Morgunblaðið - 16.03.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísitala launa í fjármálaþjónustu,
hjá lífeyrissjóðum og í vátryggingum
hækkaði um 29% á tímabilinu frá
2009 til 2012 en um 39% árin 2005 til
2008.
Þetta má lesa út úr launavísitölu
Hagstofu Íslands en þróun hennar
er sýnd á grafinu hér fyrir ofan í
nokkrum greinum árin 2005-2012.
Grafið undirstrikar lágdeyðu í
byggingargeiranum en aðrir geirar,
til dæmis samgöngur, ganga betur.
Kann aukinn straumur ferða-
manna að eiga þátt í launahækkun-
um í samgöngugeiranum. Laun í
versluninni hafa hins vegar hækkað
minna en áhrifa af ferðamönnum
ætti þar einnig að gæta. Gengishrun-
ið kom ólíkt við fyrirtæki á heima-
markaði og í útflutningi. Vísitalan
sundurgreinir hins vegar ekki fyrir-
tæki eftir því í hvorum hóp þau eru.
Samkeppni um sérfræðinga
Spurður hvað drífi áfram launa-
hækkanir í fjármálageiranum segir
Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármála-
fyrirtækja, að samkeppni um gott
starfsfólk sé meginskýringin.
„Það er ljóst að það er ábyggilega
samkeppni um allt starfsfólk sem
vinnur í upplýsingatækni. Það er
mjög stór hópur starfandi innan
bankanna í kringum upplýsinga-
tæknina, líklega um 700 manns.
Það virðist líka vera heilmikil sam-
keppni um lögfræðinga á markaðn-
um og um viðskiptamenntað fólk á
ýmsum sviðum, til dæmis við
áhættustýringu og endurskoðun.“
Friðbert heldur áfram og bendir á
að kröfur um aukið eftirlit með fjár-
málafyrirtækjum kalli orðið á fjölda
sérhæfðra starfsmanna í bönkum.
Mannfrekur eftirlitsiðnaður
„Bankarnir hafa þurft að ráða til
sín mjög sérhæft fólk í eftirlitsiðn-
aðinn sem er búið að koma upp á Ís-
landi. Fjölmennur hópur mjög vel
menntaðra starfsmanna vinnur orðið
í því að sinna eftirliti. Það þarf að
svara Fjármálaeftirlitinu, Seðla-
bankanum, ráðuneytum og öðrum
sem sinna eftirlitsskyldu á markaði.
Það eru tugir manna í hverjum stóru
bankanna sem eingöngu sinna þessu
eftirliti, stöðugu eftirliti af hálfu eft-
irlitsstofnana.
Annað sem ber að nefna í þessu
sambandi er að sérfræðingar sem
starfa innan bankanna – og þá
undanskil ég æðstu stjórnendur –
lækkuðu í launum um 15-40% við
efnahagshrunið. Það kæmi mér
ekkert á óvart ef menn hafa end-
urheimt eitthvað af þeirri lækk-
un,“ segir Friðbert sem telur að
þessir þættir skýri launahækkan-
ir síðustu misseri umfram annað.
Launaskrið í fjár-
málageiranum
Launavísitalan hækkaði um 29% á árunum 2009 til 2012
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Notkun rafræns námsefnis á netinu
er smám saman að ryðja sér til rúms
í framhaldsskólum, þó notkun þess
sé enn takmörkuð. Í frumvarpi um
framhaldsskóla sem mennta- og
menningarmálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi er lagt til að skólum
verði með sérstöku leyfi ráðherra
heimilað að innheimta gjald fyrir
rafrænt efni sem þeir ákveða að nýta
í kennslu. Í fyrstu verði þessi heim-
ild veitt í tilraunaskyni í takmark-
aðan tíma og bundið við tilteknar
námsgreinar.
Gæti minnkað bókakostnað
nemenda með tíð og tíma
Eva Brá Önnudóttir, formaður
Sambands íslenskra framhalds-
skólanema, segir nemendur fagna
því að rafrænt námsefni verði notað
í meira mæli. „Það hentar mjög
mörgum. Það var notað í til-
raunaverkefni á vegum mennta-
málaráðuneytisins í kynjafræði og
gekk mjög vel,“ segir hún.
„Bókakaupin í framhaldsskólum
eru mjög mikil. Bækur nemenda
kosta oft meira en sjálf skólagjöld-
in,“ segir Eva. „Það er spurning
hvort þetta muni því ekki með tíð og
tíma minnka kostnað nemenda.“
Eva bendir á að mjög hefur færst í
vöxt að framhaldsskólanemendur
séu með fartölvur í skólunum. „Þetta
ætti því líka að létta á bakinu ef
nemendur þurfa ekki að bera
margar þungar bækur á sér.“
Nemendur framhaldsskólanna
þurfa í dag að bera talsverðan kostn-
að vegna prentaðra námsbóka og
annars námsefnis. Kemur fram í
greinargerð frumvarpsins að var-
lega megi áætla að nemandi í fullu
námi greiði 60-90 þúsund krónur á
einu skólaári fyrir námsefni. Þetta
svarar til þess að framhaldsskóla-
nemendur greiði alls 1,3 til 1,9 millj-
arða kr. á ári fyrir námsgögn ef mið-
að er við að 21 þúsund nemendur séu
í fullu námi.
Fram kemur í greinargerð með
frumvarpinu að útgefendur og
áhugamenn um rafrænt námsefni
hafa bent á að tryggja verði
greiðslur fyrir rafræna efnið með
öðrum hætti en almennt gerist um
prentað námsefni.
„Útbreiðsla efnis á netinu sé með
þeim hætti að alltaf verði auðvelt að
nálgast það án þess að greiða fyrir
með sama hætti og þegar prentaðar
námsbækur er keyptar. Aldrei verði
unnt að takmarka aðgang að raf-
rænu efni við þá eina sem greitt hafi
fyrir það nema með mjög flóknum
og dýrum aðferðum. Því verði að
tryggja að þeir sem nota rafræna
efnið greiði fyrir kostnað við útgáfu
þess. Vandséð er að það náist öðru-
vísi en að skólum verði veitt heimild
til að krefja nemendur um greiðslur
fyrir aðgang að rafrænu efni [...].“
Gert að greiða
fyrir rafræna
námsefnið
Bera í dag 1,3-1,9 milljarða kostnað
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Framhaldsskólanemar Mun raf-
rænt námsefni smám saman leysa
hefðbundnar skólabækur af hólmi?
Ríkið á að létta undir
» Í lögum um framhaldsskóla
frá 2008 segir að ár hvert skuli
tilgreina þá fjárhæð sem veitt
er til að mæta kostnaði nem-
enda vegna námsgagna.
» Engin fjárhæð hefur enn
verið veitt af fjárlögum í þessu
skyni.
Skilaverðmæti loðnuafurða frá Ís-
landi á yfirstandandi vertíð gæti
numið um 35 milljörðum króna, sam-
kvæmt grófu mati. Loðnuveiðin var
fremur dræm í gær. Nokkur skip
voru þá suður af Snæfellsnesi. Hlut-
ur Íslendinga í loðnukvótanum var
nú 461 þúsund tonn. Búið var að
veiða yfir 400 þúsund tonn í gær.
„Þetta er búið að vera ágætt,“
sagði Gunnþór Ingvason, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á
Neskaupstað (SVN). SVN hefur tek-
ið á móti um 150-160 þúsund tonnum
eða um þriðjungi loðnukvótans.
Gunnþór sagði muna um afla græn-
lenska skipsins Erika sem hefur lagt
upp hjá þeim. SVN er með bræðslu
og frystingu á Neskaupstað,
bræðslu á Seyðisfirði og í Helguvík
og hefur einnig kreist og fryst hrogn
í samvinnu við Saltver ehf. í Kefla-
vík. Búið var að frysta um 18 þúsund
tonn af loðnu hjá SVN í vetur og tæp
135 þúsund tonn höfðu farið í
bræðslu. Skip SVN áttu eftir að fara
einn túr hvert og því um 5 þúsund
tonn óveidd af kvóta fyrirtækisins.
Stefán Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Ísfélags Vestmannaeyja, sagði
að loðnuvertíðin í vetur hefði verið
sérkennileg.
„Veiðarnar hafa gengið brösug-
lega miðað við það sem við eigum að
venjast á hávertíðinni,“ sagði Stefán.
Ísfélagið hafði í gær tekið á móti
rúmlega 80 þúsund tonnum af loðnu
á vertíðinni. Um það bil 17 þúsund
tonn höfðu farið í frystingu og af-
gangurinn í bræðslu.
Ísfélagið er með fiskimjölsverk-
smiðjur og frystihús bæði í Vest-
mannaeyjum og á Þórshöfn.
Hrognataka fer einungis fram í
Vestmannaeyjum.
Ísfélagið átti eftir að veiða um 10
þúsund tonn af sínum loðnuheim-
ildum í gær. Eitthvað af því verður
notað til hrognatöku en Stefán sagði
að hrognamarkaðurinn væri þungur
um þessar mundir.
gudni@mbl.is
Verðmæti loðnuafurða
um 35 milljarðar króna
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Loðnuveiðar Börkur NK á loðnu-
miðunum suður af Snæfellsnesi.
Veiðin fremur
dræm í gær
Þegar spurst var fyrir um það
hjá Hagstofunni hvort laun
slitastjórna væru inni í vísitölu
fjármálageirans var svarið að öll
stærstu fyrirtækin á markaði
væru sjálfkrafa með í könn-
uninni en slembiúrtak af minni
fyrirtækjum. Upplýsingar um
stök fyrirtæki eru ekki veittar.
Einstaklingar skila nú inn
framtölum vegna ársins 2012.
Fram kom í könnun Frjálsrar
verslunar fyrir árið 2011 að Arev
verðbréfafyrirtæki hf. greiddi
hæstu meðallaunin eða 1.291
þúsund krónur á mánuði. Eng-
inn stóru viðskiptabankanna
var í 10 efstu sætum
listans. Fimm fyrir-
tæki greiddu yfir
milljón í meðallaun,
eða alls 718 millj-
ónir í laun. Laun í
þessum geira
hækkuðu um
11,2% að með-
altali í fyrra.
Meðallaun
yfir milljón
KAUP OG KJÖR
Friðbert
Traustason
Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir atvinnugrein 2005-2012
Meðaltal hvers árs
Heimild: Hagstofa Íslands
Vísitölur:
Alls
Iðnaður
Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Verslun og ýmis viðgerðarþjónusta
Samgöngur og flutningar
Fjármálaþjónusta, lífeyrissjóðir og vátryggingar
180
170
160
150
140
130
120
110
100
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
165,6
163
155,3
178,1
179,1
160,4
Allar vísitölur
færðar í 100
árið 2005
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík
sími 522 4500 www.ILVA.is
einfaldlega betri kostur
LAGERSALA
40-80% afsláttur
sýningareintök, lítið
útlitsgölluð húsgögn
og smávara
Aðeins þessa helgi 16. og 17. mars