Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Fylgt úr hlaði læknar að hafa hraðar hendur til að eiga von um að aðgerðin skili tilætluðum ár- angri. Að sögn Guðmundar Felix gera læknarnir ráð fyrir að aðgerðin taki í kringum fjörutíu klukkustundir. Hvorki meira né minna. Sérstakt skurðarborð, með kóngulóarlagi, verður smíðað fyrir aðgerðina og voru mál tekin af Guðmundi Felix í því augnamiði í vikunni. Hann fékk líka að fylgjast með mynd- bandsupptökum frá æfingum læknanna, þar sem látnir hafa eðli málsins sam- kvæmt verið í lykilhlutverkum. Mikil eftirvænting „Fólkið og raunar allt umhverfið hérna er mjög traustvekjandi. Læknarnir eru greini- lega orðnir mjög spenntir fyrir aðgerðinni, eftirvæntingin er eiginlega síst minni hjá þeim en mér. Það er mjög gott að finna fyrir þeim straumum,“ segir Guðmundur Felix. Hann var þegar búinn að læra frönsku í fjórar annir hér heima en nú verður allt gefið í tungumálanámið. „Það er mjög mikilvægt að ég nái góðum tökum á mál- inu, sérstaklega upp á samskipti mín við það fólk sem kemur að meðferðinni eftir aðgerðina. Það tala ekki nálægt því allir ensku hérna. Ég er svo sem kominn með ágætan grunn en mig vantar æfinguna. Hún ætti að koma hratt fyrst ég er kom- inn út.“ Lyon er stór borg og Guðmundur Felix hlakkar til að kynnast lífinu og menning- unni þar. „Ég hef aldrei búið í svona stórri borg áður og það verður án efa skemmtileg lífsreynsla. Maður þarf að finna nýjan takt.“ Eldri dóttirin, Rebekka Rut, gefur föður sínum að borða. Stoðnetið er stórt hér heima. Á spretti í Heiðmörk með Sunnu Hlín Jónsdóttur. Álagið á hálsinn er mikið og gott að leita annað veifið til Magna Más Bernhardssonar kírópraktors. Beðið eftir lyfjum – og höndum. *Læknarnir erugreinilega orðnirmjög spenntir fyrir aðgerðinni, eftirvænt- ingin er eiginlega síst minni hjá þeim en mér. Óli og strákarnir okkar stjórna afslættinum! ÍSL ??–RÚM ?? Markamunur liðanna ef Ísland vinnur + mörkin sem Óli skorar veita lykilhöfum afslátt 17. júní hjá ÓB og Olís.PIPAR\ TB W A • SÍ A • 13 19 10

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.