Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 33

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Sá mæti blaðamaður Sigurður Bogi Sæv- arsson skrifaði nýlega í pistli hér í Morg- unblaðinu um mátt stjórnmálamanna í bar- áttunni við kerfið og peningaöflin. Hann tók þar dæmi af Clinton Bandaríkjaforseta og segir m.a.: „Bill Clinton hefði eftir forsetatíð sína á margan hátt þurft að játa sig sigraðan. Ýmis mál hefðu ekki náð í gegn, sakir fyr- irstöðu fjármálaafla. Máttur peninga og manna á Wall Street hafi verið meiri en Bandaríkjaforseta, þó emb- ætti hans sé stundum sagt hið valda- mesta í heimi. Hugsjónirnar náðu ekki að sigra hagsmunina. Í því ljósi er því eðlilegt að spyrja hvort stjórn- málaflokkarnir íslensku hafi einfald- lega þann styrk að geta lagt til atlögu við banka, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina sem varið hafa verð- trygginguna af öllum mætti. Þessar stofnanir eru máttugar en hinar póli- tísku hreyfingar á margan hátt veik- ar.“ Eins og oft áður hittir Sigurður hér naglann á höfuðið þegar kemur að vanda íslenskra stjórnmála. En það er þó ekki rétt að stofnanir stjórnmálanna séu í þessu efni of veikar. Það sem er of veikt er sjálf- stæði stjórnmálamannanna sem starfa innan stjórnmálaflokkanna. Vald til lagasetningar og fram- kvæmdavald er innan stjórn- málaflokkanna en því fer fjarri að stofnanir þessar séu heilbrigðar lýð- ræðislegar stofnanir. Innan stjórn- málaflokkanna ráða hagsmunaöfl og pen- ingaöfl ferðinni. Fáir komast til metorða í flokkum þessum nema vera þóknanlegir valda- miklum klíkum sem starfa innan flokkanna. Flokksþing eru oftar en ekki sambland af mál- fundi og skrautsýningu. Þeir sem ætla að hafa áhrif á gang mála hvort sem er við lagasetningu eða stjórnvaldsaðgerðir vita sem er að skilvirkasta leiðin ligg- ur ekki um þingmennina sjálfa, hina rétt kjörnu handhafa valdsins, heldur um „vinnuveitendur“ þingmannanna, stjórnmálaflokkana. Birtingarmyndir þessa fyrir- komulags eru fjölmargar og þannig finnst mörgum eðlilegt að flokks- bundnir menn og einkanlega hátt settir flokksmenn hafi greiðari og al- mennari aðgang að kjörnum fulltrú- um heldur en almennir óflokks- bundnir kjósendur. Þegar að er gáð er ekkert í okkar stjórnskipan sem réttlætir þannig hólfa- eða stétta- skiptingu kjósenda. Margt af því misheppnaðasta í stjórn landsins á undanförnum árum má rekja beint til þess að þingmenn hafi með þvingunum og fortölum flokksræðisins verið sviptir sjálfstæði sínu og rétti til að fylgja eigin sann- færingu. Skýrast í þeim efnum er við- snúningur VG-liða í ESB-máli en einkavæðing bankanna og samþykkt EES eru sama marki brennd. Í ESB-máli yfirstandandi kjör- tímabils höfum við síðan fengið að kynnast því hvernig sterkir stjórn- málaleiðtogar geta í reynd nýtt flokksstofnanir sínar til þess að losna undan óþægilegum kosningalof- orðum sem gefin voru öllum kjós- endum en er eftir á breytt af litlum hópi þeirra. Núverandi kosningakerfi er mjög hliðhollt flokkakerfinu og gerir t.d. einstaklingsframboð nær ómögulegt. Ein leiðin til framfara í þessum efn- um liggur því um stjórnar- skrárbreytingar á kosningakerfi en mikilvægast er þó lifandi vakning al- mennings fyrir því að hér er pottur brotinn og réttur allra kjósenda á að vera sá sami. Við núverandi fyr- irkomulag er eina leiðin út úr kerfinu að frambjóðendur bjóði fram í óháð- um kosningabandalögum sem ekki mynda stjórnmálaflokk. Flokkakerfið er meinsemd Eftir Bjarna Harðarson » Þeir sem ætla að hafa áhrif vita sem er að leiðin liggur ekki um þingmennina sjálfa, heldur um „vinnuveit- endur“ þingmannanna, stjórnmálaflokkana. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali og skipar fyrsta sæti á Suðurlandslista kosninga- bandalags Regnbogans. Á öldum áður var tvennt áberandi í upp- eldi barna á Íslandi. Annað var flengingar. Hitt, að láta börnin læra fermingarkverið og ýmsan annan skóla- lærdóm utanbókar. Nú hefur þessu hvoru tveggja verið hætt. Það er vonandi af hinu góða að börnin skuli ekki lengur flengd. En það er afleitt að þau skuli vera hætt að læra utan- bókar. Sannleikurinn er nefnilega sá, að það getur ekki verið um neinn lær- dóm að ræða, nema vissir hlutir séu lærðir utanbókar. Það er t.d. ekki hægt að læra tungumál til hlítar án þess að læra mörg þúsund orð utan að og hvað þau þýða, að ógleymdum reglum í málfræði og setningarfræði. Það gengur nefnilega ekki að þurfa sí og æ að fletta upp í orðabókum, því að þá mundu menn ekki segja ýkja margt, eða vera að minnsta kosti mjög lengi að því að koma því út úr sér. Þegar einhver talar tungumál „reiprennandi“, sem kallað er, þá er það einfaldlega af því að hann kann það utan að. Í öðrum greinum þurfum við líka að geta gengið að ákveðnum þekking- arforða vísum. Það gildir meðal ann- ars um íslensku, stærðfræði, mann- kynssögu, landafræði, trúarbrögð og margar fleiri greinar. En núna er í tísku að stilla þessari þekkingu mjög í hóf, af því að það er næstum bannað að læra nokkurn hlut utan að. Æ, það er ekkert gagn í því að kunna utan- bókar kvæði, höfuðborgir landanna, nafnaraðir keisara og konunga eða sálmvers. Það er bara páfagaukalær- dómur, segja menn. En enskumælandi þjóðir tala af viti um utanbókarlærdóm. Að kunna eitt- hvað utan að heitir á ensku að kunna það „by heart“: að kunna það með hjartanu. Það sem stendur í bókinni stekkur upp af blaðsíð- unni og tekur sér ból- festu í hjartanu. En það getur það ekki, nema það fái að halda sínum rétta búningi, sínu ákveðna orðalagi. Það er varla hægt að skilja efnið í kvæði, nema búningur kvæðisins fylgi með. Enginn hefur vald á sögu Íslands, nema hann muni röð at- burða, eins og þeir gerðust. Það er ekki hægt að vita um lönd og þjóðir, öðru- vísi en maður hafi lagt nöfn landanna á minnið, legu þeirra á hnettinum, helstu borgir o.s.frv. Annars mun kennarinn spyrja: „Jæja, Jón litli, hvar finnst þér nú að Afríka sé á jarð- arkringlunni?“ En Nonna á ekki að finnast neitt um það. Hann á að vita það. Utanbókar. Kristin trú hefur líka setzt að í tungumálinu, í ákveðnum orðum, og ef maður kann þau ekki, þá verður trúin einhver óákveðin tilfinning, sem þá og þegar rýkur út í veður og vind. Þess vegna þurfum við að kunna Faðir vor, og meira en það, líka trúar- játninguna, ritningarvers og sálma. Trúin kviknar nefnilega af því sem við heyrum, og ef við tökum það ekki til okkar utan bókar, með hjartanu, verðum við dauf og dumb gagnvart fagnaðarerindinu. Sverrir heitinn Kristjánsson sagn- fræðingur lét einhvern tíma svo um- mælt, að núna ættu allir að vera barmafullir af skilningi, en enginn mætti kunna nokkurn skapaðan hlut. Eftir Gunnar Björnsson » Sannleikurinn er nefnilega sá, að það getur ekki verið um neinn lærdóm að ræða, nema vissir hlutir séu lærðir utanbókar. Gunnar Björnsson Höfundur er prestur. Að læra utanbókar Innviðasjóður Umsóknarfrestur til 22. apríl 2013 Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði. Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum. Við úthlutun úr Innviðasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs og eftirtalin atriði lögð til grundvallar: l Að innviðirnir séu mikilvægir fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda. l Að fjárfesting í innviðum skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða innviðirnir tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. l Innviðir sem komið er upp með styrk frá sjóðnum skulu vera aðgengilegir öðrum rannsóknahópum eftir því sem svigrúm er til. l Að samstarf verði um nýtingu innviða milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti. l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun séu raunhæfar. Umsækjendur skulu kynna sér reglur sjóðsins áður en umsókn er gerð. Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi á www.rannis.is. H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins, menntunar og þróunar mannauðs auk menningar og skapandi greina. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins í gegnum rekstur samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.