Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 53
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Nýtt myndbandsverk eftir Rúrí hefur verið sett upp í gestamóttöku Reykjavík Natura-hótelsins, Loftleiða- hótelsins. Verkið Blik ? Tetralogy er í fjórum hlutum og viðfangsefnið er upplifun listamannsins af íslenskri náttúru, þar sem mosi er í forgrunni. 2 Myndlistarmaðurinn Hug- inn Þór Arason, meðhöf- undur Andreu Maack að sýningunni Kaflaskipti sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur á Listahátíð, mun ásamt sýningarstjór- anum Shauna Laurel Jones ræða um hana við gesti á sunnudag klukkan 15. Sýninginn snýst um mismunandi ilm- tegundir. 4 Um helgina leikur hinn danski Kristian Krogsøe, dóm- organisti við Dómkirkjuna í Árósum, á tvennum tón- leikum á hátíðinni Alþjóðlegu orgel- sumri í Hallgrímskirkju. Laugardag klukkan 12 og sunnudag klukkan 17. 5 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir í Þjóðleikhúsinu á sunnudags- kvöldið, áhugaleiksýningu ársins Stöngina inn eftir Guðmund Ólafsson sem einnig leik- stýrir verkinu. Ástæða er til að hvetja allt áhugafólk um leikhús til að sjá þennan ærslafulla gamanleik sem lýst hefur verið sem frábærri skemmtun „út í gegn“. 3 Myndlistarkonurnar Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir opna for- vitnilega samsýningu, sem þær kalla „Ver“, í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi á 17. júní klukkan 16. MÆLT MEÐ 1 Saxófónleikarinn Sigurður Flosason oghinn kunni danski gítarleikari JacobFischer halda dúótónleika á Café Ro- senberg við Klapparstíg á sunnudag klukkan 21. Á efnisskrá félaganna eru perlur úr „am- erísku djasssöngvabókinni með lágmarks undirbúningi,“ að sögn Sigurðar. Jacob Fischer er talinn einn fremsti djass- gítarleikari Dana og á meðal þeirra vinsæl- ustu djassmanna. Hann hlaut mikla athygli þegar hann byrjaði að spila með fiðluleik- aranum Svend Asmussen, sem ungur maður, en síðan hefur frægðarsól hans haldið áfram að rísa. Fishcer er á leið í hljóðver vest- anhafs og ákvað að koma við hér og spila með Sigurði félaga sínum á þessum tón- leikum, auk þess sem þeir munu nota dag- part í að hljóðrita einhverja ópusa. „Við spilum saman í bandi sem við Kjeld Lauritsen orgelleikari öldum úti í Dan- mörku,“ segir Sigurður. Nýútkominn diskur sveitarinnar, Nightfall, hefur fengið afar góða dóma í djassmiðlum víða um lönd, og ekki síst dúóflutningur þeirra Sigurðar og Fischers á „Skylark“ eftir Hoagy Carmicha- el. „Við tókum það upp einu sinni, óæft,“ segir Sigurður og bætir við að þannig verði þetta á tónleikunum á sunnudag, þeir verði búnir að ræða efnisskrána en haldi síðan af stað í ferðalagið sem lögin bjóða upp á. „Jacob er rosalega flinkur spilari, á svo mörgum sviðum. Hann hefur feiknarlega yfirgripsmikla þekkingu á djassbókmennt- unum og þekkir allar hjáleiðir. Hann spilar með ólíkum flytjendum djass dag eftir dag og nýtur afar mikilla vinsæla. Hann telst lík- lega frekar hefðbundinn djassgítarleikari en á mjög háu plani. Öllum finnst gaman að hlusta á hann,“ segir Sigurður. Þetta verður í fyrsta skipti sem þeir Fischer leika einir og óstuddir saman á tónleikum. efi@mbl.is SIGURÐUR FLOSASON OG JACOB FISCHER LEIKA DJASSPERLUR Á SAXÓFÓN OG GÍTAR „Þekkir allar hjáleiðir“ SIGURÐUR FLOSASON OG JACOB FISCHER SPINNA ÚT FRÁ BANDA- RÍSKU DJASSSÖNGVABÓKINNI Á TÓNLEIKUM Á SUNNUDAG. „Jacob er rosalega flinkur spilari, á svo mörgum sviðum. Hann hefur feiknarlega yfirgripsmikla þekkingu á djassbókmenntunum,“ segir Sigurður Flosason um gítarleikarann og félaga sinn. Samsett mynd/Karolina Zapolska Opnunarsýning safnsins er á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar sem fyrr segir. „Við erum afar þakklát Gunnari Vigfússyni forseta- ljósmyndara fyrir að leyfa okkur að sýna myndir föður hans, þessi gömlu meistaraverk, sem tekin eru á Siglufirði.“ Margir spyrja Baldvin og Ingibjörgu hvers vegna í ósköpunum þau hafi ákveðið að opna safnið á Siglufirði. Á móti er spurt: Hvers vegna ekki? „Þegar við byrjuðum að gera upp kotið okkar við Suðurgötu mættum við mikilli velvild og hjálpsemi. Fólk hefur lagt mikið á sig til að gera Siglufjörð að einum fallegasta bæ á Íslandi og með aðkomu Róberts Guð- finnssonar og annarra að uppbyggingu Siglu- fjarðar er framtíðin sannarlega björt. Bærinn verður mikið augnayndi og í mínum huga er Siglufjörður nú þegar orðinn 101 norðursins!“ Opið hús verður í safninu við Vetrarbraut frá kl. 13 til 17 þann 17. júní. Ein af hinum frægu Siglufjarðarljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Oft var fjöldi skipa í firðinum, eins og þegar þessi mynd er tekin, árið 1926. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Safnið við Vetrarbrautina er stílhreint og fallegt. Þar kennir ýmissa grasa úr sögu ljósmyndunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.