Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 31
Það leitar oft á hug- ann, hversu takmörkuð umræðan er um þá miklu vá sem af áfeng- inu stafar, en því þakk- látari verð þegar ég sé rökum þrungnar grein- ar eins og grein Árna Gunnlaugssonar lög- manns á dögunum sem dregur fram bitrar staðreyndir um leið og aðvaranir eru settar fram gegn frekari afslætti í þessum málum. Betur að fleiri skrifuðu svo beinskeytttar og ígrundaðar greinar. Alltof oft gleymist þáttur áfengisins í umræðunni um vímuefnin, jafnvel að hinni alltof ríku hlutdeild sé gleymt með öllu. Ástæðan raunar einföld sem á hefur margsinnis verið bent, sem sagt sú staðreynd að neytendur áfengis sem margir hverjir berja sér á brjóst í hneykslun á hinum ólöglegu efnum veigra sér við að nefna áfeng- ið, hinn mikilvirkasta skaðvald sem og þann sem upphafinu á annarri neyzlu veldur nær alltaf. Mannlegt máske en ekki stórmannlegt. Alltof oft er maður þó minntur á þau mein sem áfengið veldur, allt yfir í slökktan lífsneista sem of margar minning- argreinar tjá skýrast og er þó aðeins toppur ísjakans. Í framhaldi af furðulegum sam- þykktum á landsfundi stærsta stjórn- málaflokksins, samþykktum sem eru bindandi fyrir flokksmenn hafi ég skilið þau furðufræði rétt, reit Árni Matthíasson mikla ágætis grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði augljósar afleiðingar þessara sam- þykkta ef framkvæmdar yrðu. Sam- þykktin um að selja áfengi við hliðina á mjólkinni í matvörubúðum svo dæmi sé tekið gengur nefnilega þvert á það sem virtustu heilbrigðisstofn- anir alþjóðasamfélagsins hafa ítrekað gjört samþykktir um þar sem við auknu aðgengi að áfengi er varað sterklega. Árni tekur sannanlegt dæmi um bjórinn þegar hann var leyfður og afleiðingar þess: tvöföldun áfengisneyzlu þjóðarinnar á nokkrum árum og var hún þó talsverð fyrir með sínum ófyrirsjáanlegu afleið- ingum. Lækkun áfengiskaupaaldurs er annað skýrt dæmi sem WHO var- ar einnig við og ef menn skyldu ekki vita eða vilja vita fyrir hvað þessi er- lenda skammstöfun stendur þá er hér um að ræða Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunina sem byggir álit sitt á óyggj- andi staðreyndum, en um það hafa þessir ágætu landsfund- arfulltrúar greinilega aldrei heyrt eða séð. Mér varð hugsað til vökumannsins vaska, Árna frænda míns Helgasonar, sem alltaf sótti landsfundi þessa flokks. Honum hefði í bezta falli þótt þess- ar samþykktir grátt gaman hjá sínu fólki, nær væri að segja að honum hefði þótt slíkt forkastanlegt. Kannski hefði þetta ekki náð sam- þykki, ef aðvörunarrödd Árna hefði enn mátt hljóma á þessari samkundu. Varla hefur þó ástæðan verið sú að menn á þeim bæ hafi hugsað til ann- ars hugsjónamáls sem þó hlaut ekki náð, sem sé þetta um kristilegu gildin sem öll löggjöf ætti að taka mið af, enda kannski ekki auðvelt að koma þessu tvennu saman eða hvað. Ég hefi hér minnt á þrjá Árna sem allir hafa sannleiksorð mælt um áfengið, tveir þeirra enn á foldu og er það vel ef á væri hlustað. Við í Bind- indissamtökunum fögnum því þegar heilbrigðar skoðanir eru viðraðar með glöggum rökum jafnt nú sem fyrr, þegar Árni frændi skrifaði sína pistla ótölulega um sannleika áfeng- ismálanna. Við vonum það eitt að samþykktir stærsta flokks þjóð- arinnar verði þó bara til heimabrúks, en verði aldrei að veruleika hjá ís- lenzkri þjóð. Eftir Helga Seljan »Mér varð hugsað til vökumannsins vaska, Árna frænda míns Helgasonar. Honum hefði í bezta falli þótt þessar samþykktir grátt gaman hjá sínu fólki, nær væri að segja að honum hefði þótt slíkt forkastanlegt. Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. Ærin tilefni til íhugunar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Þær fregnir sem nú berast um áhrif Kára- hnjúkavirkjunar á líf- ríki Lagarfljóts og landbrot fram með fljótinu staðfesta það sem gagnrýnendur virkjunarinnar vöruðu sterklega við í aðdrag- anda framkvæmda. Er þar þó aðeins um lítið brot að ræða af þeim náttúruspjöllum sem virkjunin í heild hefur í för með sér. Álver Alcoa á Reyðarfirði er önnur hlið á sama teningi og hvað áhrif þess snertir, umhverfisleg og sam- félagsleg, gildir það sama að þau eru aðeins að hluta til komin fram, m.a. áhrif langtímamengunar á fólk og umhverfi í Reyðarfirði. Ég fjallaði um þessar stóriðjufram- kæmdir í fjölda greina á öllum stig- um undirbúnings. Það sem tilfært er orðrétt hér á eftir er tekið úr formlegum athugasemdum mínum 14. júní 2001 til Skipulagsstofnunar vegna matsskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Gífurleg óafturkræf umhverfisspjöll Í upphafi athugasemda minna sagði eftirfarandi: „Eins og matsskýrsla Lands- virkjunar ber með sér hlytust af byggingu Kárahnjúkavirkjunar gíf- urleg umhverfisspjöll, margfalt meiri en af nokkurri framkvæmd sem til álita hefur komið að ráðast í hérlendis fram til þessa. Virkj- unarhugmyndin er tröllaukin jafnt á íslenskan sem alþjóðlegan mæli- kvarða og myndi hafa stórfelld nei- kvæð áhrif á Fljótsdalshérað og há- lendið inn af því allt til Vatnajökuls. Fyrirhugað er að safna nær öllu vatni sem til næst á hálendinu ofan við u.þ.b. 550 m hæðarlínu á 50 km belti austur-vestur, frá vatna- skilum Sauðár og Kverkár í vestri austur á Hraun, í ein jarðgöng og leiða að stöðvarhúsi, þaðan sem vatnið bærist í Lagarfljót. Veita á saman tveimur stórum jökul- fljótum, og veldur það eitt út af fyr- ir sig margháttuðum vandamálum frá efstu mörkum framkvæmda allt til ósa, meðal annars hættu og víð- tækri röskun af völd- um flóða og grunn- vatnsbreytinga. … Þá yrðu áhrif á vatnalíf á svæðinu mikil og til- finnanleg en vernd- argildi þess er van- metið í matsskýrslu. Varðar það bæði stöðuvötn, dragár og og jökulár, þar á með- al Lagarfljót sem yrði mun lífminna og kor- gugra og litur þess breyttist. Vatnalíf og vatnaflutningar Ítarleg skýrsla [S35: Vatnalífríki á virkjanaslóð] er eitt af bakgögn- um matsskýrslu og af lestri hennar verða fyrst ljós þau víðtæku nei- kvæðu áhrif sem virkjunin myndi hafa á vatnalífríki og nytjar af því, bæði fyrir dýrastofna og veiði. Þar sem rannsóknir að baki skýrslunni byggja flestar á punktmælingum eins sumars eru þær eðlilega tak- markaðar og mikið vantar á að vist- fræðileg heildarmynd af fyrirhug- aðri röskun vegna virkjunarinnar liggi fyrir. … Mikil miðlunarlón ásamt flutningi Jökulsár á Dal yfir í Lagarfljót og flutningi meirihluta vatnsins úr Kelduá yfir í Jökulsá í Fljótsdal gerir þessa virkjunar- hugmynd einstæða í neikvæðum skilningi og varhugaverðari en áð- ur hefur komið til umræðu hér- lendis. Að því er varðar bæði stór- fljótin, Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal, sem og fyrir Kelduá, eru ráðgerðir vatnaflutningar mjög neikvæðir, bæði að því er lífríki og áhrif á útlit varðar. Ekki síst á þetta við um Lagarfljót. Slíkum vatnaflutningum ætti skilyrðislaust að hafna hérlendis, en með bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar væri fordæmi gefið sem ekki sæi fyrir endann á. … Ekki virðist litið á stærð Lag- arfljóts í þessu samhengi og þann mikla lífmassa sem það hefur að geyma í heild, þar á meðal í lax- fiskum. Veiði hefur um aldir verið talin til hlunninda á mörgum bæj- um við fljótið en ekki er að sjá neina umfjöllun um það í mats- skýrslu.“ Áhrifin á Lagarfljót og umhverfi Í umsögn minni 2001 vitnaði ég til ýmissa þátta í matsskýrslunni, m.a. eftirfarandi orða Landsvirkj- unar um verndargildi fljótsins: „Verndargildi Lagarfljóts er á heildina litið í meðallagi og er hærra en ella vegna þess að í því finnast allar þrjár íslensku lax- fiskategundirnar, bleikja urriði og lax, auk hornsílis.“ Um þetta sagði ég orðrétt: „Þessu mati, „í meðallagi“, er undirritaður ósammála og telur að verndargildi Lagarfljóts eigi að teljast hátt. Enginn hefur rétt til að breyta umhverfi Lagarfljóts eins og yrði með umræddri veitu frá Jökulsá á Dal. Með tilkomu hennar væri með einu pennastriki gjör- breytt náttúrulegu eðli vatnsfalls sem um árþúsundir hefur runnið um Fljótsdalshérað, verið tilefni nafngiftar þess og daglegur, órofa þáttur í lífi kynslóðanna sem búið hafa á bökkum þess. Þessu fljóti má af menningarlegum og siðferðileg- um ástæðum ekki gjörbreyta eins og hér er að stefnt.Það verður að teljast alltof þröngt sjónarhorn í mati á verndargildi að líta aðeins á vistfræðiþáttinn eða fjölda fiski- stofna í fljótinu. Menningarþátt- urinn og sagnhelgi eiga að vega hér þungt en slíka nálgun er ekki að finna í matsskýrslu og einnig það er augljós vöntun.“ Þetta er örlítið brot af aðvör- unarorðum sem ég viðhafði áður en Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra lét undan pólitískum þrýstingi og sneri við niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Ófarnaðurinn sem nú blasir við er dýrkeyptur og verður seint bættur, en það minnsta sem hægt er að gera er að læra af reynslunni þegar aðrar slíkar stórfram- kvæmdir koma til umræðu. Eftir Hjörleif Guttormsson » Ófarnaðurinn sem nú blasir við er dýr- keyptur og verður seint bættur, en það minnsta sem hægt er að gera er að læra af reynsl- unni … Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Kárahnjúkavirkjun og eyðileggingin á Lagarfljóti Verklegur dagur Nemendur í grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins voru meðal annars upplýstir um búnað bifreiða á verklegum degi í gær og þurftu til dæmis að greina dekk. Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.