Morgunblaðið - 16.03.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.03.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Morgunblaðið/Ómar Rannsakaði vanskil Stefán Þór Björnsson hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands um úrvinnslu vanskila í íslensku fjármálakerfi eftir hrun. „Endurskipulagning vanskilalána eftir hrun hefur gengið eins vel og við mátti búast,“ segir Stefán Þór Björnsson, sérfræðingur á greining- arsviði Fjármálaeftirlitsins. Stefán kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar um úrvinnslu vanskila í ís- lensku fjármálakerfi eftir hrun. Hann segir vanskilahlutfall stórra fyrirtækja hafa lækkað hraðast. „Mestu verðmæti íslensku bankanna eru í útlánum til stórra fyrirtækja og mestur kraftur hefur farið í að lækka vanskilahlutfallið þar. Hlut- fall vanskila hjá einstaklingum er líka að lækka, en það reis aldrei jafn hratt og hjá stóru fyrirtækjunum.“ Árangurinn ekki lakari hér Í rannsókninni bar Stefán saman þróun vanskilahlutfalls eftir hrun á Íslandi við sams konar tölur frá ann- arsvegar Eistlandi, Búlgaríu, Make- dóníu og Rúmeníu, og hinsvegar töl- ur frá Indónesíu og Taílandi eftir fjármálahrunið í Asíu 1997. Niður- stöðurnar sýni að árangur Íslands í endurskipulagningu vanskilalána hafi ekki verið lakari en í öðrum löndum. Þó hlutfall vanskila hafi verið hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum rétt eftir hrun hafi það lækkað hratt en sé enn að hækka í öðrum löndum. Mikilvægt að losa vanskil Stefán segir erfitt fyrir fyrirtæki sem eru í vanskilum og skulda meira en þau ráða við að taka fullan þátt í atvinnulífinu. Það geri þeim erfitt að fjármagna nýjar fjárfestingar og birgjar og viðskiptavinir séu líklegri til að vantreysta þeim. Það sé því mikilvægt að endurskipuleggja slík fyrirtæki og hreinsa í burtu vanskil svo þau geti starfað almennilega í hagkerfinu. Hann segir það sama gilda um einstaklinga. Fólk verði að vita endanlega skuldastöðu sína til að geta skipulagt sig fram í tímann. „Hlutfall vanskila í kerfinu eru besti mælikvarðinn sem segir okkur hversu hratt og hversu vel þessi endurskipulagning gengur.“ hrj36@hi.is Minni vanskil fólks og fyrirtækja  Endurskipulagning vanskilalána hjá stórfyrirtækjum hefur gengið hraðast Tveir karlar á þrítugsaldri, annar frá Lithá- en en hinn ís- lenskur, voru í gær í héraðs- dómi úrskurð- aðir í áframhald- andi gæslu- varðhald til 22. mars í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var Lithái á fimmtugsaldri úr- skurðaður í farbann til 12. apríl í þágu rannsóknarinnar. Áðurnefndir Litháar, sem voru báðir handteknir í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, komu hingað til lands frá Bret- landi, en annar þeirra reyndist hafa innvortis um 500 grömm af ætluðu kókaíni. Íslendingurinn, sem er grunaður um aðild að mál- inu, var hins vegar handtekinn fyrr í vikunni. Tveir áfram í haldi vegna fíkniefnamáls Reyndu að smygla inn fíkniefnum. „Ég tel að það hafi ekki komið oft fyr- ir að hross hafi fengið þessar tölur í töltkeppni í mars. Hún hefur allt til brunns að bera og er í rauninni kom- in í fremstu röð,“ segir Viðar Ingólfs- son sem sigraði í töltkeppni meist- aradeildarinnar í hestaíþróttum í fyrrakvöld á hryssu sinni, Vornótt frá Hólabrekku. Fengu þau 8,89 í heild- areinkunn. Viðar komst upp í annað sætið í stigakeppni knapa í meistaradeild- inni með sigrinum. Hann segir að allt geti gerst, þegar hann er spurður um áframhaldið í mótaröðinni, enda séu tvö mót eftir og fjórar greinar, þann- ig að 48 stig séu enn í pottinum. Hann reiknar með að fara á Má frá Feti í gæðingaskeið en er að leita að góðum skeiðhestum í hinar greinarnar. Við- ar er einn af sigursælustu knöpum mótaraðarinnar. Mótið var það átt- unda sem hann hefur unnið. Viðar rekur alhliða hestamiðstöð á Kvíarhóli í Ölfusi ásamt konu sinni, Jónu Margréti Ragnarsdóttur. „Sal- an mætti vera meiri, því er ekki að leyna. Topphestarnir seljast en al- mennir reiðhestar síður,“ segir Viðar þegar hann er spurður um stöðu greinarinnar. „Það þýðir ekki að kvarta, maður setur bara undir sig hausinn og heldur áfram. Það eru nóg tækifæri ef menn bera sig eftir þeim.“ Stefnir með Má til Berlínar Viðar stefnir eins og fleiri að því að komast í landsliðið fyrir HM í Berlín í sumar og reiknar með að reyna fyrir sér með Má frá Feti í fimmgangi og gæðingaskeiði. „Maður verður að hafa eitthvað ákveðið til að stefna að,“ segir Viðar en getur þess að hann breyti áherslun ekki mikið frá því sem unnið er daglega að, þótt stefnan sé tekin til Berlínar. helgi@mbl.is Hefur allt til brunns að bera  Viðar Ingólfsson og Vornótt sigruðu Á efsta palli Viðar Ingólfsson sigr- aði í 8. sinn á móti meistaradeildar. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í fyrradag var eftirfarandi bókun sam- þykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum: „Bæjarráð Reykjanesbæjar minnir á að ítrekað hefur komið fram í máli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að sambærilegt frumvarp verði lagt fram um Helguvík og gert er um Bakka. Minnt er á að nú eru örfáir dagar til þingloka. Í frumvörpum um Bakka er verið að lögsetja þjálfunar- styrki, styrki til vegagerðar, lóða- framkvæmda og stuðning við hafnar- framkvæmdir. Á viðræðufundi með fjármálaráðherra var óskað eftir að forsvarmenn bæjarins hlutuðust til um að lögð yrði fram umsögn vænt- anlegs kísilvers vegna þjálfunar- styrks, sem hefur verið gert. Bæjar- ráð treystir því að frumvarpið verði lagt fram af ríkisstjórninni.“ Vilja eins frumvarp  Suðurnesjamenn hvetja ríkisstjórnina www.nordichealth.is Í Form á 40 dögum. Verð 4900 kr. Sendum í póstkröfu. Heilsumeðferðir Jónínu Ben eru þekktar fyrir að skila árangri og bæta líðan og heilsu. Í samstarfi við lækni hótelsins er unnið einstaklingsmiðað að því að lækna og fyrirbyggja lífstílssjúkdóma svo sem háþrýsting, sykursýki 2, húðsjúkdóma, offitusjúkdóma, streytu, þunglyndi og kvíða. Læknir hótelsins aðstoðar fólk við að losa sig við lyf með breyttu mataræði. Mikil fræðsla og hreyfing er í boði eftir því sem fólk treystir sér til. Meðferðin er 2 vikur en hafi fólk komið áður er í lagi að taka eina viku. Flogið er til Gdansk þar sem leigubíll býður. Upplýsingar og pantanir í síma 822 4844 og á joninaben@nordichealth.is. PÓLLAND UM PÁSKANA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.