Morgunblaðið - 16.03.2013, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
vatnskóralrifin eru mjög stór og
þarna hrygnir einn stærsti þorsk-
stofn í heiminum og fleiri fiskteg-
undir eins og ýsa og síld. Sjórinn er
einkar næringarríkur. Þarna eru
einhverjar stærstu sjófuglabyggðir í
Vestur-Evrópu.
Kjensli sagði að fiskveiðarnar
væru mjög mikilvægar og sjómenn-
irnir vörðu tekjum sínum að mestu á
svæðinu. Olíuiðnaðurinn ver hins
vegar miklu af tekjum sínum
utanlands.
Kjensli benti á að landgrunnið
væri einkar mjótt utan við Lofoten
og Vesterålen. Fiskveiðin færi þar
fram á litlu svæði og olíuiðnaðurinn
vildi inn á sama svæði. Þarna eru
sterkir straumar og sagði Kjensli að
aðstæður yllu því að ekki dugi að
hafa 500 metra öryggissvæði í kring-
um olíuborpalla eins og í Norðursjó.
Þau þurfi frekar að vera 10-12 km til
að tryggja að tími gefist til að bregð-
ast við verði slys. Það þýði að ekki
verði pláss fyrir fiskveiðar hefjist
þarna olíuvinnsla.
Skilar sér mest utan svæðisins
Kjensli varpaði einnig fram þeirri
spurningu hvort þörf sé á olíu og gasi
af þessu svæði. Hann sagði áætlanir
gera ráð fyrir að olían sem finnist við
Lofoten, Vesterålen og Senja sam-
svari einungis ellefu mánaða fram-
leiðslu Noregs af olíuígildum.
Hann sagði að ferðaþjónustan vilji
ekki fá landtökumannvirki fyrir olíu
á svæðið, hún vilji frekar að það
verði skráð á heimsminjaskrá.
Kjensli sagði að olíuvinnsla á
þessu svæði myndi vissulega skila
tekjum í opinbera sjóði Noregs, sem
væru svo stútfullir af peningum fyrir
að menn viti varla hvernig eigi að
verja þeim. Aukin olíuumsvif í Norð-
ur-Noregi muni skila sér í Ósló,
Stavanger og Bergen en minnst í
Norður-Noregi.
Í skýrslu olíu- og orkumálaráðu-
neytisins um olíuvinnslu á svæðinu
og kynnt var í haust sé talað um að
olíuvinnslan geti skapað 37.000 störf
á landsvísu þegar umsvifin verða í
hámarki. Á svæðinu sjálfu munu
skapast að meðaltali um 1.100 störf
við mestu umsvif og u.þ.b. 400 störf
við lítil umsvif.
Kjensli benti á að ekki væri vinnu-
afl á svæðinu til að mæta aukinni eft-
irspurn yrði farið út í olíuvinnslu.
Hann vildi fá annars konar atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu sem ógnaði
ekki sérstöðu svæðisins. Kjensli
sagði að með olíuvinnslu gæti skap-
ast gullgrafarastemning um skamm-
an tíma en þegar upp yrði staðið að
30-40 árum liðnum væri hætt við að
svæðið yrði mun fátæklegra. Hann
vildi frekar byggja á þeim styrk-
leikum sem fyrir eru. Olíuvinnslan
geti haldið áfram á sömu svæðum og
nú við Noregsstrendur og í
Barentshafi.
Olíuiðnaðurinn vill nýta svæðið
Vinnsla olíu og gass er stærsta at-
vinnugrein Noregs með tilliti til
verðmætasköpunar, tekjusköpunar
fyrir ríkið og útflutningsverðmætis.
Um 43.000 manns starfa við greinina
og afleidd störf eru meira en 200.000
talsins.
Roger Pedersen er yfirmaður
upplýsingamála hjá Norsk olje &
gass, hagsmunasamtökum fyrir-
tækja í olíuvinnslu á norska land-
grunninu. Í þeim eru um 50 olíufélög
sem vinna olíu og um 50 birgjar fyrir
iðnaðinn.
Pedersen sagði að yfirvöld hefðu
sett olíuiðnaðinum strangar öryggis-
og umhverfiskröfur og að hann væri
undir ströngu eftirliti.
„Það verður að tilkynna ef maður
missir niður olíu úr einni fötu. Eins
ef einhver klemmir fingur, þá verður
að tilkynna það,“ sagði Pedersen.
Búið var að gera umhverfismat og
opna hluta af vinnslusvæði sem nefn-
ist Nordland VI og er suðvestan við
syðsta hluta Lofoten. Það var opnað
þegar árið 1994 og boranir hafnar
þegar norsk stjórnvöld lokuðu svæð-
inu árið 2001 fyrir frekari olíuleit.
Nordland VI þykir lofa góðu og talið
er að þar sé að finna allt að 43% olíu-
og gaslinda undir hafsbotninum við
Lofoten, Vesterålen og Senja, að því
er fram kom í Teknisk Ukeblad.
Umtalsverðar auðlindir
Pedersen sagði að þingmeirihluti
hefði verið í norska stórþinginu fyrir
olíuborunum á þessu svæði á núver-
andi og undanförnum kjörtíma-
bilum. Minnihluti í ríkisstjórn hefði
getað komið í veg fyrir fram-
kvæmdir. Hann sagði að Norsk olje
& gass teldi niðurstöður skýrslunnar
um áhrif olíustarfsemi í norðaustur-
hluta Noregshafs, sem kynnt var í
nóvember sl., sýna greinilega að
enginn munur væri hvað varðar ör-
yggismál eða umhverfismál á svæð-
unum við Lofoten, Vesterålen og
Senja og annars staðar á norska
landgrunninu. Hann sagði engan
vafa leika á að þarna væru umtals-
verðar olíu- og gaslindir.
Pedersen sagði að ekki þyrfti að
vera árekstur á milli fiskveiða og
olíuvinnslu. Hættan á olíuslysi væri
mjög lítil. Búið er að gera hljóð-
bylgjumælingar á svæðinu og engin
þörf á að endurtaka þær.
„Fjörutíu ára reynsla okkar á
norska landgrunninu sýnir að við
getum komist að skynsamlegu sam-
komulagi við fiskveiðarnar,“ sagði
Pedersen. Hann sagði vandann vera
þann að fiskimennirnir á svæðinu
vildu ekki ræða við olíuiðnaðinn um
hvernig væri hægt að komast að
lausn.
Norska ríkisstjórnin hefur sett
fram þau markmið að vinnsla olíu og
gass verði stunduð til langs tíma. Til
þess að þessar auðlindir skili jöfnum
og góðum arði telur ríkisstjórnin að
leggja beri áherslu á þrjú atriði.
Í fyrsta lagi að auka vinnslu úr
svæðum sem þegar er verið að nýta
og byggja upp olíu- og gaslindir sem
borga sig í rekstri. Í öðru lagi að
halda áfram að rannsaka betur svæði
sem búið er að opna og finna þar
meiri olíu og gas.
Í þriðja lagi að ljúka opnunarferl-
inu fyrir Jan Mayen-svæðið og suð-
austurhluta Barentshafsins, sem
geta lagt grunninn að nýjum efna-
hagsumsvifum í Norður-Noregi.
Røst í Lofoten Mikilvægar hrygningarstöðvar þorsks, ýsu, ufsa og síldar
eru við Lofoten og Vesterålen. Þar stendur nú vertíð sem hæst.
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta
lagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur
í eindaga til og með 15. mars 2013, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga
til og með 5. mars 2013 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er
fallið hafa í eindaga til og með 15. mars 2013, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og
tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á
gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi,
launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti,
fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila,
skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi
á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi,
jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi
Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar,
sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald,
búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað
fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs
kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast
óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds,
vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af
ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð
fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum.
Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15
daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. mars 2013
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
WWW.SPAIN.INFO
SJÁUMST Á BLÓMATORGINU Í
KRINGLUNNI Í DAG KL. 11-18
Spánarferðalög, spænsk
tónlist, matur og skemmtun
fyrir alla fjölskylduna!
Ferðakynningar
Verðlaunagetraun
Andlitsmálun
Trúðurinn Wally
VELKOMIN Á
SPÆNSKAN FERÐADAG!