið lokið skýrslu um annan þátt veðurmælinga. Hún er merkt „VÍ 2012-017“, og ber heitið „Veð- urmælingar á Hólmsheiði 1. feb. 2006-31. okt. 2012“, en er á þessu stigi „lokuð“. Þegar leitað var skýr- inga kom fram, að skýrslan væri ekki opinber „þar sem verkkaupinn er ekki búinn að kynna hana fyrir sínum aðilum“. Verkkaupi í þessu tilviki mun vera Reykjavíkurborg. Núverandi Reykjavíkurflugvöllur hefur þá sérstöðu að að- og brott- flugsferlar hans liggja að mestu leyti yfir sjó. Við aðflug til suðurs að aðalflugbrautinni er flogið aðeins 1,6 km feril yfir byggt svæði, þ.e. frá Örfirisey að Tjörninni. Svo vill til, að á þessu litla svæði eru tveir virtir vinnustaðir 78 kjörinna fulltrúa, þ.e. 63 alþingismanna og 15 borgarfull- trúa, og kann það hafa einhver áhrif á skoðanir sumra þeirra um þýðingu flugsamgangna. Hugsanlegur flugvöllur á Hólms- heiði yrði hins vegar um sjö km frá strönd og í 135 m hæð. Í umræðum um hann hefur til þessa ekkert verið minnst á að- og brottflugsferla, og því tími kominn til að ræða slíkt. Að- alblindaðflugið yrði til austurs, og sú flugbraut því búin blindlending- arkerfi (ILS), sbr. meðfylgjandi mynd. Staðalstaðsetning svonefnds ytri markvita slíks kerfis er 7,2 km frá lendingarstað, þ.e. að stöðin yrði í Vogahverfinu, skammt vestan við ósa Elliðaáa. Vestan og norðvestan við þessa stöð yrði svo hefðbundin blind- aðflugsslaufa, sem þá lægi yfir Sundahverfi, Heimahverfi, Múla- hverfi og Skeifunni. Lokaaðflugsfer- illinn, og í lágum flughæðum, lægi síðan yfir Höfðahverfi og Árbæj- arhverfi. Næst þegar borgar- fulltrúar efna til hverfafunda fyrir austan læk væri tilvalið að kynna þessi mál íbúum þessara fjölmennu borgarhverfa. Gróflega vanhugsaðar hugmyndir um „flutning“ Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri komu fram í upphafi valdatíma R-listans 1994-2006. Með þetta steinbarn í maganum rogast nú enn fánaberi Samfylkingar í borgarstjórn. Undanfarinn áratug hefur verið gerður fjöldi marktækra kannana um afstöðu þegna landsins til núverandi flugvallar. Sammerkt þeim er afgerandi og vaxandi stuðn- ingur við flugvöllinn á núverandi stað, bæði af hálfu íbúa Reykjavíkur og landsins alls. Þessa dagana er mikið rætt um þörf fyrir aukið íbúa- lýðræði. Er til of mikls vænst af nú- verandi borgarfulltrúum að þeir taki mið af slíkum eindregnum vilja kjós- enda? Horft til heiða Eftir Leif Magnússon » Í umræðum um Hólmsheiði hefur til þessa ekkert verið minnst á að- og brott- flugsferla, og því tími kominn til að ræða slíkt. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur. Horft í austur að Hólmsheiði að aðalflugbrautinni. 34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Fólk sem lifað hefur langa ævi veltir oft fyrir sér hlutunum á annan hátt en þeir sem minni reynslu hafa. Pensjónistinn sem hér skrifar er frekar al- vörugefinn maður, sem sjaldan fjallar um málefni dagsins af létt- úð, enda mál samtím- ans þannig vaxin að þau leyfa ekki gálausa umfjöllun. Einstaka sinnum bregður hann þó út af og leyfir sér gáskafulla fram- setningu þótt undirtónninn sé alvar- legur. Það hefur auðvitað ekki farið framhjá neinum, að spár um nið- urstöður kosninganna í vor eru bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki hagstæðar í betra lagi, svo margir telja fullvíst að með vorinu myndi þessir „gömlu flokkar“ enn einu sinni ríkisstjórn. Á endurminningakvöldfundi í fé- lagi pensjónista bar pólitíkina á góma, ásamt fleiru. Menn sátu sam- an í hring og spáðu í spilin og áður en varði var búið að skapa nýja rík- isstjórn. Þar sem um svo reynsluríka sam- komu var að ræða þykir pensjónist- anum við hæfi að sýna alþjóð nið- urstöðu þessa dagskrárliðar fundarins og fáeinar athugasemdir, sem flutu með: Forsætisráðherra – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, allir voru á einu máli um þetta embætti, þar sem Framsóknarflokkurinn hýsti um þessar mundir vænan hóp flóttafólks úr Sjálfstæðisflokknum yrði Sig- mundur þar með orðinn formaður beggja flokka og því sjálfkjörinn í embættið. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra – Einar K. Guðfinnsson, góður maður og gegn, sem myndi bjarga sjávarútveginum samdægurs frá skattaklóm Steingríms J. Sigfús- sonar, fella niður „ósanngjarnar“ álögur og festa gamla kvótakerfið í sessi, með framsali, veðsetningu og eignaraðild. Fjármála- og efnahagsráðuneytið – Illugi Gunnarsson, maður með reynslu. Innanríkisráðuneytið – Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæj- arstjóri, eða Brynjar Níelsson lög- fræðingur. Hér greindi menn á, enda báðir kandídatarnir vænir menn. Mennta- og menning- armálaráðherra – Vig- dís Hauksdóttir, fædd í embættið, einn af fremstu ræðumönnum Framsóknarflokksins, kunn að snjöllum mál- flutningi á gullald- aríslensku. Umhverfis- og auð- lindaráðherra – Sig- urður Ingi Jóhannsson, myndi umstafla Rammaáætlun og veita atvinnulífinu óheftan aðgang að ósnortnum öræfum landsins undir kjörorðinu „drift og frumkraftur“. Utanríkisráðuneytið – Bjarni Benediktsson, skeleggur ræðumað- ur, sem stæði dyggan vörð um að þjóðin lenti ekki á neinum glap- stigum í alþjóðlegri friðar- og um- hverfismálaumræðu og að vörnum landsins yrði borgið. Velferðarráðuneytið – Hanna Birna Kristjánsdóttir, sjálfsagður kandidat, góðviljuð manneskja, sem hugsar vel um alla, sem eiga um sárt að binda. Svona raðaði endurminninga- fundur íslenskra pensjónista upp ráðherralistanum, einhverjir kunna að gera athugasemdir við kynjahlut- fallið og svoleiðis smáræði, en þann- ig gerist þegar margir eru tilkall- aðir, en fáir útvaldir, við því er ekkert að segja. Þegar heim var komið mátaði pen- sjónistinn listann við hugmynda- fræði framtíðarinnar og vonbrigðin létu ekki á sér standa, honum sýnd- ist fátt, sem vakið gæti vonir í brjósti framtíðarbarnanna, þvert á móti. Hljómkviða sérhagsmunaaflanna er í vinnslu, þar sem stóriðju- trumbur og vélaskarkali að við- bættum útblásturslúðrum stóriðju- veranna mynda hljómsveitina. Það fer hrollur um pensjónistann við til- hugsunina eina saman. Ný ríkisstjórn í maí Eftir Jón Hjartarson Jón Hjartarson »Hljómkviða sérhags- munaaflanna er í vinnslu, þar sem stór- iðjutrumbur og véla- skarkali að viðbættum útblásturslúðrum stór- iðjuveranna mynda hljómsveitina. Höfundur er eftirlaunamaður og skip- ar 19. sæti á lista Vinstri-grænna í Suðurkjördæmi. Vantar þig heimasíðu? Snjallvefir sem aðlaga sig að öllum skjástærðum. Verð frá 14.900 kr. + vsk Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu Sími 553 0401 www.tonaflod.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.