Morgunblaðið - 16.03.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 16.03.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Uppþvottavél SN 45M505SK (stál) 13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB (re 1 pW). Tækifærisverð: 154.900 kr. stgr. (Fullt verð: 189.900 kr.) Sjálfvirk kerfi Orkuflokkur Tímastytting Eimskip hóf strandsiglingar að nýju í gær, Brúar- foss kom til Ísafjarðar í gærmorgun. Ísafjörður er viðkomustaður á nýrri strandleið félagsins sem tengir landsbyggðina beint við Færeyjar, Skot- land, England og meginland Evrópu og óbeint inn á Skandínavíu og Eystrasalt. Samskip áforma að hefja strandsiglingar eftir helgi en útboði ríkisins á þeim var frestað eftir að ljóst varð að félögin ætluðu að sigla kringum landið á ný. Brúarfoss lagðist að bryggju á Ísafirði í gær Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Strandsiglingar Eimskipafélags Íslands eru hafnar Skúli Hansen skulih@mbl.is Enn er óvíst hvenær störfum Al- þingis lýkur þrátt fyrir að þeim hafi átt að ljúka í gær samkvæmt dag- skrá þingsins. Þingfundur hefur ver- ið boðaður klukkan 10 í dag og eru þar samtals ellefu mál á dagskrá, þ. á m. kvótafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar, heildarlög um náttúruvernd, frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Land- spítala og frumvarp um breytingar á fjölmiðlalögum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fóru einungis fram óform- legir fundir um stöðu þingsins í gær. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur, forseta Alþingis, hefur hún boðað formenn stjórnmálaflokk- anna á fund til að ræða þinglok. „Þingfundur byrjar klukkan tíu þannig að ætli það verði ekki um líkt leyti,“ segir Ásta Ragnheiður aðspurð hvenær fundur hennar með formönnunum hefjist. Þá bendir hún á að það komi í ljós á morgun hvort þingið muni funda aftur næst- komandi mánudag. Þurfa að velja mál sem klára á „Það sem er mest áríðandi er að við náum utan um hvaða mál það eru sem brýnt er að verði kláruð núna á vorþinginu,“ segir Illugi Gunnars- son, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, og bætir við: „Þá er ég ekki að tala um hvað menn telja að sé brýnt fyrir sig pólitískt heldur mál sem hægt er að rökstyðja að hafi verulega mikilvæg áhrif annað hvort til að styrkja stöðu atvinnuvega eða heimila.“ Spurður út í þingfundinn sem boð- aður hefur verið í dag segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, að það hafi ekki verið rætt við framsóknarmenn um þann fund á neinn hátt, hvorki um boðun fundarins né dagskrá hans. Ekki náðist í þingflokksfor- menn stjórnarflokkanna við vinnslu fréttarinnar. Funduðu um stjórnarskrána Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði síðdegis í gær um stöðu stjórnarskrármálsins. Þeir þing- menn Samfylkingarinnar sem Morg- unblaðið talaði við í gærkvöldi vildu hinsvegar ekki tjá sig um málið. Áfram óvissa um þinglok  Forseti Alþingis fundar um þinglok með formönnum stjórnmálaflokkanna  Þingfundur hefst klukkan 10:00 í dag en samtals eru ellefu mál á dagskrá Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Illugi Gunnarsson Gunnar Bragi Sveinsson Landsfundur Dögunar var settur síðdegis í gær en þar fluttu odd- vitaefni flokksins, þau Þórður B. Sig- urðsson, Guðrún Dadda Ásmunds- dóttir, Andrea Ólafsdóttir, Gísli Tryggvason, Ólöf Guðný Valdimars- dóttir og Margrét Tryggvadóttir, sameiginlega setningarræðu. Í ræðunni var m.a. lögð áhersla á að nú væri tími kominn til róttækra breytinga á samfélaginu. „Ísland er í vanda statt. Vandinn verður ekki leystur nema með samstilltu átaki allra sem að honum koma. Dögun ætlar ekki bara að leggja hönd á plóg, við ætlum okkur að vera leið- andi í því starfi,“ segir m.a. í setning- arræðunni. skulih@mbl.is Oddvitar Dögunar fluttu setningarræðu í sameiningu Morgunblaðið/Ómar „Ég ætla ekki að rengja útreikn- inga FÍB. Sem betur fer er stað- an þannig að það hillir undir verð- lækkun. Það er og verður alltaf flökt á álagningu á eldsneyti, eðli olíuviðskipta er þannig. Það má líkja þessu við línurit sjúklings á skurðarborði,“ segir Hugi Hreið- arsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, spurður hvort eldsneytisverð muni lækka. Félag íslenskra bifreiðaeigenda sendi frá sér tilkynningu í gær, þar sem bent var m.a. á að gengi ís- lensku krónunnar hefði styrkst og heimsmarkaðsverð á bensíni hefði lækkað um 15%. „En meinið er það að hvorki þessi lækkun né sterkara krónugengi er að skila sér til ís- lenskra neytenda.“ Ennfremur seg- ir: Eldsneytiskostnaður heimilanna hefur vaxið langt umfram þróun verðlags á undanförnum árum. Vísi- tölur launa og kaupmáttar hafa ekki haldið í við verðlag frá hruni. „Ég hef ekki séð umrædda grein og get því ekki tjáð mig því ég veit ekki hvaða útreikningar liggja á bak við þessar tölur frá FÍB,“ segir Sam- úel Guðmundsson, rekstrarstjóri Olís, spurður hvort Olís hyggist lækka bensínverð. Samúel ítrekaði að Olís byði viðskiptavinum sínum ávallt samkeppnishæft verð. Þá seg- ir hann að verðið sé reglulega skoð- að til að ganga úr skugga um hvort hægt sé að hækka eða lækka elds- neytisverð. Ekki náðist í Magnús Ásgeirsson hjá N1 við vinnslu frétt- arinnar. thorunn@mbl.is Of hátt eldsneyt- isverð Hugi Hreiðarsson  Hillir undir lækk- un hjá Atlantsolíu Í Gallup-könnun, sem RÚV birti í gær, mælist Sjálfstæðisflokk- urinn stærstur, með 26,8% fylgi, en Framsókn- arflokkurinn kemur skammt þar á eftir með 25,5% fylgi. Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn með 14% fylgi. Björt framtíð með 13.2% og VG með 8,9%. Framsóknarflokkurinn mælist með 31,9% fylgi og er stærsti flokk- urinn, samkvæmt könnun Stöðvar 2 frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27,6% fylgi, sem er minna en í síðustu könnun. Sam- fylkingin er þriðja stærst, með 13,8%, Björt framtíð 9,1% og Vinstri græn 7,1%. Aðrar stjórn- málahreyfingar ná ekki 5% fylgi, og þar með ekki manni inn á þing. Þessar kannanir sýna svipaðar línur og aðrar kannanir hafa verið að sýna síðustu vikurnar, að Fram- sókn er á uppleið, en fylgi Sjálf- stæðisflokksins að dala. Framsókn bætir stöðugt við sig Banaslys varð laust fyrir hádegi í gær við bæinn Fjósatungu í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit. Stúlkubarn lést þegar það varð fyrir lítilli vinnuvél. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins og frekari upplýsingar voru ekki gefnar í gær. Varð fyrir lítilli vinnuvél og lést

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.