Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 27
E rla Hlín Hilmarsdóttir er mikill fagurkeri sem sést greinilega á heimili hennar. Hún býr í fallegri og nota- legri íbúð í Vesturbænum ásamt kærasta sínum, Frosta Logasyni, útvarpsmanni á X-inu 977. Hún segist skoða mikið tísku- og hönnunarblöð í frítíma sínum og er dugleg að dunda sér við að teikna og búa til klippimyndir sem rata oft upp á vegg. Erla segist blanda mikið saman gömlu og nýju og „Ég myndi lýsa stílnum mínum einfaldlega sem samansafni af hlutum sem mér þykir fallegir. Svartur fylgir mér alltaf og listaverk með myrku ívafi,“ segir Erla. „Ég sæki innblástur í ýmis blöð og blogg og hef mjög gaman af því að skoða Pinterest. Þar fæ ég stundum góðar hug- myndir sem ég get útfært á minn eigin hátt. Svo er Sissa, mamma mín, mikill innblástur. Sama hvar hún býr þá er það fallegasta heim- ilið í Reykjavík“. Erla telur helstu mistökin þegar kemur að því að innrétta vera að fólk leyfi fallegum hlutum ekki að njóta sín. Þó eitt- hvað sé gamalt þýði það ekki að það sé ónothæft. „Oft þarf bara að gefa hlutunum nýtt líf á nýj- um stað. Ég er veik fyrir gömlum og fal- legum eldhúsinnrétt- ingum en oft eru þær látnar fjúka fyrir splunkunýrri Ikea- innréttingu sem mér finnst mikil synd,“ segir Erla. Verst þykir henni þó að koma inn á heimili sem eru eins og enginn búi þar. „Heimili þar sem allt er hvítt með smá slettu af rauðu hér og þar.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Á baðherberginu hangir falleg mynd sem er lýst upp með ljósi að aftan. Hér gera litlu hlutirnir mikið fyrir heildarmyndina. Erla og Frosti velja gamaldags eldhúsinnréttingar fremur en nýjar og hvítar ný- móðins innréttingar. Pottarnir í glugganum er skemmtileg lausn á plássleysi. Erla Hlín er mikill fagurkeri. Mamma mikill innblástur ERLA HLÍN HILMARSDÓTTIR ER VERSLUNARSTJÓRI Í VERSL- UNINNI AFTUR Á LAUGAVEGI. HÚN HEFUR ALLA TÍÐ HAFT ÁHUGA Á INNANHÚSSARKITEKTÚR OG SEGIR MIKILVÆGT AÐ LEYFA FALLEGUM HLUTUM AÐ NJÓTA SÍN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is BLANDAR SAMAN GÖMLU OG NÝJU Hauskúpur eru greinilega í miklu uppáhaldi en nokkrar skrautlegar finnast hér og þar á heimilinu. Þessar eru frá Costa Boda úr búðinni Kúnígúnd á Laugaveginum. 16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 , l a u g a r d , 1 1 - 1 6 , s u n n u d . LO K AÐ E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili – | BORÐSTOFUSTÓLAR | BORÐSTOFUBORÐ | SÓFABORÐ | LAMPAR | PÚÐAR | GLERVARAOG FALLEG SMÁVARA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.