Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Matur og drykkir Þ etta byrjaði allt fyrir fjórtán árum að tvenn vinahjón í miðbæ Hafnarfjarðar, Linda og Nonni og Elín og Borgar, ákváðu að hittast á hverju þriðjudagskvöldi með börnin og eiga gæðastund saman. Sparar sálfræðiþjónustu Elín segir þessi matarboð hafa spar- að þeim mikið á allan hátt. „Við er- um öll í rekstri, þannig að þetta er búið að spara okkur ráðgjöf og heil- marga sálfræðitíma,“ segir hún. Elín og Borgar reka ferðaþjónustuna Af- rika.is sem sérhæfir sig í ferðum til Austur-Afríku, og eru einnig með bændagistinguna Glacier View Guesthouse í Hrífunesi. Linda og Nonni reka heilsuræktina Hress í Hafnarfirði og hafa þau því nóg að tala um og ráðfæra sig hvert við annað. „Við erum öll rosalegir trún- aðarvinir og förum saman í gegnum hlutina,“ segir þau. Ora-fiskbollur eða nautasteik Þetta byrjaði allt með Ora- fiskibollum en þau elda nú alltaf úr fersku hráefni. „Ég rúlla upp heilu matarboðunum núna, ekkert mál,“ segir Linda. Annars segjast þau oft- ast hafa hversdagsmat, sem þó hefur þróast í gegnum árin í flóknari rétti. „Það var ákveðið strax í upphafi að fara ekkert út í stórkostlega stæla í matargerð,“ segir Borgar. Þau segja mikilvægara að styrkja vináttuna. Karlarnir fá stundum að elda og gera það með glæsibrag. „Nonni er naut, og eldar nánast alltaf það sama – naut,“ segir Elín og hlær. Krakkarnir elda líka Krakkarnir, Máni, Steinn, Nótt og Embla, öll á unglingsaldri, eru farin að taka við eldamennskunni annað slagið, en elsta barnið er flutt að heiman. Krakkarnir fá pening og versla sjálf og skipuleggja. „Þau voru með nachos og nautahakk í for- rétt og hakk og spagettí í aðalrétt um daginn,“ segir Linda. Krakk- arnir tóku hlutverk sitt mjög alvar- lega og gerðu matseðla á tveimur tungumálum, klæddust þjónsbún- ingum og reyndu síðan að selja foreldrum sínum matinn! Kjúlli með glerbrotum Mörg eftirminnileg matarboð hafa verið haldin á þessum fjórtán árum, en nokkur standa upp úr. „Það var kjúklingur með glerbrotum!“ segir Elín. Það var búið að setja kjúkling- inn á fat á borðið þegar ekki vildi betur til en að glas brotnaði yfir réttinn. „Við horfðum hvert á annað, bara; er þetta ónýtur matur eða hvað?“ Linda bætir við: „Við vorum ógeðslega svöng!“ Þær tíndu úr stærstu glerbrotin og borðuðu kjúk- linginn. „Við vonuðum bara það besta, og það var allt í lagi með alla,“ segir Elín og þær skella báðar upp úr. Brutust inn til að halda jól Jólaboðin eru alltaf óvenjuleg. „Ég er svo mikið jólabarn en Borgar er svona „Scrooge“,“ segir Linda, „þannig að jólaboðin eru alltaf hjá okkur og allir verða að koma með flott atriði.“ „Þau hafa brotist inn til okkar!“ segir hún. „Já, það var það besta, við brutumst inn til þeirra, fórum í föt af þeim og vorum bara í eldhúsinu og uppi í rúminu þeirra og þóttumst hafa haldið jólin,“ segir Elín. Myndbandið af þessu var svo sýnt í kvöldverðarboðinu. Hrefnusteik hvalfriðarsinnans Grínið er aldrei langt undan í þess- um boðum. Borgar rifjar upp þegar þau íhuguðu að gefa út bók með upp- skriftum úr matarboðunum. „Kjúlli með glerbrotum, Drullaðu-þér-út- frampartur og Hrefnusteik hvalfrið- arsinnans,“ segir hann. „Ekki gleyma Brúnaður rörahéri í lífrænni sósu!“ kallar Linda og þau skelli- hlæja. Það var rottugangur á lóðinni hjá Lindu og Nonna. „Það var allt í einu allt fullt af holum í garðinum,“ segir Nonni hlæjandi, „ég hringdi í meindýraeyði og spurði: Eru til moldvörpur á Íslandi?“ Linda fylgist með Mána, Emblu og Steini sem hjálpa til við eldamennskuna. ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIN FRÁTEKIN Kjúlli með glerbrotum * „Við erum öllrosalegir trún-aðarvinir og förum saman í gegnum hlutina.“ Á HVERJU ÞRIÐJUDAGSKVÖLDI SÍÐASTLIÐIN FJÓRTÁN ÁR HAFA TVÆR HAFNFIRSKAR FJÖLSKYLDUR HIST OG BORÐ- AÐ SAMAN. SKIPTAST ÞÆR Á UM AÐ ELDA, SKIPTAST Á SKOÐUNUM, UPPSKRIFTUM OG LÍFSREYNSLUSÖGUM. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Linda greip Nonna glóðvolgan í eldhúsinu þar sem hann var að stela sér bita.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.