Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Mercedes-Benz GL 350 CDI BlueTEC 4MATIC Árgerð 2012, 211 hestafla dísilvél, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, ekinn 20 þús. km. NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18og laugardaga kl. 12-16 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 7 4 2 19" álfelgur, Parktronic fjarlægðarskynjarar, Offroad tæknipakki, dráttarbeisli, 7 manna, fjarstýrð rafopnun á skotthlera, tveggja svæða loftkæling, bluetooth, rafstýrð leðursæti, viðarklætt mælaborð, 6 diska geisladiskamagasín, rafstýrð niðurfelling á aukasætum, þaklúga o.fl. Verð 15.900.000 kr. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að standa vörð um hagsmuni innanlands- flugs á landinu áfram. „Ég hef gert það allar götur frá því ég kom í embætti ráðherra sam- göngumála. Ég hef barist fyrir þeim og þar með tekið upp þráðinn frá forverum mínum í emb- ætti um nauðsyn þess að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflugið á Reykjavíkurflugvelli,“ sagði Ögmundur í samtali við Morgunblaðið í kjölfar þess að Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir að innanrík- isráðuneyti stæði vörð um þá sýn Ögmundar að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri. Lausir endar Í ræðu Kristjáns á Alþingi í gær kom fram að með samkomulagi ríkis og borgar um kaup borgarinnar á landi í Skerjafirði væri ljóst að verið væri að vinna að framgangi 800 íbúða byggðar við Skerjafjörðinn á grundvelli núgild- andi skipulags, sem miðaðist við að flugvöll- urinn yrði lagður niður. Ögmundur leggur áherslu á að þrátt fyrir samninginn séu ýmsir þræðir óhnýttir, viðræður borgar og innanrík- isráðuneytis séu enn í gangi. Ögmundur segir að þrátt fyrir að samningar séu í höfn um landakaupin sé það ekki eini lykill að lausn málsins. „Við í innanríkisráðuneytinu höldum líka á lyklum. Við erum hags- munagæslumenn fyrir innanlandsflug á Íslandi og ætlumst til að það sé tekið tillit til okkar sjónarmiða [...] En frá mínum bæjardyrum séð þá er alveg ljóst að við erum ekki tilbúin að ganga til endanlegra samninga um lokun brauta og breytingu á aðstæðum flugsins fyrr en við höfum heildstæða yfirsýn yfir málið allt til framtíðar,“ segir Ögmundur og bætir við að alltaf hafi legið fyrir að finna þurfi kost sem sé ákjósanlegur fyrir borgaryfirvöld og fyrir inn- anlandsflugið. Hugnast ekki Hólmsheiði Hugur Ögmundar til flugvallar á Hólmsheiði hefur ekki breyst með nýrri skýrslu um sam- anburð á veðurfari. Sjálfur bætir hann við að hann sé skattgreiðandi auk þess að vera innan- ríkisráðherra. „Ég hef ekki komið auga á þá milljarðatugi sem þarf til að flytja eitt stykki flugvöll,“ segir Ögmundur. Ekki tilbúinn til endanlegra samninga  Innanríkisráðuneytið heldur líka á lyklum í flugvallarmálinu segir Ögmundur  Mun áfram standa vörð um hagsmuni innanlandsflugs  Málið ekki keyrt áfram með „einstrengingslegum“ hætti Núverandi hitaveitulögn frá Flugvöllur á Hólmsheiði Re yk ja ví k M os fe lls bæ r Nýr vegur Nýr vegur Spennistöð HitaveitaRauðavatn Reynisvatn Langavatn Hafravatn Grafarholt Norðlingaholt Breiðholt Víðidalur Tillaga að stað- setningu flugvallar á Hólmsheiði Hesthús Fyrirhugað fangelsi Nesjavöllum Áætlanir Borgin hefur fest kaup á græna svæðinu sem áður var í eigu rík- issjóðs. Þar með gefst færi á 800 íbúða byggð miðað við skipulagshugmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.