Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 60
FÖSTUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Skelfilegasta barnaníðsmál Noregs 2. Davíð laus úr fangelsi í Tyrklandi 3. Snjó kyngir niður 4. „Hún sagði aldrei skýrt nei“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar til styrktar Blátt áfram verða haldnir í kvöld á Gamla Gaukn- um, Tryggvagötu 22 í Reykjavík og hefjast þeir kl. 21. Á tónleikunum kemur fram fjöldi hljómsveita, m.a. Fræbbblarnir, Retrobot, Morgan Kane, Mercy Buckets og Wicked Strangers. Blátt áfram er verkefni sem felst í því að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónleikar haldnir til styrktar Blátt áfram  Sumarbúðir Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, nánar tiltekið námskeið í handritagerð fyrir lengra komna, verða haldnar í Skaga- firði 21.-25. maí nk. og verður kvik- myndagerðarmaðurinn Baltasar Kor- mákur meðal leiðbeinenda. Af öðrum má nefna Peter Wintonick, heimildar- myndaframleiðanda frá Kanada. Um sumarbúðirnar segir í tilkynningu frá RIFF að þær séu framlenging á kvik- myndasmiðju hátíðarinnar, RIFF Tal- ent Lab, sem farið hafi fram við góðan orðstír samhliða kvikmyndahátíðinni allt frá árinu 2006. Fleiri leiðbein- endur verða kynntir á næstunni og spennandi að sjá hverjir þeir verða því samningaviðræður standa yfir við þekkta, norræna leikstjóra. Umsóknir um þátttöku í sumarbúðunum hafa borist víða að, m.a. frá Bandaríkj- unum, Rúm- eníu, Síle og Egyptalandi. Frekari upplýs- ingar má finna á riff.is. Baltasar á námskeiði í handritagerð Á laugardag og sunnudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Stöku él nyrðra og eystra. Léttskýjað sunnan- og vestantil. Sums staðar frostlaust með suður- og vesturströndinni, annars frost 0-10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-10 m/s og lítilsháttar él, en létt- skýjað að mestu sunnan- og vestantil. Hiti um og yfir frostmarki á Suður- og Vesturlandi fram á kvöld, annars 0 til 8 stiga frost. VEÐUR Haukar urðu deildarmeist- arar í handknattleik karla í gærkvöld án þess að spila, þegar HK lagði FH að velli í Digranesi. HK á þar með enn von um að komast í úr- slitakeppnina og fór langt með að bjarga sér frá falli. Botnliðin unnu bæði, Valur sigraði Akureyri og Aftur- elding vann ÍR, og Akureyr- arliðið er þar með komið í fallbaráttuna fyrir loka- umferðirnar. »2-4 Haukar meistarar án þess að spila ÍR og Tindastóll eru í þeirri sér- kennilegu stöðu fyrir lokaumferð úr- valsdeildar karla í körfuknattleik að vera bæði í baráttu um sæti í úr- slitakeppninni og um að halda sæti sínu í efstu deild. ÍR-ingar fóru langt með að bjarga slæmu tímabili fyrir horn með því að sigra Tindastól. Grindavík tryggði sér deildarmeist- aratitilinn og Njarð- vík lagði granna sína í Keflavík. »2-3 Geta komist í úrslita- keppnina og líka fallið Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham eru komnir í átta liða úr- slit Evrópudeildar UEFA en sluppu með skrekkinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld. Þeir misstu niður þriggja marka forskot úr fyrri leiknum gegn Inter en mark í framlengingu kom þeim áfram. Chelsea og Newcastle eru líka komin í átta liða úrslit en dregið verður til þeirra í dag. »1 Gylfi og félagar sluppu með skrekkinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mottumars, árveknis- og fjáröfl- unarátak Krabbameinsfélagsins vegna baráttunnar gegn krabba- meini hjá körlum, er nú í fullum gangi og í fyrradag fengu starfs- menn Bílaumboðsins Öskju ehf. Andra Tý Kristleifsson frá Rakara- stofunni Herramönnum í Kópavogi til þess að mæta á vinnustaðinn og snyrta skegg þátttakenda fyrirtæk- isins í átakinu. Askja sendi í fyrsta sinn lið í keppnina í fyrra og þá var ákveðið að undirbúa vel þátttökuna í ár. „Við höfðum meðal annars í huga að fá rakara á staðinn og það gerð- um við í vikunni,“ segir Freyja Leópoldsdóttir, markaðsfulltrúi Öskju. Andri mætti með rakarastólinn og snyrti skegg allra 18 liðsmann- anna. „Hann var hérna allan dag- inn, tók menn í hnífarakstur og skildi eftir flottar mottur,“ segir Freyja. Konurnar með mottuhálsmen Gera má því skóna að allir teng- ist krabbameini á einn eða annan hátt. Freyja bendir á að hjá Öskju, eins og hjá flestum fyrirtækjum, hafi starfsmenn greinst með krabbamein og allir þekki einhvern sem hafi glímt við krabbamein. Því sé mikill samhugur innan fyrirtæk- isins vegna þessa átaks sem og ár- lega haustátaksins Bleiku slauf- unnar í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og kven- fólkið láti sitt ekki eftir liggja. „Við keyptum mottuhálsmen fyr- ir allar stelpurnar í fyrirtækinu, berum það allan mánuðinn eins og í fyrra og hvetjum karlana,“ segir Freyja. Hún áréttar að allar konurnar taki þátt í átakinu. „Ég hef að minnsta kosti ekki orðið vör við að einhver skvísan hafi gleymt að vera með háls- menið.“ Með þátttöku sinni vilja starfs- menn Öskju leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameini. Að loknum rakstrinum voru teknar myndir af öllum þátttakendum og þeir beðnir um að setja nýju mynd- irnar inn á söfnunarvef Krabba- meinsfélagsins (mottumars.is). „Við tökum annars vegar þátt í keppn- inni sem lið og hins vegar sem ein- staklingar og vonandi aukast áheit- in jafnt og þétt,“ segir Freyja. „Við gerum það sem við getum til þess að hvetja fólk til þess að taka þátt í átakinu. Við höfum til dæmis sett nýju myndirnar inn á Facebook-síðu fyrirtækisins og þær hafa vakið mikla athygli.“ Skeggið snyrt í vinnunni  Rakarinn mætti með stólinn í bíla- umboðið Öskju Ljósmynd/Freyja Leópoldsdóttir Rakstur Andri Týr Kristleifsson rakari snyrtir skegg Kjartans Baldurssonar, sölumanns hjá Öskju. Síðdegis í gær höfðu um 10,3 milljónir króna safnast í Mottu- mars 2013, en markmiðið er að safna 30 milljónum króna í þessu átaki Krabbameins- félagsins. Söfnunarfénu verður var- ið í rannsóknir, forvarnir, stuðning og ýmis önnur verkefni sem tengjast baráttunni við krabba- mein í karlmönnum. Á síðunni (mottumars.is) er öllum frjálst að stofna eigin fjár- öflun til styrktar málefninu og ekki er of seint að skrá sig til keppni. Í gangi er einstaklings- keppni og liðakeppni og stöðugt bætist í hópinn. Lið fyrirtækja og stofnana eru áberandi í liða- keppninni en þar eru líka ýmsir hópar eins og skólafélagar, íþróttalið, kórar og hjálpar- sveitir. Um 10,3 milljónir hafa safnast MOTTUMARS - BARÁTTAN VIÐ KRABBAMEIN Í KARLMÖNNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.