Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Heilsa og hreyfing Þ að er óhætt að fullyrða að bandaríski læknirinn, trúðurinn og hugsjónamaðurinn Patch Adams er ekki eins og fólk er flest. Hann ferðast um heiminn 300 daga á ári og hefur gert í bráðum 30 ár. Á ferðum sínum breiðir hann út boð- skap sinn um umhyggju og gleði. Adams, sem er á sjötugsaldri, er með grátt og blátt hár í síðu tagli langt niður á bak. Hann klæðir sig dags daglega eins og trúður. Í vasa hans má svo finna eldrautt trúðsnef sem hann skellur reglulega á sig og gleður bæði börn og fullorðinna. Árið 1998 lék Robin Williams Patch Adams í samnefndri kvikmynd en hún fjallaði um líf hans og störf. Adams var staddur hér á landi í síðustu viku í boði Hugarafls, félagasamtaka geð- sjúkra, en þau eiga tíu ára afmæli um þessar mundir. Hann hélt bæði námskeið hér og fyrirlestur og greinilegt er að hann á sér fylgjendur hér á landi, sem annars staðar. Hann lýsti fyrir fullum sal Þjóðleik- hússins upphafinu af sínu hugjónastarfi, en hann byrjaði í læknisfræði árið 1967. Þeg- ar hann útskrifaðist nokkrum árum síðar, ákvað hann strax að hann gæti aldrei starfað sem hefðbundinn læknir en hann hefur aldrei viljað nota geðlyf til lækninga. Húsið stóð opið í tólf ár Hann opnaði heimili sitt sjúklingum á átt- unda áratugnum þar sem hann bjó í kommúnu. Að jafnaði komu 500-1000 sjúk- lingar þar í hverjum mánuði, og allt frá fimm upp í fimmtíu gistu þar á hverri nóttu. „Það var ekkert einkalíf, það má segja að það hafi verið þröng á þingi. Ég svaf ekki mikið á þessum árum, kannski nokkra tíma á nóttu, ég vildi ekki missa af neinu,“ segir Adams, en þetta heimili stóð opið í tólf ár. Gefur sér tíma með sjúklingum Adams hefur enga trú á bandaríska heil- brigðiskerfinu og segir tryggingakerfið þar „rotið“. Hann lýsir því að hinn dæmigerði læknir eyði 7,8 mínútum í sjúkling við fyrstu heimsókn, en hann aldrei minna en fjórum tímum. „Lengsta faðmlagið varaði í tólf tíma,“ segir hann og hlær. Hann segist aldrei hafa tekið krónu fyrir sjálfan sig við læknisstörf sín, heldur noti hann peninga sem hann fær fyrir fyrirlestra sína til að hjálpa fólki út um allan heim, oft með því að byggja skóla í fátækum þorpum. Trúðurinn stöðvar ofbeldi Adams, sem er alltaf klæddur víðum skræpóttum buxum, litríkum skyrtum og sjálflýsandi strigaskóm, segir ástæðu fyrir þessum klæðaburði. Hann reynir alltaf að nálgast fólk sem hann hittir og fötin hjálpa til við að brjóta ísinn. Hann hefur marg- sinnis notað klæðnaðinn og trúðshátt til að stöðva ofbeldi sem hann hefur séð víða. Hann segir auðvelt að stöðva slagsmál því fólk verður yfirleitt svo agndofa yfir þess- um undarlega manni. „Ég er trúður sem er læknir, ekki læknir sem er trúður,“ segir hann. Sjö ástæður fyrir því að hjálpa öðrum Allt hans líf hefur snúist um umhyggju fyr- ir öðrum og að hjálpa þeim sem þjást. Hann nefnir sjö ástæður fyrir því hvers vegna hann tileinki lífi sínu velferð annarra. Í fyrsta lagi segist hann hreinlega elska fólk. Hann segist eiga leyndan draum um að festast í lyftu milli hæða með fólki sem ekki þolir hvort annað, helst í marga klukkutíma. „Það er svona mikið sem ég elska fólk!“ segir Adams. Í öðru lagi er honum mjög umhugað um framtíð mann- kyns og sjálfur er hann ekki viss um að það lifi af öldina. „Allt væri öðruvísi ef fólk sýndi ást og umhyggju,“ segir hann. „Ég vil framtíð þar sem fólk þarf að fletta upp orð- inu stríð, af því það veit ekki hvað það þýð- ir,“ segir hann. Í þriðja lagi telur hann það skyldu hvers manns að sýna umhyggju en fjórða ástæðan er sú að þú uppskerð eins og þú sáir. „Karma þýðir ekki að ef ég skutla þér á flugvöllinn í dag, þá skutlar þú mér á morgun, frekar að ef þú ert góð manneskja, þá færðu gott til baka.“ Í fimmta lagi segist hann fá tækifæri til að verða skapandi í að hjálpa fólki, og geta reynt að stöðva ofbeldi og hungur. Í sjötta lagi segist hann hafa möguleikann á að vera duglegur og metnaðarfullur í sínu starfi. „Maður þarf auðvitað að vera brjálaður, dreyma það sem er óhugsandi.“ Hann segir sjöundu ástæðu fyrir því að hann eyði ævi sinni í að hjálpa fólki vera að það sé vís- indalega sannað að það gerir manni gott. Hefur séð mikinn hrylling Adams hefur séð sinn skerf af eymd og vol- æði en hann segist hafa setið á tíu þúsund dánarbeðum í gegnum árin. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hryllinginn sem ég hef séð,“ segir hann klökkur, og mátti heyra saumnál detta. Hann lýsir einnig sögunni af því þeg- ar besti vinur hans og læknir var drepinn með köldu blóði af geðveikum sjúklingi, en starf hans er ekki hættulaust. Adams notar ekki tölvu og segist ekki kunna á slíkt tæki, en hann svarar öllum skrifuðum bréfum sem hann fær, allt upp í mörg hundruð á mánuði. Adams er um þessar mundir að byggja spítala í Vestur- Virginíuríki, sem á að veita ókeypis lækn- isþjónustu um leið og að sýna fram á að aðrar leiðir eru færar í heilbrigðiskerfi sam- félagsins. „Ég er trúður sem er læknir, ekki læknir sem er trúður“ Morgunblaðið/Eggert LITRÍKI LÆKNIRINN PATCH ADAMS HEFUR SNERT HJÖRTU VÍÐA UM HEIM EN HANN HELGAR LÍF SITT UMHYGGJU FYRIR NÁUNGANUM, VER FJÓRUM TÍMUM MEÐ HVERJUM SJÚKLINGI OG HEFUR ALDREI ÁVÍS- AÐ GEÐLYFJM. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Lengsta faðmlagið varaði í tólf tíma,“ seg- ir Adams, sem notar faðmlög og snertingu mikið í sínu starfi sem læknir. Á tíu ára afmæli Hugarafls, félagasam- taka geðsjúkra, er ýmislegt gert til að fagna. Stærsti viðburðurinn var koma Patch Adams til landsins að sögn Auðar Axelsdóttir, forstöðumanns Hugarafls. Adams, sem dvaldi aðeins í 26 tíma á landinu, náði að snerta marga Íslendinga, þar á meðal Auði. „Þetta var alveg meiri- háttar, ég er ekki komin niður á jörðina. Hann gaf mér sem manneskju svo mikið, hann fer alla leið. Og sem fagmanneskju styrkti hann mig í þessari persónulegri nálgun og umhyggju,“ segir hún. Valdefling Hugarafl hefur unnið ötullega í áratug við að hjálpa geðsjúkum að komast aftur út í samfélagið á sínum forsendum. Einnig leggja þau mikla áherslu á að vinna með aðstandendum en samtökin lögðu upp með það frá byrjun að minnka fordóma og nota reynslu geðsjúkra til að vinna í bata þeirra. Hugarafl vill gjarnan hafa áhrif á það hvernig heilbrigðiskerfið á Ís- landi virkar og vilja þau sjá meiri virðingu og efla mannréttindi geðsjúkra. Einkunn- arorð þeirra er valdefling sem er þýðing á enska orðinu „empower- ment“. Vonast eftir stuðningi stjórnvalda Auður, sem fékk viðtal við nýjan heil- brigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, strax daginn eftir fyrirlesturinn hjá Adams, bindur miklar vonir við nýja rík- isstjórn. Hún segir þau ekki fá nægilegt fjármagn og óskar eftir meiri stuðningi stjórnvalda. „Þessi nálgun okkar er mjög ódýr, og sparar heilbrigðiskerfið á öllum sviðum, sparar fjármagn, sársauka og þjónustu,“ segir hún og bætir við: „Við viljum fá meiri viðurkenningu.“ „Ekki komin niður á jörðina“ Auður Axelsdóttir vill sjá breytingar í heil- brigðiskerfinu. Morgunblaðið/Golli * Patch Adams ásér draum um aðfestast í lyftu milli hæða með fólki sem ekki þolir hvort annað. „Það er svona mikið sem ég elska fólk!“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.