Morgunblaðið - 16.03.2013, Qupperneq 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
Þessi dómur byrjaði sem al-mennur pistill, innblásinnaf nýju David Bowie-plötunni, og fyrirsögnin,
eða vinnuheitið, var „Plöturnar sem
mega ekki vera slæmar“. Í samráði
við ritstjórn var hins vegar ákveðið
að skipta um hest
í miðri á, hafa
pistilinn sem
ígildi dóms og
eins og þið sjáið,
uppsetningin er
nú hreinn og klár
„dómur“. Fyrir sérstaka menn er
farið í sérstakar aðgerðir, en það er
ekki á hverjum degi sem David
gamli Bowie gefur út plötu. Aldeilis
ekki, en tíu ár eru liðin frá síðustu
hljóðversplötu og hefur það vænt-
anlega farið fram hjá fáum.
Það er hins vegar mikilvægt,
framvindunnar vegna, að ég tæpi á
mikilvægustu punktum pistilsins
sem aldrei varð. Útgangspunkt-
urinn var nefnilega fjölmiðlafárið í
kringum þessa nýju plötu Bowie,
sem er búið að vera gríðarlegt. Og
dómarnir, langflestir, á einn veg.
Meistaraverk. Þegar hlustað er
heldur slíkt hins vegar ekki vatni.
Þetta er fín plata, en ekki frábær
(meira um það síðar). Í tilfelli Bowie
hefur „stærð“ hans, goðsögnin, vigt-
in (þetta er einn allra, allra merk-
asti dægurtónlistarmaður sög-
unnar) saman með árunum sem
hafa liðið frá síðasta verki, ásamt
áhyggjum yfir því að hann væri
hættur í tónlist fyrir fullt og fast,
hrundið af stað einhverju sem ekki
er hægt að kalla annað en hysteríu.
Fólk virðist vera að rugla saman
tveimur hlutum. Annars vegar
hreinni (og sjálfsagðri) gleði yfir
þeirri staðreynd að David Bowie sé
yfirhöfuð búinn að gefa út nýja
plötu. Sjálfur fékk ég gæsahúð þeg-
ar ég heyrði fyrsta trommuslagið á
opnunarlaginu sem er jafnframt tit-
illagið. Ekkert að því og bara eðli-
legt. En þessar tilfinningar allar
hafa ekkert með gæði sjálfrar plöt-
unnar að gera. Við skulum nú vinda
okkur í hana.
Á plötunni eru heil fjórtán lög,
misjöfn að gerð – og gæðum.
Upphafslagið slær spennandi tón
og fær mann til að iða, hrár og
hryssingslegur gítarinn minnir dá-
lítið á stuttu, snörpu rokkarana sem
opnuðu Low („Speed Of Life“,
„Breaking Glass“). „Dirty Boys“
viðheldur draugalegum drunganum
sem ýjað er að í upphafslaginu og
stemmunni er framhaldið í „The
Stars (Are Out Tonight)“. Firring,
hætta. Nokkuð flott bara. Ballaðan
„Where Are We Now?“ brýtur þetta
upp, ljúfsár hugleiðing, jarðarfar-
arsálmur nánast. Vangaveltur um
dauðann eru endurtekið stef á plöt-
unni, eitthvað sem hefur fengið
gagnrýnendur til að klóra sér í kolli
(og líka rekið þá, því miður, til að
skrifa ljóðrænt, misdjúpt torf um
þýðingu þess alls).
Um miðja plötu má segja að
bygging hennar afhjúpist. Þetta er
bunki af lögum, frekar en heilsteypt
verk. Lög eins og „Valentine‘s Day“
og „You Set The World On Fire“
eru undir pari en hins vegar hef ég
veikan blett fyrir hinu óneitanlega
ódýra „Dancing Out In Space“.
Besta lagið er hiklaust það næstsíð-
asta, „You Feel So Lonely You Co-
uld Die“. Það er eitthvað í söngnum
þar sem stingur dýpra en annars
staðar á plötunni. Lokalagið „Heat“
er síðan endurskrif á lagi Scotts
Walkers, „The Electrician“ (meira
að segja sungið í sama stíl) eins og
bent hefur verið á í öðrum dómum.
Og þannig er það. Fín plata. Ekki
frábær. Þrjár af fimm. Á 0-10 skal-
anum er þetta 7,0. Platan er ekki
fullkomin og hvað með það? Mér
finnst eins og Bowie sé búinn að
koma sér fyrir í nokkurs konar
startholum með þessari plötu og
það með reisn. The Next Day minn-
ir mig dálítið á Black Tie, White
Noise frá 1993 sem var sömuleiðis
endurkomuplata. Fín plata en meira
eins og forsmekkur. Tveimur árum
síðar kom svo meistaraverkið Out-
side út. Ef mark er takandi á sög-
unni, og hringrás hennar, þá bíð ég
spenntur eftir næstu skrefum …
„Nei, David … þú hér!“
AFP
Goðsögnin David Bowie í stuttmynd sem gerð var við eitt laganna af The Next Day,
„The Stars (Are Out Tonight)“. Leikkonan Tilda Swinton leikur í myndinni með Bowie.
David Bowie - The Next Day
bbbnn
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLIST
Tvær sýningar verða opnaðar í dag
í Listasafni ASÍ. Annars vegar er
það sýning Unndórs Egils Jóns-
sonar, Permanence is but a word of
degree, og hins vegar sýning
Eyglóar Harðardóttur, Arkítektúr
hugans – útleið. Um sýningu Unn-
dórs segir m.a. í tilkynningu:
„Hvers vegna varð sjálfið til? Var-
anleikinn er varla nema í minning-
unni. Einhver sagði að hið end-
anlega form væri kúla.“ Eygló
sýnir teikningar og málverk unnin
á pappír og skúlptúra sem unnir
eru út frá minningum og upplif-
unum. „Verkin eru einskonar skýr-
ingarmyndir sem klipptar eru og
límdar saman eftir kúnstarinnar
reglum. Þannig eru upplýsingarnar
sem gefnar eru rétt nægjanlegar
fyrir hugmyndaflugið til að vinna
úr og skapa þeim merkingu,“ segir
í tilkynningu um verk hennar.
Frekari upplýsingar um sýnendur
má finna á unndoregilljonsson.com
og eyglohardar.com.
Skýringarmyndir Hluti af verki á
sýningu Eyglóar Harðardóttur.
Unndór og Eygló
sýna í safni ASÍ
Sýning á nýjum og nýlegum verk-
um myndhöggvarans Hallsteins
Sigurðssonar verður opnuð í dag
kl. 15 í Listasafni Reykjanesbæjar í
Duus-húsum og ber hún yfirskrift-
ina Byggingarfræði og þyngdarafl.
Hallsteinn á að baki nær 50 ára
feril og hefur haldið á annan tug
einkasýninga og tekið þátt í fjölda
samsýninga víða um heim. Um verk
sín segir hann m.a. og vitnar í
frænda sinn, myndhöggvarann Ás-
mund Sveinsson: „Myndhöggvarar
hugsa fyrir horn, málarinn hugsar
á fleti.“
Hallsteinn Á að baki nær 50 ára feril og
sýnir nú í Listasafni Reykjanesbæjar.
Ný og nýleg verk
eftir Hallstein
Una Þorleifs-
dóttir leikstjóri
hefur verið ráðin
í stöðu háskóla-
kennara í leiklist
og leiklistar-
fræðum í Lista-
háskóla Íslands,
með starfsheiti
lektors við leik-
listar- og dans-
deild skólans.
Una mun fara með fagstjórn náms-
brautarinnar fræði & framkvæmd,
skv. tilkynningu. Una hefur gegnt
starfi aðjunkts í sviðslistum við LHÍ
og stöðu fagstjóra námbrautar-
innar fræði & framkvæmd frá síð-
asta hausti.
Una lektor
við LHÍ
Una Þorleifsdóttir,
leikstjóri og lektor.
Hollenski myndlistarmaðurinn
Tiong Ang mun í dag kl. 15 ræða
um verk sitt á samsýningunni Dóm-
greindin er Spegill sem stendur nú
yfir í Nýlistasafninu. Ang býr og
starfar í Amsterdam og er megin-
viðfangsefni listrænnar hugsunar
hans „sameiginlegt minni, útilokun,
hið staðbundna og hnattræna“, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Verk hans í Nýlistasafninu ber tit-
ilinn „Pavilion of Distance“ og fæst
hann í því við „mismunandi stig
meðvitundar og líkamann sem læt-
ur oft gegn vilja sínum, meðvitað
eða ómeðvitað, stjórnast af þeim
(fjöl)miðlum sem á okkur dynja“,
skv. tilkynningu. Auk Ang eiga Ro-
ger Palmer, Jan Kaila, Japo Knuu-
tila, Clodagh Emoe og Mick Wilson
verk á sýningunni. Nánar á nylo.is.
Ang fjallar
um verk sitt
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket
eftir óskum hvers og eins.
Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað,
reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú
hafa þitt parket ?
Láttu drauminn rætast hjá okkur.