Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
✝ Aðalsteinn Sig-urjónsson fædd-
ist á Haukabergi í
Vestmannaeyjum
27. mars 1942. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 8. mars
sl.
Foreldrar hans
voru Sigurjón Auð-
unsson sjómaður og
síðar verkstjóri, f. 4.
apríl 1917, d. 20. febrúar 2004, og
Sigríður Nikulásdóttir húsmóðir,
f. 18. júlí 1914, d. 15. maí 1973.
Systkini Aðalsteins eru Gylfi og
Ingibjörg.
Hinn 18. júlí 1964 kvæntist
Aðalsteinn Þóru Hjördísi
Gissurardóttur, f. 19. desember
1944 í Selkoti undir
Austur-Eyjafjöllum.
Synir Aðalsteins og
Þóru eru: Sigurjón,
f. 21. maí 1964, börn
hans eru Sjöfn og
Helga Þóra. Elliði, f.
24. maí 1966, sam-
býliskona hans er
Guðrún S. Ólafs-
dóttir. Sonur Að-
alsteins er: Óskar
Eyberg, f. 13. des-
ember 1961, hann er kvæntur
Margréti Árdísi Sigvaldadóttur,
en þau eiga saman dæturnar
Þórðu Berg og Ástu Kristínu,
einnig áttu þau soninn Sigurjón,
sem lést af slysförum 8. apríl
2008.
Aðalsteinn fór ungur að vinna
eins og barna var siður í Eyjum og
einnig var hann í sveit í Hjallanesi
í Landsveit hjá Vigfúsi ömmu-
bróður sínum. Árið 1961 hóf hann
störf í Útvegsbanka Íslands í
Vestmannaeyjum og hann endaði
sinn starfsferil þar 40 árum síðar
sem útibússtjóri hjá bankanum,
sem þá nefndist Glitnir. Eftir það
tók hann við útibúi Sjóvár í Vest-
mannaeyjum en því starfi gegndi
hann í þrjú ár. Hann lauk starfs-
ævi sína í íþróttahúsinu í Eyjum
70 ára gamall.
Aðalsteinn hafði alltaf mikinn
áhuga á íþróttum og lék m.a.
knattspyrnu með Tý og ÍBV og
einnig lagði hann stund á þjálfun.
Hann hafði mikið yndi af útiveru,
bæði á sjó og í landi. Í nokkur ár
„gerði“ hann trilluna Snöfla út, en
eins og nafnið bendir til fór mest-
ur tími í að „snöfla“ í kringum
trilluna frekar en að sækja stíft
sjóinn.
Útför Aðalsteins fer fram frá
Landakirkju laugardaginn 16.
mars 2013 og hefst athöfnin kl. 14.
Þó allir hljóti að fara þessa ferð
að finna andans björtu heimakynni,
þá streymir um hugann minninganna
mergð
er mætur vinur hverfur hinsta sinni.
(Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson)
Látinn er í Vestmannaeyjum
vinur okkar Aðalsteinn Sigurjóns-
son, eða Steini eins og hann var
ávallt nefndur, en hann hafði háð
erfiða baráttu við illkynja sjúk-
dóm sl. ár.
Þegar við kynntumst Steina
var hann bankastjóri Útvegs-
bankans í Vestmannaeyjum. Þeg-
ar hann hætti í því starfi gat hann
ekki hugsað sér að vinna ekki við
eitthvað áfram og réð hann sig þá
til starfa við íþróttahúsið í Vest-
mannaeyjum. Hentaði það honum
vel þar sem hann hafði mikinn
áhuga á íþróttum og einnig var
hann mikill sálfræðingur og hafði
gott lag á skólakrökkunum.
Steini var gömul fótboltakempa
og hélt sér alltaf í góðu formi, hjól-
aði í vinnuna og spilaði golf alla
daga. Við spiluðum golf við þau
hjónin og upp úr því spannst sterk
vinátta. Farnir voru margir
skemmtilegir golfhringir og mikið
fíflast og mikið hlegið. Við söknum
góðs vinar, sem alltaf gat komið
okkur á óvart með allskonar sög-
um og skemmtilegum dillandi
hlátri sem maður heyrir óma í
höfði sér þegar hugsað er til
Steina. Hann þurfti líka að eiga
sínar stundir út af fyrir sig, þá
hvarf hann inn í sig og trúlega hef-
ur hann verið einfari í eðli sínu.
Okkur er dýrmæt minning um
dagstund í Kaupmannahöfn fyrir
nokkrum árum, þar sem gengið
var um og skoðað það markverð-
asta en þá fengum við sögur frá
þeim árum þar sem Steini var við
nám í Danmörku. Ógleymanleg
eru kaffiboðin eða matarboðin
hennar Þóru hans Steina þar sem
í kjölfarið fylgdu skemmtilegar
sögur frá þeim hjónum. Við þökk-
um fyrir heimsókn í sumarbústað-
inn okkar í haust sem við munum
ávallt minnast með hlýhug og
geyma í hjörtum okkar það sem
þar var sagt.
Elsku Steini, nú er komið að
kveðjustund og viljum við þakka
þér fyrir samfylgdina. Það var
gott að eiga þig fyrir vin. Megi all-
ir Guðs englar halda verndar-
hendi yfir þér og lýsa þér leið.
Elsku Þóra, okkar kæra vin-
kona, Sigurjón og Elliði, og allir
þeir sem eiga um sárt að binda,
missir ykkar er mikill. Megi góður
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar,
en þakka ber það sem gefið var.
Helga Guðjónsdóttir og
Grímur Jón Grímsson.
Fallinn er frá kær vinur, Að-
alsteinn Sigurjónsson eða Steini í
bankanum eins og hann var flest-
um kunnur hér í Eyjum. Steini
fæddist og ólst upp í Vestmanna-
eyjum og bjó þar nær alla tíð. Að
lokinni útskrift frá Gagnfræða-
skóla Vestmannaeyja hóf Steini
störf hjá Útvegsbanka Íslands í
Eyjum. Í bankanum vann hann
ýmis störf sem lágu einkar vel fyr-
ir honum enda kom síðar að því að
honum var boðin staða banka-
stjóra.
Steini hafði tækifæri til að hafa
mikil áhrif í gegnum starf sitt og
tók virkan þátt í uppbyggingu
Eyjanna eftir gos og vann ötullega
að því að bæði fyrirtæki og heimili
gætu byggt sig upp að nýju eftir
hamfarirnar. Hann hafði einlægan
áhuga og skilning á sjávarútvegs-
málum og hafði metnað fyrir hönd
bankans að stuðla að uppbyggingu
greinarinnar. Steini og bankinn
voru sem ein heild á sama tíma og
hann bar hag Vestmannaeyja ætíð
fyrir brjósti. Steini var ráðagóður í
mörgum málum, bæði sem sneru
að rekstri og ekki síður persónu-
lega, og alltaf gott að leita til hans
enda vildi hann öllum vel og var
mannvinur.
Ungur að árum kynntist Steini
Þóru, eiginkonu sinni, en hún er
ættuð frá Selkoti undir Austur-
Eyjafjöllum. Eyjarnar heilluðu
Þóru sem svo marga Eyfellinga og
dreif hún sig á vertíð til Eyja með
vinkonum sínum. Þar urðu örlög
hennar ráðin er hún hitti hann
Steina sinn. Þau eignuðust tvo
myndarsyni, Sigurjón og Elliða,
og þegar sonardæturnar fæddust
snerist tilveran í kringum þær og
hlakkaði Steini alltaf til að fá þær í
heimsókn til Eyja.
Steini var Týrari af lífi og sál.
Hann byrjaði ungur að stunda
íþróttir og spilaði fótbolta undir
merkjum Týs og ÍBV. Hann hafði
mikinn áhuga á íþróttum og eftir
að hann lét af störfum sem banka-
stjóri fór hann inn á nýjar brautir
þegar hann fór að starfa hjá
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja og
eignaðist hann góða vini þar. Á
seinni árum fór Steini að venja
komur sínar á golfvöllinn og voru
þau hjónin mörgum stundum við
leik þótt keppnisskapið hafi aldrei
verið langt undan.
Fyrir rúmu ári greindist Steini
með illkynja sjúkdóm. Í kjölfarið
hófst ströng meðferð. Steini tók
þessum erfiðu tíðindum með ótrú-
legri yfirvegun og var ákveðinn í
að ná heilsu sinni aftur, enda alltaf
verið hraustur og lifað heilbrigðu
lífi. Steini var óbugaður allan tím-
ann og þegar hann var spurður
hvernig hann hefði það sagði hann
alltaf að honum liði vel og hefði
það gott, þrátt fyrir að sjúkdóm-
urinn hafi sótt hart að honum.
Steini átti Þóru eiginkonu sinni
mikið að þakka en hún stóð við hlið
mannsins síns í allri þessari bar-
áttu og studdi í einu og öllu.
Við hjónin eigum ótal góðar
minningar um Steina enda sam-
verustundir með þeim hjónum
verið margar og ljúfar. Að leiðar-
lokum þegar sorgin ríkir er okkur
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
átt vináttu og trygglyndi Steina í
yfir 40 ár. Við sendum Þóru, son-
um, barnabörnum og stórfjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að blessa minningu Steina og
styrkja aðstandendur á erfiðum
tímamótum.
Guðjón og Ragnheiður.
Elsku Steini okkar, takk fyrir
að vera góður vinur, þú varst allt-
af tilbúinn að rétta hjálparhönd
ef á þurfti að halda. Það var svo
gott að koma í heimsókn til ykkar
Þóru og áttum við margar
ánægjustundir með ykkur, Elliða
og Sigurjóni.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar elsku Þóra og
fjölskylda.
Minningin um góðan mann
mun lifa.
Kristín, Sigbjörn, Birkir
Fannar ogHjörtur Ívan.
Með örfáum orðum vil ég þakka
þér, elsku Steini, fyrir yndislega
viðkynningu. Fyrir rúmu ári var
ég svo heppin að fá að kynnast
þér. Ég sá strax hvaða mann þú
hafðir að geyma og fyrir hvað þú
stóðst. Þau orð sem koma upp í
hugann til að lýsa þér eru; traust,
virðing og hlýja.
Ég mun alltaf geyma minn-
inguna um það þegar ég kom fyrst
til ykkar Þóru síðastliðið sumar.
Hvað þið tókuð vel á móti mér og
hvað við áttum yndislegan dag
saman. Eyjan skartaði sínu feg-
ursta, það var sól og logn. Þú
keyrðir okkur um alla eyju og
sagðir mér sögu Vestmannaeyja,
nöfn allra eyjanna, allt um gosið
og æskuheimilið þitt sem fór undir
hraun. Við tókum göngutúra í blíð-
unni og það var gaman að heyra
sögurnar um nánast hvern einasta
stein eða hól sem varð á leið okkar.
Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir
þennan dag og þá minningu sem
ég mun alltaf varðveita.
Ég hefði svo gjarnan viljað að
samferð okkar hefði verið lengri
en þegar við kynntumst varst þú
nýbúinn að fá greiningu á krabba-
meininu sem á endanum sigraði
þig. Þú tókst þeim fréttum og
veikindunum sem fylgdu í kjölfar-
ið af æðruleysi og með reisn.
Hvíldu í friði elsku Steini og Guð
blessi þig.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guðrún Sigurlaug
Ólafsdóttir.
Þegar mér barst andlátsfregn
Aðalsteins Sigurjónssonar kom
hún mér ekki á óvart. Hann hafði
barist við krabbamein um nokkurt
skeið og síðustu fregnir bentu til
þess, að sjúkdómurinn væri að
leggja hann að velli. Steini, eins og
hann var kallaður, var fv. banka-
maður og starfaði við Útvegs-
bankann í Eyjum, síðar Íslands-
banka, allan sinn starfsaldur,
síðast sem útibússtjóri.
Ekki þekkti ég manninn við
komu mína til Eyja 1975 en kann-
aðist þó við hann, bæði frá þeim
tíma að við öttum kappi saman á
knattspyrnuvellinum, hann í
Eyjaliðinu en ég í liði Ísfirðinga og
einnig frá háskólaárum mínum,
þegar ég sótti sjó á sumrum frá
Eyjum. En kynni okkar í bank-
anum urðu góð og náin og um sex
ára skeið var hann annar af tveim-
ur nánustu samstarfsmönnum
mínum á erfiðum tímum, þegar
Vestmannaeyjar voru að byggjast
upp að nýju eftir eldgosið, sem
hófst þar í janúar 1973.
Það var mikið lán fyrir mig
þegar ég, 28 ára gamall, réðst til
Eyja sem útibússtjóri Útvegs-
bankans í mars 1975 að hafa mér
til aðstoðar heimamenn, sem bor-
ið höfðu allan sinn aldur á staðn-
um og þekktu því vel til bæjarbúa
og fyrirtækja. Fólk var þá tekið að
streyma heim á ný eftir Gosið,
uppbygging bæjarins var hafin og
í mörg horn var að líta. Þeir voru
sjálfsagt fáir einstaklingarnir og
fyrirtækin, sem ekki þurftu á ein-
hverri aðstoð bankans að halda til
að koma málum sínum í lag eftir
allt sem á undan var gengið. Við
þessar aðstæður þótti mér ómet-
anlegt að njóta aðstoðar Steina.
Hann var röskur til vinnu, lét hug-
takið vandamál ekki þvælast fyrir
sér heldur einblíndi fyrst og
fremst á að leysa mál og koma
hlutunum af stað. Að auki bjó
hann yfir dýrmætum staðar-
upplýsingum, sem mér voru nauð-
synlegar á þessum tímum. Hann
hafði ákveðnar skoðanir á málum
og mönnum og fór ekkert í graf-
götur með þær, en þær voru held-
ur ekkert að þvælast fyrir honum í
starfinu. Eftir að ákvörðun var
tekin í málum vann hann rösklega
að afgreiðslu þeirra enda þótt nið-
urstaðan væri ekki endilega hon-
um að skapi. Mér er óhætt að full-
yrða að með starfi sínu í þágu
Útvegsbankans og síðar Íslands-
banka vann hann bankanum dýr-
mætt starf sem og bæjarfélaginu
öllu, án þess að það væri haft í há-
mælum.
Steini var hár og stæðilegur
maður, hafði frá unga aldri, eins
og margir eyjapeyjar, mikinn
áhuga á knattspyrnu og stundaði
hana sjálfur fram á fullorðins ár-
.Við höfðum því sameiginlegt
áhugamál um að ræða, þegar
nauðsynlegt var að kasta banka-
málum til hliðar, hlaða batteríin
og taka „alvarlegri“ mál til um-
ræðu og sitt sýndist hvorum.
Steini var hamingjumaður í sínu
hjónabandi, kvæntur sveitastúlku
undan Fjöllunum, henni Þóru
Gissurardóttur og eignuðust þau
tvo syni, Sigurjón og Elliða. Fyrir
hjónaband eignaðist hann soninn
Óskar.
Að leiðarlokum þakka ég Að-
alsteini innilega alla þá aðstoð,
sem hann sannarlega veitti mér á
erfiðum tímum í uppbyggingu
Eyjanna eftir Gos. Eiginkonu
hans Þóru, börnum og öðrum fjöl-
skyldumeðlinum, votta ég innilega
samúð mína og óska þessum
gamla vini blessunar á þeim leið-
um sem hann hefur nú lagt út á.
Halldór Guðbjarnarson.
Aðalsteinn Sigurjónsson, eða
Steini eins og hann var jafnan
kallaður, kom til starfa fyrir ÍBV
íþróttafélag á upphafsárum fé-
lagsins en það var stofnað í des-
embermánuði 1996. Rekstur
íþróttafélaga er almennt tals-
verður barningur og því mikil-
vægt að til þeirra starfa veljist
góðir menn og konur, tilbúin til
verka. Steini var á þessum tíma
að ljúka löngum og farsælum
ferli hjá Íslandsbanka sem úti-
bússtjóri eða bankastjóri eins og
titillinn var jafnan kallaður í Eyj-
um.
Að setjast í helgan stein og
njóta efri áranna var hins vegar
ekki á dagskrá hjá Steina. Ugg-
laust réð þar miklu velvild hans
til íþróttahreyfingarinnar í Vest-
mannaeyjum en hún átti alltaf
hauk í horni þar sem Steini var.
Hann bauð fram starfskrafta sína
til ÍBV íþróttafélags og varð
framkvæmdastjóri þess í hart-
nær þrjú ár. Bestu kostir Steina
nutu sín vel hjá ÍBV. Hann var
duglegur og góðhjartaður maður
sem vildi greiða götu hvers og
eins. Æðruleysi hans, þolinmæði
og gott skap nýttist honum vel í
framkvæmdastjórastarfinu auk
þess sem reynsla hans frá fyrri
störfum kom að góðum notum.
Félagið stóð t.a.m. á þessum tím-
um í töluverðum byggingarfram-
kvæmdum. Steini stýrði þeim
framkvæmdum í örugga höfn og
fann lausnir sem dugðu vel.
Steini tók erfið veikindi sömu
tökum og annað sem hann fékkst
við með æðruleysi og rósemi.
Hjartað var ætíð hlýtt og hug-
urinn sterkur.
ÍBV íþróttafélag þakkar fyrir
þann tíma sem Steina naut við í
leik og starfi. Eiginkonu hans
Þóru Gissurardóttur, sonum
hans, Óskari, Sigurjóni og Elliða,
fjölskyldu og vinum færir ÍBV
íþróttafélag sínar innilegustu
samúðarkveðjur.
F.h. ÍBV íþróttafélags,
Jóhann Pétursson formaður.
Aðalsteinn Sigurjónsson, eða
Steini stóri eins og við þekkjum
hann flest, lést föstudaginn 8. mars
eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Steini var maður sem tekið
var eftir hvort sem er á knatt-
spyrnuvellinum í gamla daga eða í
störfum sínum hér í bæ. Hann hóf
ungur að starfa hjá Útvegsbank-
anum hér í Eyjum eða í apríl 1959.
Þar sinnti hann ýmsum ábyrgðar-
störfum og m.a. sem útibússtjóri
Íslandsbanka frá árinu 1987 allt til
ársins 1997 er hann lét af störfum,
eftir að hafa áunnið sér rétt til eft-
irlauna. Hann átti farsælan feril
hjá bankanum, í allt 38 ára starfs-
feril, og margir af núverandi
starfsmönnum útibúsins hér í Eyj-
um störfuðu með Steina í áratugi.
Þessir starfsmenn þakka Steina
fyrir þann langa tíma sem og fyrir
árangursríkt og ánægjulegt sam-
starf.
Þegar Steini lauk störfum hjá
bankanum var alls ekki setið auð-
um höndum og tók hann við starfi
útibússtjóra Sjóvár hér í Eyjum. Í
framhaldinu réð hann sig til Út-
gerðarfélags Vestmannaeyja og
svo til ÍBV-íþróttafélags þar sem
hann starfaði sem framkvæmda-
stjóri. Síðustu starfsár sín eða til
70 ára aldurs starfaði hann í
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
þar sem hann sinnti ungviði bæj-
arins í skóla- og íþróttastarfi. Þar
var sama uppleggið hjá Steina og í
öðrum störfum að hafa hlutina á
hreinu og eftir ákveðnu skipulagi,
og oft án margra orða. Steini hafði
mjög ákveðnar skoðanir og unga
fólkið sá að það var þess virði að
hlusta og hlýða því sem þessi
reynslumikli maður hafði fram að
færa. Ekki skemmdi heldur fyrir
að Steini hafði miklar skoðanir á
íþróttum og var vel að sér, enda
góður knattspyrnumaður á sínum
tíma. Hann gat því gefið góðar ráð-
leggingar um margt sem börn og
unglingar þurfa á að halda.
Hin síðari ár skellti Steini sér í
golfið og það var ekki að spyrja að
því að hann náði fljótt góðum tök-
um á þeirri íþrótt. Þau Þóra voru
duglega að spila saman og nutu
þess að vera í þeim góða fé-
lagsskap sem golfið myndar. Steini
var einnig duglegur að hjóla um
Eyjuna sína og var í góðu formi
alla tíð, enda eftir tekið þegar hann
þeysti víðsvegar um Eyjuna sína á
hjólinu sem samstarfsfólkið í úti-
búinu færði honum að gjöf við
starfslok.
Steini og Þóra hafa alltaf verið
samrýnd og eftir því verið tekið.
Steini bar umhyggju fyrir sínu
fólki og barnabörnin sóttu mikið til
afa og ömmu. Nú er skarð höggvið
í fjölskylduna, skarð sem var áður
traust bjarg sem allir gátu reitt sig
á. Missir Þóru og fjölskyldunnar
er mikill en minningarnar lifa um
góðan mann sem lagði sig fram við
að vera trúr sinni sannfæringu og
láta sem best af sér leiða.
Við sendum Þóru, sonum og
öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi
góður Guð leiðbeina og styrkja
ykkur í að takast á við sorgina.
Steini stóri mun sannarlega lifa í
minningunni hjá okkur öllum.
F.h. starfsfólks útibús Íslands-
banka í Vestmannaeyjum,
Ingi Sigurðsson.
Góður félagi er fallinn frá eftir
snögga og harða baráttu við ill-
skeyttan sjúkdóm.
Steini eins og hann var ávallt
nefndur hér í Eyjum hóf ungur að
íðka íþróttir og lék knattspyrnu
með knattspyrnufélaginu Tý og
síðan ÍBV. Hann var mjög öflugur
sóknarmaður og var ávallt einn
markahæsti leikmaður meistara-
flokks á þeim árum er hann lék
með meistaraflokki en hann var í
ÍBV-liðinu sem vann aðra deildina
1967 og jafnframt spilaði hann
með því ÍBV-liði sem hóf að leika í
fyrstu deild 1968.
Steini kom síðan að þjálfun og
þjálfaði m.a. meistaraflokk ÍBV
um skeið. Steini starfað lengst
sinnar starfsævi sem bankamaður
hjá Útvegsbanka Íslands, síðan Ís-
landsbanka, og var um langt skeið
bankastjóri hans. Eftir að þeim
starfsferli lauk og flestir hefðu
Aðalsteinn
Sigurjónsson
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST