Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Page 53
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Nýtt myndbandsverk eftir Rúrí hefur verið sett upp í gestamóttöku Reykjavík Natura-hótelsins, Loftleiða- hótelsins. Verkið Blik ? Tetralogy er í fjórum hlutum og viðfangsefnið er upplifun listamannsins af íslenskri náttúru, þar sem mosi er í forgrunni. 2 Myndlistarmaðurinn Hug- inn Þór Arason, meðhöf- undur Andreu Maack að sýningunni Kaflaskipti sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur á Listahátíð, mun ásamt sýningarstjór- anum Shauna Laurel Jones ræða um hana við gesti á sunnudag klukkan 15. Sýninginn snýst um mismunandi ilm- tegundir. 4 Um helgina leikur hinn danski Kristian Krogsøe, dóm- organisti við Dómkirkjuna í Árósum, á tvennum tón- leikum á hátíðinni Alþjóðlegu orgel- sumri í Hallgrímskirkju. Laugardag klukkan 12 og sunnudag klukkan 17. 5 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir í Þjóðleikhúsinu á sunnudags- kvöldið, áhugaleiksýningu ársins Stöngina inn eftir Guðmund Ólafsson sem einnig leik- stýrir verkinu. Ástæða er til að hvetja allt áhugafólk um leikhús til að sjá þennan ærslafulla gamanleik sem lýst hefur verið sem frábærri skemmtun „út í gegn“. 3 Myndlistarkonurnar Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir opna for- vitnilega samsýningu, sem þær kalla „Ver“, í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi á 17. júní klukkan 16. MÆLT MEÐ 1 Saxófónleikarinn Sigurður Flosason oghinn kunni danski gítarleikari JacobFischer halda dúótónleika á Café Ro- senberg við Klapparstíg á sunnudag klukkan 21. Á efnisskrá félaganna eru perlur úr „am- erísku djasssöngvabókinni með lágmarks undirbúningi,“ að sögn Sigurðar. Jacob Fischer er talinn einn fremsti djass- gítarleikari Dana og á meðal þeirra vinsæl- ustu djassmanna. Hann hlaut mikla athygli þegar hann byrjaði að spila með fiðluleik- aranum Svend Asmussen, sem ungur maður, en síðan hefur frægðarsól hans haldið áfram að rísa. Fishcer er á leið í hljóðver vest- anhafs og ákvað að koma við hér og spila með Sigurði félaga sínum á þessum tón- leikum, auk þess sem þeir munu nota dag- part í að hljóðrita einhverja ópusa. „Við spilum saman í bandi sem við Kjeld Lauritsen orgelleikari öldum úti í Dan- mörku,“ segir Sigurður. Nýútkominn diskur sveitarinnar, Nightfall, hefur fengið afar góða dóma í djassmiðlum víða um lönd, og ekki síst dúóflutningur þeirra Sigurðar og Fischers á „Skylark“ eftir Hoagy Carmicha- el. „Við tókum það upp einu sinni, óæft,“ segir Sigurður og bætir við að þannig verði þetta á tónleikunum á sunnudag, þeir verði búnir að ræða efnisskrána en haldi síðan af stað í ferðalagið sem lögin bjóða upp á. „Jacob er rosalega flinkur spilari, á svo mörgum sviðum. Hann hefur feiknarlega yfirgripsmikla þekkingu á djassbókmennt- unum og þekkir allar hjáleiðir. Hann spilar með ólíkum flytjendum djass dag eftir dag og nýtur afar mikilla vinsæla. Hann telst lík- lega frekar hefðbundinn djassgítarleikari en á mjög háu plani. Öllum finnst gaman að hlusta á hann,“ segir Sigurður. Þetta verður í fyrsta skipti sem þeir Fischer leika einir og óstuddir saman á tónleikum. efi@mbl.is SIGURÐUR FLOSASON OG JACOB FISCHER LEIKA DJASSPERLUR Á SAXÓFÓN OG GÍTAR „Þekkir allar hjáleiðir“ SIGURÐUR FLOSASON OG JACOB FISCHER SPINNA ÚT FRÁ BANDA- RÍSKU DJASSSÖNGVABÓKINNI Á TÓNLEIKUM Á SUNNUDAG. „Jacob er rosalega flinkur spilari, á svo mörgum sviðum. Hann hefur feiknarlega yfirgripsmikla þekkingu á djassbókmenntunum,“ segir Sigurður Flosason um gítarleikarann og félaga sinn. Samsett mynd/Karolina Zapolska Opnunarsýning safnsins er á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar sem fyrr segir. „Við erum afar þakklát Gunnari Vigfússyni forseta- ljósmyndara fyrir að leyfa okkur að sýna myndir föður hans, þessi gömlu meistaraverk, sem tekin eru á Siglufirði.“ Margir spyrja Baldvin og Ingibjörgu hvers vegna í ósköpunum þau hafi ákveðið að opna safnið á Siglufirði. Á móti er spurt: Hvers vegna ekki? „Þegar við byrjuðum að gera upp kotið okkar við Suðurgötu mættum við mikilli velvild og hjálpsemi. Fólk hefur lagt mikið á sig til að gera Siglufjörð að einum fallegasta bæ á Íslandi og með aðkomu Róberts Guð- finnssonar og annarra að uppbyggingu Siglu- fjarðar er framtíðin sannarlega björt. Bærinn verður mikið augnayndi og í mínum huga er Siglufjörður nú þegar orðinn 101 norðursins!“ Opið hús verður í safninu við Vetrarbraut frá kl. 13 til 17 þann 17. júní. Ein af hinum frægu Siglufjarðarljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Oft var fjöldi skipa í firðinum, eins og þegar þessi mynd er tekin, árið 1926. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Safnið við Vetrarbrautina er stílhreint og fallegt. Þar kennir ýmissa grasa úr sögu ljósmyndunar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.