Morgunblaðið - 15.03.2013, Síða 60

Morgunblaðið - 15.03.2013, Síða 60
FÖSTUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Skelfilegasta barnaníðsmál Noregs 2. Davíð laus úr fangelsi í Tyrklandi 3. Snjó kyngir niður 4. „Hún sagði aldrei skýrt nei“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar til styrktar Blátt áfram verða haldnir í kvöld á Gamla Gaukn- um, Tryggvagötu 22 í Reykjavík og hefjast þeir kl. 21. Á tónleikunum kemur fram fjöldi hljómsveita, m.a. Fræbbblarnir, Retrobot, Morgan Kane, Mercy Buckets og Wicked Strangers. Blátt áfram er verkefni sem felst í því að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónleikar haldnir til styrktar Blátt áfram  Sumarbúðir Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, nánar tiltekið námskeið í handritagerð fyrir lengra komna, verða haldnar í Skaga- firði 21.-25. maí nk. og verður kvik- myndagerðarmaðurinn Baltasar Kor- mákur meðal leiðbeinenda. Af öðrum má nefna Peter Wintonick, heimildar- myndaframleiðanda frá Kanada. Um sumarbúðirnar segir í tilkynningu frá RIFF að þær séu framlenging á kvik- myndasmiðju hátíðarinnar, RIFF Tal- ent Lab, sem farið hafi fram við góðan orðstír samhliða kvikmyndahátíðinni allt frá árinu 2006. Fleiri leiðbein- endur verða kynntir á næstunni og spennandi að sjá hverjir þeir verða því samningaviðræður standa yfir við þekkta, norræna leikstjóra. Umsóknir um þátttöku í sumarbúðunum hafa borist víða að, m.a. frá Bandaríkj- unum, Rúm- eníu, Síle og Egyptalandi. Frekari upplýs- ingar má finna á riff.is. Baltasar á námskeiði í handritagerð Á laugardag og sunnudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Stöku él nyrðra og eystra. Léttskýjað sunnan- og vestantil. Sums staðar frostlaust með suður- og vesturströndinni, annars frost 0-10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-10 m/s og lítilsháttar él, en létt- skýjað að mestu sunnan- og vestantil. Hiti um og yfir frostmarki á Suður- og Vesturlandi fram á kvöld, annars 0 til 8 stiga frost. VEÐUR Haukar urðu deildarmeist- arar í handknattleik karla í gærkvöld án þess að spila, þegar HK lagði FH að velli í Digranesi. HK á þar með enn von um að komast í úr- slitakeppnina og fór langt með að bjarga sér frá falli. Botnliðin unnu bæði, Valur sigraði Akureyri og Aftur- elding vann ÍR, og Akureyr- arliðið er þar með komið í fallbaráttuna fyrir loka- umferðirnar. »2-4 Haukar meistarar án þess að spila ÍR og Tindastóll eru í þeirri sér- kennilegu stöðu fyrir lokaumferð úr- valsdeildar karla í körfuknattleik að vera bæði í baráttu um sæti í úr- slitakeppninni og um að halda sæti sínu í efstu deild. ÍR-ingar fóru langt með að bjarga slæmu tímabili fyrir horn með því að sigra Tindastól. Grindavík tryggði sér deildarmeist- aratitilinn og Njarð- vík lagði granna sína í Keflavík. »2-3 Geta komist í úrslita- keppnina og líka fallið Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham eru komnir í átta liða úr- slit Evrópudeildar UEFA en sluppu með skrekkinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld. Þeir misstu niður þriggja marka forskot úr fyrri leiknum gegn Inter en mark í framlengingu kom þeim áfram. Chelsea og Newcastle eru líka komin í átta liða úrslit en dregið verður til þeirra í dag. »1 Gylfi og félagar sluppu með skrekkinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mottumars, árveknis- og fjáröfl- unarátak Krabbameinsfélagsins vegna baráttunnar gegn krabba- meini hjá körlum, er nú í fullum gangi og í fyrradag fengu starfs- menn Bílaumboðsins Öskju ehf. Andra Tý Kristleifsson frá Rakara- stofunni Herramönnum í Kópavogi til þess að mæta á vinnustaðinn og snyrta skegg þátttakenda fyrirtæk- isins í átakinu. Askja sendi í fyrsta sinn lið í keppnina í fyrra og þá var ákveðið að undirbúa vel þátttökuna í ár. „Við höfðum meðal annars í huga að fá rakara á staðinn og það gerð- um við í vikunni,“ segir Freyja Leópoldsdóttir, markaðsfulltrúi Öskju. Andri mætti með rakarastólinn og snyrti skegg allra 18 liðsmann- anna. „Hann var hérna allan dag- inn, tók menn í hnífarakstur og skildi eftir flottar mottur,“ segir Freyja. Konurnar með mottuhálsmen Gera má því skóna að allir teng- ist krabbameini á einn eða annan hátt. Freyja bendir á að hjá Öskju, eins og hjá flestum fyrirtækjum, hafi starfsmenn greinst með krabbamein og allir þekki einhvern sem hafi glímt við krabbamein. Því sé mikill samhugur innan fyrirtæk- isins vegna þessa átaks sem og ár- lega haustátaksins Bleiku slauf- unnar í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og kven- fólkið láti sitt ekki eftir liggja. „Við keyptum mottuhálsmen fyr- ir allar stelpurnar í fyrirtækinu, berum það allan mánuðinn eins og í fyrra og hvetjum karlana,“ segir Freyja. Hún áréttar að allar konurnar taki þátt í átakinu. „Ég hef að minnsta kosti ekki orðið vör við að einhver skvísan hafi gleymt að vera með háls- menið.“ Með þátttöku sinni vilja starfs- menn Öskju leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameini. Að loknum rakstrinum voru teknar myndir af öllum þátttakendum og þeir beðnir um að setja nýju mynd- irnar inn á söfnunarvef Krabba- meinsfélagsins (mottumars.is). „Við tökum annars vegar þátt í keppn- inni sem lið og hins vegar sem ein- staklingar og vonandi aukast áheit- in jafnt og þétt,“ segir Freyja. „Við gerum það sem við getum til þess að hvetja fólk til þess að taka þátt í átakinu. Við höfum til dæmis sett nýju myndirnar inn á Facebook-síðu fyrirtækisins og þær hafa vakið mikla athygli.“ Skeggið snyrt í vinnunni  Rakarinn mætti með stólinn í bíla- umboðið Öskju Ljósmynd/Freyja Leópoldsdóttir Rakstur Andri Týr Kristleifsson rakari snyrtir skegg Kjartans Baldurssonar, sölumanns hjá Öskju. Síðdegis í gær höfðu um 10,3 milljónir króna safnast í Mottu- mars 2013, en markmiðið er að safna 30 milljónum króna í þessu átaki Krabbameins- félagsins. Söfnunarfénu verður var- ið í rannsóknir, forvarnir, stuðning og ýmis önnur verkefni sem tengjast baráttunni við krabba- mein í karlmönnum. Á síðunni (mottumars.is) er öllum frjálst að stofna eigin fjár- öflun til styrktar málefninu og ekki er of seint að skrá sig til keppni. Í gangi er einstaklings- keppni og liðakeppni og stöðugt bætist í hópinn. Lið fyrirtækja og stofnana eru áberandi í liða- keppninni en þar eru líka ýmsir hópar eins og skólafélagar, íþróttalið, kórar og hjálpar- sveitir. Um 10,3 milljónir hafa safnast MOTTUMARS - BARÁTTAN VIÐ KRABBAMEIN Í KARLMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.