Morgunblaðið - 16.03.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 16.03.2013, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 ✝ GunnlaugurTobíasson fæddist í Geld- ingaholti í Seylu- hreppi í Skaga- firði, 29. janúar 1950. Hann lést á Landspítalanum 5. mars 2013. Foreldrar hans voru Tobías Sigur- jónsson bóndi í Geldingaholti í Skagafirði, f. 10. október 1897, d. 23. ágúst 1973, og Kristín Gunnlaugsdóttir frá Ytri- Kotum í Norðurárdal í Skaga- firði, f. 7. september 1912, d. 9. febrúar 2002. Systkini Gunnlaugs eru Guðmann, f. 29. apríl 1935, d. 4. júní 2012, Brynleifur, f. 20. janúar 1937, d. 2. nóvember 2006, Jófríður, f. 4. september 1939, Sigurjón, f. 8. desember 1944 og Hjördís Jónína, f. 10. desember 1956. 5. júlí 1980 giftist Gunn- Gunnlaugur stundaði nám við Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal 1967-1969 og lauk þaðan búfræðiprófi. Í uppvexti vann hann að bústörfum í Geldingaholti. Á yngri árum vann hann einnig við skógrækt og sjósókn á vetrarvertíðum á Suðurnesjum. Gunnlaugur lauk frjótæknanámi og starf- aði sem frjótæknir frá árinu 1979 til ársins 2008 þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á flugi og lauk m.a. einkaflugmannsprófi. Gunnlaugur hafði mikla ánægju af því að ferðast og fór víða innan lands sem utan með fjölskyldu sinni og vinum. Hann var virkur í félagsmálum og starfaði meðal annars með Lionsklúbbi Skagafjarðar, Veiðifélagi Húseyjarkvíslar og sat í sóknarnefnd Glaumbæj- arkirkju um árabil. Gunn- laugur starfaði lengi að örygg- is- og björgunarmálum með Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð. Útför Gunnlaugs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 16. mars 2013, og hefst athöfn- in kl. 14. laugur Gerði Hauksdóttur, f. 10. maí 1949. Gerður er dóttir Hauks Arnars Bogasonar, f. 21. nóvember 1919, d. 11. febr- úar 2012, og Þur- íðar Helgadóttur, f. 30. júní 1915, d. 14. apríl 1979. Þau skildu. Sonur Gunnlaugs og Gerðar er Jóhann, f. 11. apríl 1981. Sambýliskona hans er Eva Dögg Bergþórsdóttir, f. 28. júní 1985, þau eiga soninn Ísak Hrafn, f. 25. mars 2011. Dóttir Gerðar og fósturdóttir Gunnlaugs er Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, f. 18. febr- úar 1977. Dóttir hennar er Kristín Björg Emanúelsdóttir, f. 29. ágúst 2003. Barnsfaðir Sigurlaugar Dóru er Emanúel Þorleifsson, f. 3. desember 1974. Með þessum orðum langar mig að kveðja pabba minn. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka um tímann sem við fengum saman, það sem er mér þó efst í huga er þakklæti fyrir hversu lánsöm ég hef ver- ið í lífinu að fá að alast upp sem dóttir hans. Ég var þriggja ára þegar þau giftu sig og sá dagur gleymist seint en fall er fararheill, ekki satt? Sennilega eru ekki margir sem hafa eytt brúðkaupsnóttinni á FSA með handleggsbrotið barn. Hjónaband þeirra var sterkt og fallegt því þau voru ekki bara hjón heldur líka vin- ir og gátu tekið á öllum vanda- málum og veikindum saman af ótrúlegu æðruleysi. Allar þær endalausu góðu minningar sem ég á eru alltof margar til að rúmast hér en eiga eftir að vera ljós í myrkri og styrkja mig við að læra að lifa með því að pabbi er ekki lengur hjá okkur. Þegar ég var lítil áttum við m.a. góðar stundir í fjár- húsunum og einnig var spenn- andi að fara með honum í vinn- una út um allar sveitir. Mamma og pabbi ferðuðust mikið með okkur systkinin þegar við vorum yngri bæði innanlands sem utan og það eru dýrmætar minningar. Einnig eigum við Kristín Björg líka góðar minningar frá ferða- lögum með pabba. Margar góðar minningar eru líka bara frá eldhúsborðinu í sveitinni, bæði var pabbi snilldarkokkur og áttum við oft gott spjall þar. Það er mér afar kært að hafa átt yndisleg jól með pabba í sveitinni í fyrra og geta haft bæði pabba og mömmu þar heima á aðfanga- dagskvöld var klárlega besta jólagjöfin. Pabbi var maður sem reddaði öllu og stóð með manni í blíðu og stríðu og það er virkilega skrýtið að geta ekki gripið símann og slegið á þráðinn til hans. Hann var líka vatnsberi eins og ég og það kom fyrir að mamma vor- kenndi sér yfir að þurfa búa með tveimur vatnsberum. Eft- ir að pabbi veiktist árið 2006 hef ég reynt eins vel og ég get að standa eins og klettur við hlið hans, í dag er ég þakklát fyrir að hafa ákveðið að læra og vinna sem sjúkraliði. Ég dá- ist að því hversu sterkur pabbi var og mikið hörkutól í barátt- unni við þennan erfiða sjúk- dóm sem nú er lokið. Komið er að erfiðri kveðjustund þar sem við stöndum eftir með tóma- rúm í hjarta og skarð í fjöl- skyldunni. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið hjá honum síðustu dagana sem hann lifði. Öllu því starfsfólki innan heilbrigðisgeirans sem hefur veitt pabba góða umönnun í veikindum hans sendi ég mínar bestu þakkir. Einnig mínar bestu þakkir til fjölskyldu, vina og vinnufélaga sem hafa staðið með okkur í blíðu og stríðu. Að lokum vil ég þakka þér, elsku pabbi minn, allar stund- irnar sem við áttum saman og alla þá ást, tryggð og vináttu sem þú gafst mér og hvað þú varst mér góður pabbi og dótt- ur minni góður afi. Innst inni veit ég að þú varst hvíldinni feginn þó að þú hafir verið tek- inn frá okkur alltof snemma. Guð geymi þig þar til við hitt- umst á ný og byggjum saman nýjar vatnsberaskýjaborgir. Elsku mamma og aðrir að- standendur, við kveðjum pabba eftir erfið veikindi en minning hans lifir áfram í hjörtum okkar allra. Þín dóttir Sigurlaug Dóra (Lulla). Með þessum orðum langar mig að kveðja afa minn og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við vorum góð saman og gerðum svo margt skemmtilegt saman. Afi minn gaf mér fyrsta lambið mitt, hana Kjömmu mína, þegar ég var lítill og alltaf var jafn gaman að fara með honum í fjárhúsin. Ég var ekki nema eins og hálfs árs þeg- ar afi var að kenna mér að halda á stjörnuljósi og við áttum marg- ar góðar stundir með stjörnu- ljósum og sprengjum um áramót. Þegar ég bjó í Svíþjóð fannst mér svo æðislegt þegar amma og afi komu í heimsókn þegar ég átti þriggja ára afmæli. Sama ár þegar jólapakkinn frá ykkur týndist var ég orðin yfir mig spennt að bíða eftir honum, því ég var búin að hringja í afa og semja um að hann setti kókó- mjólk og púkanammi í hann líka. Stundum fórum við saman í leik- hús sem okkur fannst báðum gaman og líka ferðin okkar í skemmtigarðinn fyrir síðustu jól. Við elskuðum bæði að fara í ferðalög sérstaklega þegar við vorum á bláa húsbílnum sem afi átti. Á afmælisdaginn minn þegar ég var sjö ára var besta afmæl- isgjöfin mín að aðgerðin á afa gekk vel. Það var gaman að fara í búðina með afa og oft keyptum við kannski aðeins of mikið bland í poka, eða það fannst mömmu að minnsta kosti en ekki okkur. Helgina áður en afi kvaddi lágum við saman í rúminu hans afa á sjúkrahúsinu og áttum við góða stund saman, borðuðum ís og ég var að kenna afa á nýja gsm- símann hans. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín svo mikið og það er mjög erf- itt að skilja það að þú fékkst ekki að vera lengur hjá okkur. Ég vona að þér líði vel núna og langamma og langafi taki á móti þér hjá Guði þar til við hittumst aftur seinna. Ég lofa að vera dugleg að gæta ömmu fyrir þig og ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þær mun ég geyma áfram í hjarta mínu. Knús og kossar. Þín besta afastelpa, Kristín Björg. Gunnlaugur Tobíasson ✝ Magnús fædd-ist á Húsafelli í Hálsahreppi 15. mars 1921. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Ási í Hvera- gerði 5. mars 2013. Foreldrar hans voru hjónin á Húsa- felli, Þorsteinn Þorsteinsson, f. 6. júlí 1889, d. 3. febr- úar 1962, og Ingi- björg Kristleifsdóttir, f. 28. nóv- ember 1891, d. 8. september 1930. Magnús var elstur fjög- urra systkina en þau voru: Kristleifur, f. 1923, d. 2003, Þor- steinn, f. 1. apríl 1925, og Ást- ríður, f. 7. ágúst 1927. Hinn 8. janúar 1964 kvæntist Magnús Vilborgu Þórðardóttur, f. 25. mars 1924, d. 16. mars 2004. Sonur þeirra er Þorsteinn, f. 8. janúar 1965. Maki hans er Anatta Ámunda- son. Magnús ólst upp á Húsafelli. Hann var nemandi á Hvanneyri 1939- 1942. Hann vann við skógarhögg í Noregi 1950-1951 og var bóndi á Húsafelli I árin 1958-1963. Hann bjó í Vatnsnesi með Vilborgu frá árinu 1963 til andláts hennar árið 2004 og með Þorsteini syni sínum þang- að til hann lét af búskap. Magn- ús var á Dvalarheimilinu Ási tvö síðustu árin. Útför Magnúsar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 16. mars 2013, kl. 13.30. Jarðsett verður á Húsafelli kl. 18 sama dag. Mig langar að minnast Magn- úsar frænda míns með nokkrum orðum, nú þegar leiðir skilur. Hann vantaði 10 daga upp á 92 ár er hann lést 5. mars. Við vor- um að sínu leyti sveitungar, báð- ir fæddir í Hálsasveit, hann á Húsafelli en ég á Rauðsgili. Steinunn amma mín var föður- systir hans. Þótt bæirnir standi enda í enda í sveitinni var mikill samgangur á milli þeirra. Þar réð fyrirkomulag farskóla fyrr- um, en einnig frændrækni og samheldni fjölskyldunnar. Magnús var elstur fjögurra systkina, fæddur 1921. Þau misstu móður sína 1930 sem var þeim erfitt. Þorsteinn faðir þeirra bjó við ráðskonu eftir það. Magnús var sá systkinanna sem hafði mestan áhuga á bú- skap. Hann var fjárglöggur í betra lagi. Í bréfasafni Húsfell- inga, sem varðveitt er í Byggða- safninu í Borgarnesi, má sjá bréfaskipti hans við sauðfjár- bændur víða um land. Hann stundaði nám á Hvanneyri 1938 til 41. Þegar skera þurfti allt fé á Húsafelli vegna mæðiveiki haustið 1950 réð Magnús sig í skógarhögg í Noregi. Þorsteinn bróðir hans var þá kominn til háskólanáms í Kaupmannahöfn. Magnús kom þar við á leið sinni til Holleby gods, skammt frá Sarpsborg, þar sem hann starf- aði þennan vetur. Magnús var vel ritfær og eru frásagnir hans til heimilisfólks á Húsafelli skemmtileg lesning, einnig varðveitt í Byggðasafn- inu. Skógarhöggið á góssinu var stundað með fornu lagi, trén dregin með hestum á sögunar- stað. Þetta var erfitt starf en Magnús stóðst þá raun með prýði. Þegar Magnús var í Nor- egi langaði hann til að skoða sig frekar um og vildi fá Þorstein bróður sinn með sér. Hann hafði lítinn tíma í það, kominn í strangt nám og því varð ekki úr þessari för að sinni. Í spjalli eft- ir lestur bréfanna árið 2000 datt mér í hug að láta þennan draum rætast. Magnús var þá hættur búskap og Þorsteinn hafði rúm- an tíma og Edda kona hans sömuleiðis. Það varð úr að við bókuðum okkur í Norrænu og tókum land á Jótlandi. Við vild- um hafa menningarbrag á ferð- inni og tókum því strikið á Ska- gen og kynntum okkur gömlu málarana til hlítar. Síðan var haldið áleiðis til Noregs með viðkomu á góðum stöðum á leið- inni. Við höfðum ekki boðað okkur á Holleby með neinum hætti. Þegar þangað kom fund- um við okkur símaskrá á kaffi- húsi og Magnús leitaði að kunn- uglegum nöfnum. Við fundum fyrrverandi verkstjóra hans, sem átti nú sinn eigin búgarð og bauð okkur heim. Einnig heim- sóttum við núverandi gósseig- anda, sem tók okkur prýðilega og lóðsaði okkur á fornar vinnu- slóðir Magnúsar í fallegu veðri. Herbergið hans var óbreytt frá því hann var þar. Ferðin gat ekki tekist betur. Fjórum árum síðar endurtókum við leikinn og sigldum til Írlands, annarra er- inda. Einnig er eftirminnileg ferð okkar í Ísafjarðardjúp haustið 2006 með Páli á Húsafelli. Þar hittum við Indriða á Skjaldfönn og var gaman að hlusta á spjall þeirra. Magnús var afdráttar- laus í skoðunum og skemmti- legur félagi og gaman að vera í samvistum við hann. Ég votta Þorsteini og Anöttu samúð mína. Snorri Tómasson. Magnús Þorsteinsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Elskuleg systir okkar og frænka, ELÍSA GÍSLADÓTTIR frá Litla-Lambhaga, síðast til heimilis að Lönguhlíð 3, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 12. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 20. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að láta Blindrafélagið njóta þess. Kristín Gísladóttir, Snæbjörn Gíslason og bræðrabörn. ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar og sonur, STEFÁN JÖKULL JÓNSSON, Miðhúsum, verður jarðsettur frá Miklabæjarkirkju laugar- daginn 23. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Stefáns Jökuls er bent á söfnunarreikning í nafni Stefáns í Arion banka. Viktoría Sigrún Böðvarsdóttir, Herdís Ósk og Ásrún Fjóla Stefánsdætur, Jón Gíslason, Sigríður Garðarsdóttir og aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON vélvirkjameistari, Klettaborg 3, Akureyri, lést mánudaginn 4. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu eða dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Þökkum auðsýnda samúð. Anna Margrét Tryggvadóttir, Hrönn Harðardóttir, Þór Friðriksson, Hildur Harðardóttir, Baldur Harðarson, afabörn og langafabörn. ✝ Útför ástkærrar móður minnar, systur og frænku, MARGRÉTAR ARNÓRSDÓTTUR, sem lést þriðjudaginn 19. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20. mars kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kvenfélag Hringsins. Kristmundur Þórarinn Gíslason, Halldór Jón Arnórsson, Jón Friðriksson, Ögmundur Friðriksson. ✝ Ástkær móðir okkar, HELGA GUÐFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Lóa, áður á Hvassaleiti 58, Reykjavík, andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar- heimili, Borgarnesi, fimmtudaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 20. mars kl. 14.00. Guðmundur Haukur Sigursteinsson, Sigursteinn Sigursteinsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Guðfríður Sigursteinsdóttir, Brynhildur Sigursteinsdóttir, Snorri Hjaltason, ömmu-, langömmubörn og langalangömmubarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.