Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 61
milljónum punda. Svo eru til úr- slitaleikir þar sem titill í húfi, fall eða hvað sem er. Tæknin kemur, hvort sem ég lifi til að sjá það,“ sagði Ferguson árið 2007. Blatter, Webb og Collina Sepp Blatter, forseti FIFA, er einn af þeim sem hefur snúist hugur í þessum málaflokki. Fyrst var hann alfarið á móti tækninni en eftir að hann varð vitni að „marki“ Frank Lampard á HM 2010 skipti Blatter um skoðun. „Ég held að ég geti sannfært stjórn reglugerðarnefnd- arinnar um að við verðum að fylgja tækninni, við höfum ekki efni á að bíða og sjá hvað gerist. Platini vill þetta ekki en ég vil ekki vera aftur á HM og upplifa eitthvað eins og þetta – ég myndi deyja,“ sagði Blatter. Howard Webb, fremsti knatt- spyrnudómari á Englandi og trú- lega í heiminum, telur að mark- línutækni í knattspyrnu muni bæta leikinn ef hraðinn í leiknum verður áfram sá sami. Margir hafa einmitt sett spurningarmerki við hvort þessi marklínutækni yrði til að hægja á leiknum. Hann yrði líkt og í ameríska fótboltanum þar sem dómarinn má taka sér mjög marg- ar mínútur til að skoða atvik. „Fólk um allan heim elskar leikinn. Það elskar hvernig hann er, hvern- ig hann er spilaður, taktinn og hraðann í leiknum. Það þarf að gæta þess að vernda leikinn, en það kemur stundum fyrir að það væri gott að geta gert vinnuna mína aðeins auðveldari. Ef við fáum nákvæmt og áreiðanlegt kerfi mun það bæta gildi leiksins í heild.“ Hinn þekkti ítalski dómari Pier- luigi Collina er hins vegar á móti. Segir að ekki sé þörf á að taka upp sérstaka marklínutækni. Collina er einn besti dómari sögunnar en hann er nú hátt settur í dómara- málum UEFA. „Sú tækni sem hef- ur verið prófuð hefur ekki virkað nægilega vel. Ég held að besta lausnin sé fólgin í aukadómurum við endalínuna eins og verið hefur í Evrópuleikjum. Það hefur dregið stórlega úr hrindingum og peysutogi innan teigs á síðustu tímabilum. Það er vegna fjölgun dómara. Þegar þú ert að keyra og sérð löggu í fjarska þá hægirðu á þér, alveg eins og þú brýtur ekki á þér innan teigs þegar þú veist að dómarinn er að horfa.“ Manuel Neuer horfir á eftir boltanum fara inn fyrir línuna eftir skot Lampards. AFP Roy Carroll missti boltann inn fyrir línuna. Ekkert mark var þó gefið. Geoff Hurst skoraði eitt frægasta „mark“ sögunnar. Luis Garcia skoraði mark eða „mark“ fyrir Liverpool gegn Chelsea. Getty Images MARK EÐA „MARK“ 16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Funahöfða 1 110 Reykjavík Sími: 567-4840 ERTU MEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur frá kr. 15.080 Seljum allskonar bíla, langar þig í einn? Skráðu þinn frítt! Okkur finnst gaman að selja bíla, viltu selja þinn? SÖLULAUN frá kr. 39.9 00 Í gátunni táknar hver tala ákveðinn bókstaf. Þrautin er að finna hvaða tala stendur fyrir hvaða bókstaf og færa í viðeigandi reit í rúðustrikaða boxinu hér fyrir neðan. Allt íslenska stafrófið er notað. Til að koma hreyfingu á hlutina eru nokkrir stafir gefnir. Stafrófið er hægt að nota til að að krossa út fundna stafi. LYKILORÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.