Morgunblaðið - 16.03.2013, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
ÚR BÆJARLÍFINU
Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Hvammstanga
Rækjuverksmiðjan Meleyri, ein
hin elsta á landinu, er komin aftur í
rekstur. Fjölskyldufyrirtækið Nes-
fiskur ehf. í Garði keypti fyrirtækið
um sl. áramót og hefur verið unnið
að endurbótum á liðnum vikum.
Unnið er á einni vakt, kl. 7-15, og
eru 12 starfsmenn að störfum. Tvö
togskip fyrirtækisins, Sóley og
Berglin, eru komin á rækjuveiðar
norður af landinu og miðin eru
nærri Grímsey. Skipin landa nú
fyrst á Siglufirði, þangað er stutt á
miðin. Stefnt er þó að löndun í
heimahöfn, en sem stendur er dýpi
tæplega nóg í Hvammstangahöfn
fyrir svo djúprist skip.
Baldvin Þór Bergþórsson er
stöðvarstjóri Meleyrar á Hvamms-
tanga en Örn Gíslason er verk-
stjóri, hann hefur unnið við Meleyri
frá upphafi, um 1973. Baldvin segir
nýja eigendur hugsa gott til fram-
tíðar á Hvammstanga.
Nú er komin miðgóa og má
segja að veturinn hafi farið vel með
íbúa héraðsins. Þó hafa komið
nokkur mjög snörp norðanskot. Í
síðustu viku var vonskuveður víða í
héraðinu og setti þá niður mikinn
snjó á Hvammstanga. Þurftu marg-
ir að finna skóflur og önnur verk-
færi til að komast út úr húsum sín-
um. Ekki er talinn mikill klaki í
jörðu og húnvetnskir bændur hafa
ekki þurft að kvarta yfir svelluðum
túnum, líkt og nágrannar þeirra í
Skagafirði og austar.
Unnið er að viðbyggingu við
veiðihúsið Tjarnarbrekku í Víðidal.
Húsið er stækkað um sex lúxusher-
bergi og byggt nýtt anddyri fyrir
veiðimenn. Veiðihús við margar lax-
veiðiár eru orðin að lúxushótelum
og segja sumir það andsvar við
dræmri veiði í mörgum ám. Oft er
það svo að verð hóteldvalarinnar
slagar hátt í verð veiðileyfa. Gott er
ef hægt er að skapa þannig tekjur
inn í héruðin. Á báðum þessum
stöðum eru verk þessi unnin af
heimamönnum.
Kirkjukór Hvammstanga fór
um Suðurnes og heimsótti Sand-
gerði og Garð. Ferðin tókst vel að
allra mati, góð leiðsögn Reynis
Sveinssonar um byggðina, tónleikar
í Safnaðarheimili Sandgerðis og
messa í Útskálakirkju í Garði, þar
sem húsfyllir var. Móttökur voru
mjög góðar og að hluta í boði nýrra
eigenda Meleyrar. Karlakórinn
Lóuþrælar heldur nú um helgina til
Eyjafjarðar og syngur í Laug-
arborg kl. 15 í dag, laugardag.
Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Meleyri Sigurður Hreinsson, kallaður meðhjálpari, Baldvin Bergþórsson
og Örn Gíslason halda um stjórnvölinn í rækjuverksmiðjunni.
Rækjuverksmiðjan Meleyri
hefur rekstur á nýjan leik
Tónaflóð í Garðabæ
Setningarathöfn í Vídalínskirkju
sunnudaginn 17. mars kl. 17
Orgelnefnd Vídalínskirkju hleypir af stokkunum íbúa-
átaki sem hljómar vel. Markmiðið er að safna fyrir nýju
orgeli í Vídalínskirkju.
Kynntar verða hugmyndir um nýtt glæsilegt orgel og
hvernig það getur m.a. gagnast Tónlistarskólanum og
tónlistarfólki í bænum. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
og formaður Orgelnefndar Vídalínskirku setur söfnunina
formlega af stað.
Fögur tónlist í boði. Fram koma: Sigurður Flosason,
Jóhann Baldvinsson, Garðakórinn, Kvennakórinn,
Kór Vídalínskirkju og Gospelkór Jóns Vídalíns.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd Vídalínskirkju.
Garðasókn - Kirkjulundi - 210 Garðabæ - Sími 565 6380 - vidalinskirkja.is
Um er að ræða nýjan 18 holu golfvöll sem
hannaður var af af Edwin Roald og
stendur við Borg í Grímsnesi.
Golfvöllurinn er á góðu landsvæði og
hönnun vallarins er glæsileg og spennandi
fyrir kylfinga. Búið er að byggja upp
flatir og teiga og mun völlurinn
verða einn lengsti golfvöllur
landsins. Golfvöllurinn er í
rúmlega 70 km fjarlægð
frá Reykjavík og stutt er
í helstu náttúrperlur á
Suðurlandi. Rétt við
golfvöllinn, í göngufæri,
er glæsileg sundlaug,
félagsheimili og aðstaða til
ráðstefnu- og námskeiðahalds,
skóli og stjórnsýsluhús
sveitarfélagsins.
Tilboð óskast og áskilinn er réttur til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum. Tilboðsfrestur er til og með 12.
apríl 2013.
Einstakt viðskiptatækifæri
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu
Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi
Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi ehf. - Austurvegi 3 - 800 Selfossi - Sími 480 2900 - www.log.is - Steindór Guðmundsson, lögg. fasteignasali